
Kjartan Magnússon, verkefnastjóri þingflokks Miðflokksins segir Ísland hafa verið „paradís“ en líkist nú þeim löndum þar sem fólk gengur um með „múslimskt höfuðfat“ og á þá líklegast við hijab.
Kjartan skrifaði færslu á X, og birti skjáskot frá frétt Vísis um Mahdya Malik, sem búið hefur á Íslandi síðastliðin 11 ár en hún hefur lýst fordómum gagnvart trúarbragða hennar en hún er múslímsk en hún er fædd og uppalin til 10 ára aldurs í Þýskalandi. Við skjáskotið skrifar Kjartan að það sé ekki „normal“ að ganga um með hijab hér á landi. Kallar hann lönd þar sem það tíðkast „shithole country“.
Miðflokkurinn hefur verið gagnrýndur fyrir rasisma að undanförnu en Sverrir Helgason sagði sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins eftir að hann viðurkenndi rasískar skoðanir sínar. Þá tók Ungliðahreyfingin upp slagorðið „Ísland fyrst, svo allt hitt“, fyrir síðasta landsfund Miðflokksins, sem hefur farið misvel í fólk.
Hér má lesa færslu Kjartans í heild sinni:
„Á Íslandi er ekki normal að ganga um með múslimskt höfuðfat. Ef það væri normal, þá væri Ísland shithole country en ekki eitt ríkasta land heims. Ísland var paradís en líkist sífellt meira ríkjunum þar sem talið er normal að ganga um með slíkt höfuðfat.“

Komment