1
Innlent

Sérsveitin áberandi á höfuðborgarsvæðinu í dag

2
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

3
Fólk

Sjarmerandi og sögufræg miðbæjarperla til sölu

4
Heimur

Harrý snertir hjartastrengi þegna sinna

5
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

6
Innlent

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers

7
Heimur

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol

8
Heimur

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér

9
Innlent

Samkomulag Íslands við Kína í höfn

10
Heimur

Sigur Demókrata veldur titringi í herbúðum Repúblikana

Til baka

Vignir Vatnar sigraði stórmeistarann Magnus Carlsen í netskák

„Ég er helvíti ánægður“

magnus carlsen vignir vatnar
Magnus og Vignir VatnarVignir hafði betur gegn Magnusi.
Mynd: Samsett

Íslenski stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson hafði betur gegn hinum norska stórmeistara Magnusi Carlsen á skákmóti á netinu í gærkvöldi. Skákin fór fram í Titled Tuesday, vikulegu skákmóti sem Chess.com heldur utan um. RÚV segir frá sigrinum.

Með þessum sigri varð Vignir fyrsti Íslendingurinn til að vinna Carlsen frá árinu 2011. Carlsen, sem varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2013 og hefur alls fimm sinnum hampað titlinum, er víða talinn einn fremsti skákmaður heims.

Vignir Vatnar, fæddur árið 2003, er yngsti stórmeistari Íslands en hann varð stórmeistari árið 2023. Hann er einn af sautján Íslendingum sem hlotið hafa þann titil.

Í viðtali við Vísi lýsti Vignir ánægju sinni með sigurinn: „Ég vann hann og í þokkabót er þetta fyrsta skipti sem ég tefli við hann þannig ég er helvíti ánægður með 1-0 skorið mitt á móti honum!“

Skák þeirra þótti óvenjuleg þar sem staðan var ekki Vigni Vatnari í hag snemma í taflinu. Hann benti einnig á að Carlsen hefði áður tapað gegn Íslendingum í netskák, en ekki síðan 2011.

Carlsen trónir enn á toppi ELO-styrkleikalistans með 2837 stig, en Hikaru Nakamura fylgir fast á eftir með 2804 stig. Vignir er með 2536 ELO stig og er í 398. sæti á heimsvísu.

Vignir endaði í 50. sæti í mótinu að þessu sinni, en besti árangur hans hingað til er 10. sæti. Heildarverðlaun í mótinu nema 635.000 krónum, þar af fær sigurvegarinn 127.000 krónur.

Japanski stórmeistarinn Hikaru Nakamura hefur unnið Titled Tuesday oftast eða 70 sinnum, með Carlsen næstan á eftir með 29 sigra.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba
Innlent

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba

Southport-morðinginn hótaði að drepa föður sinn
Heimur

Southport-morðinginn hótaði að drepa föður sinn

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol
Heimur

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu

Harrý snertir hjartastrengi þegna sinna
Heimur

Harrý snertir hjartastrengi þegna sinna

Samkomulag Íslands við Kína í höfn
Innlent

Samkomulag Íslands við Kína í höfn

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér
Heimur

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér

Tvær breytingar á hópi Arnars
Sport

Tvær breytingar á hópi Arnars

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Sextán ára stúlka á Gaza lætur pensilinn tala fyrir börnin
Heimur

Sextán ára stúlka á Gaza lætur pensilinn tala fyrir börnin

Sport

Tvær breytingar á hópi Arnars
Sport

Tvær breytingar á hópi Arnars

Jóhann Berg snýr aftur
Mögulegt að KSÍ kæri áhorfanda til lögreglu
Sport

Mögulegt að KSÍ kæri áhorfanda til lögreglu

Mögulegt kærumál KSÍ ennþá í skoðun
Sport

Mögulegt kærumál KSÍ ennþá í skoðun

Arne Slot heldur ró sinni þrátt fyrir fjórða tap Liverpool í röð
Sport

Arne Slot heldur ró sinni þrátt fyrir fjórða tap Liverpool í röð

Loka auglýsingu