1
Fólk

Ragga nagli varar við „földum faraldri“

2
Innlent

MAST hvetur fólk til að farga grænmetisbollum og buffi

3
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins hæðist að erlendum nemendum

4
Innlent

Þrír sendir á spítala eftir slys

5
Fólk

Selja einbýli með stórbrotnu útsýni

6
Heimur

Lík ungs ferðamanns fannst á Lanzarote

7
Innlent

Þorgerður Katrín sökuð um hræsni í minningarfærslu um helförina

8
Innlent

Helgi neitar að hafa brotið kynferðislega gegn barni en játar á sig vændiskaup

9
Innlent

Saka dómsmálaráðherra um lygar í máli rússneskrar fjölskyldu

10
Fólk

Glúmur fagnar hopi jökla

Til baka

Vignir Vatnar sigraði stórmeistarann Magnus Carlsen í netskák

„Ég er helvíti ánægður“

magnus carlsen vignir vatnar
Magnus og Vignir VatnarVignir hafði betur gegn Magnusi.
Mynd: Samsett

Íslenski stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson hafði betur gegn hinum norska stórmeistara Magnusi Carlsen á skákmóti á netinu í gærkvöldi. Skákin fór fram í Titled Tuesday, vikulegu skákmóti sem Chess.com heldur utan um. RÚV segir frá sigrinum.

Með þessum sigri varð Vignir fyrsti Íslendingurinn til að vinna Carlsen frá árinu 2011. Carlsen, sem varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2013 og hefur alls fimm sinnum hampað titlinum, er víða talinn einn fremsti skákmaður heims.

Vignir Vatnar, fæddur árið 2003, er yngsti stórmeistari Íslands en hann varð stórmeistari árið 2023. Hann er einn af sautján Íslendingum sem hlotið hafa þann titil.

Í viðtali við Vísi lýsti Vignir ánægju sinni með sigurinn: „Ég vann hann og í þokkabót er þetta fyrsta skipti sem ég tefli við hann þannig ég er helvíti ánægður með 1-0 skorið mitt á móti honum!“

Skák þeirra þótti óvenjuleg þar sem staðan var ekki Vigni Vatnari í hag snemma í taflinu. Hann benti einnig á að Carlsen hefði áður tapað gegn Íslendingum í netskák, en ekki síðan 2011.

Carlsen trónir enn á toppi ELO-styrkleikalistans með 2837 stig, en Hikaru Nakamura fylgir fast á eftir með 2804 stig. Vignir er með 2536 ELO stig og er í 398. sæti á heimsvísu.

Vignir endaði í 50. sæti í mótinu að þessu sinni, en besti árangur hans hingað til er 10. sæti. Heildarverðlaun í mótinu nema 635.000 krónum, þar af fær sigurvegarinn 127.000 krónur.

Japanski stórmeistarinn Hikaru Nakamura hefur unnið Titled Tuesday oftast eða 70 sinnum, með Carlsen næstan á eftir með 29 sigra.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu
Fólk

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu

„Það er mér heiður og gleði“
Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM
Pólitík

Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið
Innlent

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið

Jóhann hleypir aðdáendum á bakvið tjöldin
Myndband
Menning

Jóhann hleypir aðdáendum á bakvið tjöldin

„Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“
Pólitík

„Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu
Myndir
Fólk

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu

Fórnarlamb flutt á slysadeild eftir árás
Innlent

Fórnarlamb flutt á slysadeild eftir árás

MAST hvetur fólk til að farga grænmetisbollum og buffi
Innlent

MAST hvetur fólk til að farga grænmetisbollum og buffi

Strákarnir okkar komnir í undanúrslit
Sport

Strákarnir okkar komnir í undanúrslit

Helgi neitar að hafa brotið kynferðislega gegn barni en játar á sig vændiskaup
Innlent

Helgi neitar að hafa brotið kynferðislega gegn barni en játar á sig vændiskaup

Nítján ára áhrifavaldur skotinn til bana í Íran
Myndband
Heimur

Nítján ára áhrifavaldur skotinn til bana í Íran

Sport

Strákarnir okkar komnir í undanúrslit
Sport

Strákarnir okkar komnir í undanúrslit

Íslenska karlalandsliðið rústaði því slóvenska í EM í handbolta.
Amorim látinn taka pokann sinn
Sport

Amorim látinn taka pokann sinn

Eltingaleikur Íslands endaði með svekkjandi jafntefli
Sport

Eltingaleikur Íslands endaði með svekkjandi jafntefli

Mun íslenska landsliðið lenda í einu af efstu fjórum sætunum á EM?
Könnun
Sport

Mun íslenska landsliðið lenda í einu af efstu fjórum sætunum á EM?

„Við erum sem sagt að fara að taka gullið!“
Sport

„Við erum sem sagt að fara að taka gullið!“

Loka auglýsingu