
Kjartan Magnússon, verkefnastjóri Miðflokksins, hæðist að erlendum nemendum í Háskóla Íslands og beinir sjónum sínum sérstaklega að nemendum frá Nígeríu, Gana og Pakistan.
Gerir hann þetta í færslum á Twitter, sem eru skrifaðar í kaldhæðnistóni, en í þeim gefur hann í skyn að fólk frá ákveðnum heimshlutum búi yfir lægri greind en Íslendingar. Auk þess að vera starfsmaður flokksins er Kjartan virkur þátttakandi í ungliðahreyfingu flokksins.
Háskóli Íslands hlýtur að sprautast upp í topp 10 á heimsvísu með slíka aðsókn snillinga. Vitsmunalíf á Íslandi gæti hreinlega færst upp á annað plan. Hver veit nema mönnum takist loksins að deila með núlli? pic.twitter.com/28yZkCqk4o
— Kjartan Magnússon (@kjassiturbo) January 27, 2026
Einmitt, best fyrir okkur að fá snillingana þeirra, svo að þeir geti örugglega ekki hjálpað sjálfum sér.
— Kjartan Magnússon (@kjassiturbo) January 27, 2026
Á Íslandi má gera ráð fyrir að um 3% þjóðarinnar séu með 130+ grv. en í Nígeríu er það 0.065%. Trúðu mér, þeim veitir ekki af snillingunum sínum – svo er spurning hvort þeir…
Miðflokkurinn hefur undanfarin ár verið sakaður um að ýta undir kynþáttafordóma á Íslandi en þingmenn flokksins og aðrir talsmenn hans hafa algjörlega hafnað öllum slíkum ásökunum.
Flokkurinn hefur hins vegar sagst tala fyrir hertri útlendingastefnu á Íslandi.
„Þótt lítið hafi gerst í útlendingamálum á þessu þingi, þá tökum við enn viljann fyrir verkið hjá dómsmálaráðherra og ég lýsi því yfir að langflestar þær tillögur sem koma fram í þessari skýrslu eru nokkuð sem Miðflokkurinn mun styðja heils hugar. Við stöndum á sögulegum krossgötum á Íslandi og ég tel rétt að við höldum í jákvæðnina innan í þessari umræðu. Við getum í vissum skilningi enn komið í veg fyrir að við fremjum hér sömu mistök og voru gerð í nágrannalöndum. Við getum enn valið að varðveita samfélag okkar og sögulega samfellu íslenskrar þjóðar í meira en 1000 ár og fyrst við getum það þá ber okkur skylda til að gera það. En þá þarf að stíga fast til jarðar og breyta um innflytjendastefnu,“ sagði Snorri Másson í desember í fyrra á Alþingi.

Komment