Á Norðurlandi verður mesti hitinn og verður hann væntanlega á bilinu 13 til 22 stig
Það verður boðið upp á suðaustan 5-13 m/s og rigningu á köflum, en þó samfelld úrkoma á Suðausturlandi og þar dregur úr vindi sem og vætu í kvöld. Austlæg átt, 5-10 m/s á morgun, en 10-15 við suðurströndina, víða rigning en að mestu þurrt á Norðurlandi og verður hiti 13 til 22 stig. Hlýjast norðantil.
Á þriðjudag verður austlæg átt, 5-13 m/s, en 13-18 við suðurströndina og rigning víða um land; yfirleitt þurrt að kalla norðan heiða og hiti verður á bilinu 12 til 20 stig.
Á miðvikudag er það austlæg átt, 5-13 m/s, sem ræður ríkjum; hvassast syðst og rigning suðaustanlands, annars bjart en stöku skúrir síðdegis og hiti 11 til 20 stig.
Á fimmtudag og föstudag verður hæg austlæg eða breytileg átt með vætu á víð og dreif; áfram milt veður.
Á laugardag er útlit fyrir norðaustlæga átt með rigningu eða súld, en skúrum vestantil og þá kólnar nú heldur.
Komment