1
Pólitík

Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM

2
Innlent

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið

3
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys

4
Fólk

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu

5
Fólk

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu

6
Pólitík

„Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“

7
Heimur

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu

8
Heimur

Ray J. segist vera dauðvona

9
Innlent

Fórnarlamb flutt á slysadeild eftir árás

10
Heimur

15 ára piltur játaði morð á 12 ára dreng í Birmingham

Til baka

Vignir Vatnar sigraði stórmeistarann Magnus Carlsen í netskák

„Ég er helvíti ánægður“

magnus carlsen vignir vatnar
Magnus og Vignir VatnarVignir hafði betur gegn Magnusi.
Mynd: Samsett

Íslenski stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson hafði betur gegn hinum norska stórmeistara Magnusi Carlsen á skákmóti á netinu í gærkvöldi. Skákin fór fram í Titled Tuesday, vikulegu skákmóti sem Chess.com heldur utan um. RÚV segir frá sigrinum.

Með þessum sigri varð Vignir fyrsti Íslendingurinn til að vinna Carlsen frá árinu 2011. Carlsen, sem varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2013 og hefur alls fimm sinnum hampað titlinum, er víða talinn einn fremsti skákmaður heims.

Vignir Vatnar, fæddur árið 2003, er yngsti stórmeistari Íslands en hann varð stórmeistari árið 2023. Hann er einn af sautján Íslendingum sem hlotið hafa þann titil.

Í viðtali við Vísi lýsti Vignir ánægju sinni með sigurinn: „Ég vann hann og í þokkabót er þetta fyrsta skipti sem ég tefli við hann þannig ég er helvíti ánægður með 1-0 skorið mitt á móti honum!“

Skák þeirra þótti óvenjuleg þar sem staðan var ekki Vigni Vatnari í hag snemma í taflinu. Hann benti einnig á að Carlsen hefði áður tapað gegn Íslendingum í netskák, en ekki síðan 2011.

Carlsen trónir enn á toppi ELO-styrkleikalistans með 2837 stig, en Hikaru Nakamura fylgir fast á eftir með 2804 stig. Vignir er með 2536 ELO stig og er í 398. sæti á heimsvísu.

Vignir endaði í 50. sæti í mótinu að þessu sinni, en besti árangur hans hingað til er 10. sæti. Heildarverðlaun í mótinu nema 635.000 krónum, þar af fær sigurvegarinn 127.000 krónur.

Japanski stórmeistarinn Hikaru Nakamura hefur unnið Titled Tuesday oftast eða 70 sinnum, með Carlsen næstan á eftir með 29 sigra.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Segir hótanir gegn Íran minna á aðdragana Íraksstríðsins
Heimur

Segir hótanir gegn Íran minna á aðdragana Íraksstríðsins

Viðbrögð Írans verða tafarlaus, segir einn helsti öryggisfulltrúi landsins.
Lögreglan leitar að lestarperra í Lundúnum
Heimur

Lögreglan leitar að lestarperra í Lundúnum

Leit hafin eftir að konu og hundi sem sópuðust út á sjó á Tenerife
Heimur

Leit hafin eftir að konu og hundi sem sópuðust út á sjó á Tenerife

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks
Innlent

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks

Vistaður í fangaklefa „í þágu almannafriðar og allsherjarreglu“
Innlent

Vistaður í fangaklefa „í þágu almannafriðar og allsherjarreglu“

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu
Heimur

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu

Embla Bachmann tilnefnd til verðlauna
Menning

Embla Bachmann tilnefnd til verðlauna

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl
Innlent

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl

15 ára piltur játaði morð á 12 ára dreng í Birmingham
Heimur

15 ára piltur játaði morð á 12 ára dreng í Birmingham

Sport

Strákarnir okkar komnir í undanúrslit
Sport

Strákarnir okkar komnir í undanúrslit

Íslenska karlalandsliðið rústaði því slóvenska í EM í handbolta.
Amorim látinn taka pokann sinn
Sport

Amorim látinn taka pokann sinn

Eltingaleikur Íslands endaði með svekkjandi jafntefli
Sport

Eltingaleikur Íslands endaði með svekkjandi jafntefli

Mun íslenska landsliðið lenda í einu af efstu fjórum sætunum á EM?
Könnun
Sport

Mun íslenska landsliðið lenda í einu af efstu fjórum sætunum á EM?

„Við erum sem sagt að fara að taka gullið!“
Sport

„Við erum sem sagt að fara að taka gullið!“

Loka auglýsingu