1
Heimur

Vinsælli strönd á Tenerife lokað

2
Fólk

Eitt glæsilegasta hús Íslands komið aftur á sölu

3
Innlent

Hafnfirsk kona vill losna úr málamyndahjónabandi

4
Minning

Björgvin Haukur Jóhannsson er látinn

5
Heimur

Laundóttir Freddie Mercury látin

6
Innlent

Ákærð fyrir að hafa blekkt Reykjavíkurborg í þrjú ár

7
Fólk

María Lilja glímir við alvarleg veikindi

8
Heimur

Háttsettur Rússi hótar að „klára“ Evrópu með kjarnorkuvopnum

9
Pólitík

Mummi Týr ræðst harðlega að Miðflokknum

10
Fólk

Borgarbókasafnið hrósar Nönnu sérstaklega

Til baka

Vignir Vatnar sigraði stórmeistarann Magnus Carlsen í netskák

„Ég er helvíti ánægður“

magnus carlsen vignir vatnar
Magnus og Vignir VatnarVignir hafði betur gegn Magnusi.
Mynd: Samsett

Íslenski stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson hafði betur gegn hinum norska stórmeistara Magnusi Carlsen á skákmóti á netinu í gærkvöldi. Skákin fór fram í Titled Tuesday, vikulegu skákmóti sem Chess.com heldur utan um. RÚV segir frá sigrinum.

Með þessum sigri varð Vignir fyrsti Íslendingurinn til að vinna Carlsen frá árinu 2011. Carlsen, sem varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2013 og hefur alls fimm sinnum hampað titlinum, er víða talinn einn fremsti skákmaður heims.

Vignir Vatnar, fæddur árið 2003, er yngsti stórmeistari Íslands en hann varð stórmeistari árið 2023. Hann er einn af sautján Íslendingum sem hlotið hafa þann titil.

Í viðtali við Vísi lýsti Vignir ánægju sinni með sigurinn: „Ég vann hann og í þokkabót er þetta fyrsta skipti sem ég tefli við hann þannig ég er helvíti ánægður með 1-0 skorið mitt á móti honum!“

Skák þeirra þótti óvenjuleg þar sem staðan var ekki Vigni Vatnari í hag snemma í taflinu. Hann benti einnig á að Carlsen hefði áður tapað gegn Íslendingum í netskák, en ekki síðan 2011.

Carlsen trónir enn á toppi ELO-styrkleikalistans með 2837 stig, en Hikaru Nakamura fylgir fast á eftir með 2804 stig. Vignir er með 2536 ELO stig og er í 398. sæti á heimsvísu.

Vignir endaði í 50. sæti í mótinu að þessu sinni, en besti árangur hans hingað til er 10. sæti. Heildarverðlaun í mótinu nema 635.000 krónum, þar af fær sigurvegarinn 127.000 krónur.

Japanski stórmeistarinn Hikaru Nakamura hefur unnið Titled Tuesday oftast eða 70 sinnum, með Carlsen næstan á eftir með 29 sigra.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Matthías heppinn að sleppa lifandi eftir ákeyrslu rútu
Myndband
Innlent

Matthías heppinn að sleppa lifandi eftir ákeyrslu rútu

Leita að rútu sem ók bíl upp að vegg og hvarf í Hafnarfirði
Channing Tatum pissaði á Amöndu Seyfried
Heimur

Channing Tatum pissaði á Amöndu Seyfried

Ellen Calmon fer í framboð
Pólitík

Ellen Calmon fer í framboð

Selja aðflutt einbýli í miðborginni
Myndir
Fólk

Selja aðflutt einbýli í miðborginni

Dómari segir Ohio State-háskólann hafa brotið gegn tjáningarfrelsi stúdents
Heimur

Dómari segir Ohio State-háskólann hafa brotið gegn tjáningarfrelsi stúdents

Mummi Týr ræðst harðlega að Miðflokknum
Pólitík

Mummi Týr ræðst harðlega að Miðflokknum

María Lilja glímir við alvarleg veikindi
Fólk

María Lilja glímir við alvarleg veikindi

„Við erum sem sagt að fara að taka gullið!“
Sport

„Við erum sem sagt að fara að taka gullið!“

Móðir berst við TikTok eftir andlát sonar síns
Heimur

Móðir berst við TikTok eftir andlát sonar síns

Björgvin Haukur Jóhannsson er látinn
Minning

Björgvin Haukur Jóhannsson er látinn

Opið bréf til Utanríkisráðherra
Skoðun

Reynir Valgeirsson

Opið bréf til Utanríkisráðherra

Ákærð fyrir að hafa blekkt Reykjavíkurborg í þrjú ár
Innlent

Ákærð fyrir að hafa blekkt Reykjavíkurborg í þrjú ár

Börn gómuð við þjófnað
Innlent

Börn gómuð við þjófnað

Sport

„Við erum sem sagt að fara að taka gullið!“
Sport

„Við erum sem sagt að fara að taka gullið!“

Stefán Pálsson vill stilla væntingum gagnvart EM í hæstu hæðir
Ekkert HM eftir klúðursleik Íslands
Sport

Ekkert HM eftir klúðursleik Íslands

Amorim látinn taka pokann sinn
Sport

Amorim látinn taka pokann sinn

Liverpool-goðsögnin Ian Rush fluttur á gjörgæslu
Sport

Liverpool-goðsögnin Ian Rush fluttur á gjörgæslu

Víkingur Reykjavík íhugar nafnabreytingu
Sport

Víkingur Reykjavík íhugar nafnabreytingu

Birtu myndband af magnaðri ræðu Heimis Hallgrímssonar
Myndband
Sport

Birtu myndband af magnaðri ræðu Heimis Hallgrímssonar

Loka auglýsingu