1
Mannlífið

Hvers vegna eru börn oft að segja þessa setningu?

2
Heimur

Forsetinn sem konungur drullar yfir mótmælendur

3
Heimur

Trump notar F-orðið

4
Menning

Hugleikur rekinn af miðlum Meta

5
Heimur

Ræningjar með keðjusagir í Louvre-safninu

6
Mannlífið

Mæður sem taka sjálfur eiga dætur sem vilja frekar fegrunaraðgerðir

7
Innlent

Tveir handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás

Til baka

Vignir Vatnar sigraði stórmeistarann Magnus Carlsen í netskák

„Ég er helvíti ánægður“

magnus carlsen vignir vatnar
Magnus og Vignir VatnarVignir hafði betur gegn Magnusi.
Mynd: Samsett

Íslenski stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson hafði betur gegn hinum norska stórmeistara Magnusi Carlsen á skákmóti á netinu í gærkvöldi. Skákin fór fram í Titled Tuesday, vikulegu skákmóti sem Chess.com heldur utan um. RÚV segir frá sigrinum.

Með þessum sigri varð Vignir fyrsti Íslendingurinn til að vinna Carlsen frá árinu 2011. Carlsen, sem varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2013 og hefur alls fimm sinnum hampað titlinum, er víða talinn einn fremsti skákmaður heims.

Vignir Vatnar, fæddur árið 2003, er yngsti stórmeistari Íslands en hann varð stórmeistari árið 2023. Hann er einn af sautján Íslendingum sem hlotið hafa þann titil.

Í viðtali við Vísi lýsti Vignir ánægju sinni með sigurinn: „Ég vann hann og í þokkabót er þetta fyrsta skipti sem ég tefli við hann þannig ég er helvíti ánægður með 1-0 skorið mitt á móti honum!“

Skák þeirra þótti óvenjuleg þar sem staðan var ekki Vigni Vatnari í hag snemma í taflinu. Hann benti einnig á að Carlsen hefði áður tapað gegn Íslendingum í netskák, en ekki síðan 2011.

Carlsen trónir enn á toppi ELO-styrkleikalistans með 2837 stig, en Hikaru Nakamura fylgir fast á eftir með 2804 stig. Vignir er með 2536 ELO stig og er í 398. sæti á heimsvísu.

Vignir endaði í 50. sæti í mótinu að þessu sinni, en besti árangur hans hingað til er 10. sæti. Heildarverðlaun í mótinu nema 635.000 krónum, þar af fær sigurvegarinn 127.000 krónur.

Japanski stórmeistarinn Hikaru Nakamura hefur unnið Titled Tuesday oftast eða 70 sinnum, með Carlsen næstan á eftir með 29 sigra.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tveir handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás
Innlent

Tveir handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás

Hugleikur rekinn af miðlum Meta
Menning

Hugleikur rekinn af miðlum Meta

Mæður sem taka sjálfur eiga dætur sem vilja frekar fegrunaraðgerðir
Mannlífið

Mæður sem taka sjálfur eiga dætur sem vilja frekar fegrunaraðgerðir

Hvers vegna eru börn oft að segja þessa setningu?
Mannlífið

Hvers vegna eru börn oft að segja þessa setningu?

Forsetinn sem konungur drullar yfir mótmælendur
Heimur

Forsetinn sem konungur drullar yfir mótmælendur

Ræningjar með keðjusagir í Louvre-safninu
Heimur

Ræningjar með keðjusagir í Louvre-safninu

Stolt og lífsreynd eftir að hafa tekist á við geðhvörf
Viðtal
Fólk

Stolt og lífsreynd eftir að hafa tekist á við geðhvörf

Eldfimt ástand í Bandaríkjunum í dag
Heimur

Eldfimt ástand í Bandaríkjunum í dag

Sagðist harðhentur, en hana grunaði ekki hvað myndi gerast
Innlent

Sagðist harðhentur, en hana grunaði ekki hvað myndi gerast

Móðir segir frá óþægilegu atviki við Nettó
Innlent

Móðir segir frá óþægilegu atviki við Nettó

IKEA snarhækkar verð á mat
Peningar

IKEA snarhækkar verð á mat

Sport

Mögulegt að KSÍ kæri áhorfanda til lögreglu
Sport

Mögulegt að KSÍ kæri áhorfanda til lögreglu

Framkvæmdastjóri KSÍ segist eiga von á þungri sekt
Strákarnir okkar börðust kröftuglega í sanngjörnu jafntefli við Frakkland
Myndir
Sport

Strákarnir okkar börðust kröftuglega í sanngjörnu jafntefli við Frakkland

Hugljúf skilaboð ungs stuðningsmanns til Alberts vöktu athygli
Sport

Hugljúf skilaboð ungs stuðningsmanns til Alberts vöktu athygli

Púað á ísraelska dómarann í landsleiknum
Sport

Púað á ísraelska dómarann í landsleiknum

Loka auglýsingu