1
Pólitík

Inga brast í grát á Alþingi

2
Menning

Misþyrming á Selfossi

3
Peningar

Snjallsímum velt úr sessi sem jólagjöf ársins

4
Heimur

Einn látinn eftir slys á Tenerife

5
Innlent

Drífa Kristín metin hæfust

6
Pólitík

Hanna Katrín skipar nýja stjórn

7
Innlent

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku

8
Innlent

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu

9
Heimur

Jeffrey Epstein: Donald „eyddi klukkutímum í húsi mínu með fórnarlambi mansals“

10
Pólitík

„Enginn andmælti því að það eigi að frelsissvipta fólk sem hefur ekkert gert af sér“

Til baka

Vignir Vatnar sigraði stórmeistarann Magnus Carlsen í netskák

„Ég er helvíti ánægður“

magnus carlsen vignir vatnar
Magnus og Vignir VatnarVignir hafði betur gegn Magnusi.
Mynd: Samsett

Íslenski stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson hafði betur gegn hinum norska stórmeistara Magnusi Carlsen á skákmóti á netinu í gærkvöldi. Skákin fór fram í Titled Tuesday, vikulegu skákmóti sem Chess.com heldur utan um. RÚV segir frá sigrinum.

Með þessum sigri varð Vignir fyrsti Íslendingurinn til að vinna Carlsen frá árinu 2011. Carlsen, sem varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2013 og hefur alls fimm sinnum hampað titlinum, er víða talinn einn fremsti skákmaður heims.

Vignir Vatnar, fæddur árið 2003, er yngsti stórmeistari Íslands en hann varð stórmeistari árið 2023. Hann er einn af sautján Íslendingum sem hlotið hafa þann titil.

Í viðtali við Vísi lýsti Vignir ánægju sinni með sigurinn: „Ég vann hann og í þokkabót er þetta fyrsta skipti sem ég tefli við hann þannig ég er helvíti ánægður með 1-0 skorið mitt á móti honum!“

Skák þeirra þótti óvenjuleg þar sem staðan var ekki Vigni Vatnari í hag snemma í taflinu. Hann benti einnig á að Carlsen hefði áður tapað gegn Íslendingum í netskák, en ekki síðan 2011.

Carlsen trónir enn á toppi ELO-styrkleikalistans með 2837 stig, en Hikaru Nakamura fylgir fast á eftir með 2804 stig. Vignir er með 2536 ELO stig og er í 398. sæti á heimsvísu.

Vignir endaði í 50. sæti í mótinu að þessu sinni, en besti árangur hans hingað til er 10. sæti. Heildarverðlaun í mótinu nema 635.000 krónum, þar af fær sigurvegarinn 127.000 krónur.

Japanski stórmeistarinn Hikaru Nakamura hefur unnið Titled Tuesday oftast eða 70 sinnum, með Carlsen næstan á eftir með 29 sigra.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann
Innlent

Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann

AMPOP með endurkomu eftir 18 ára hlé
Menning

AMPOP með endurkomu eftir 18 ára hlé

Inga brast í grát á Alþingi
Myndir
Pólitík

Inga brast í grát á Alþingi

Jeffrey Epstein: Donald „eyddi klukkutímum í húsi mínu með fórnarlambi mansals“
Heimur

Jeffrey Epstein: Donald „eyddi klukkutímum í húsi mínu með fórnarlambi mansals“

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður
Innlent

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður

Heiðra minningu Gunnars Gunnarssonar á óvenjulegan máta
Menning

Heiðra minningu Gunnars Gunnarssonar á óvenjulegan máta

„Enginn andmælti því að það eigi að frelsissvipta fólk sem hefur ekkert gert af sér“
Pólitík

„Enginn andmælti því að það eigi að frelsissvipta fólk sem hefur ekkert gert af sér“

Einn látinn eftir slys á Tenerife
Heimur

Einn látinn eftir slys á Tenerife

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu
Innlent

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu

Drífa Kristín metin hæfust
Innlent

Drífa Kristín metin hæfust

Tárvotur Kimmel syrgir æskuvin sinn
Myndband
Heimur

Tárvotur Kimmel syrgir æskuvin sinn

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza
Innlent

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza

Sport

Tvær breytingar á hópi Arnars
Sport

Tvær breytingar á hópi Arnars

Jóhann Berg snýr aftur
Mögulegt að KSÍ kæri áhorfanda til lögreglu
Sport

Mögulegt að KSÍ kæri áhorfanda til lögreglu

Mögulegt kærumál KSÍ ennþá í skoðun
Sport

Mögulegt kærumál KSÍ ennþá í skoðun

Arne Slot heldur ró sinni þrátt fyrir fjórða tap Liverpool í röð
Sport

Arne Slot heldur ró sinni þrátt fyrir fjórða tap Liverpool í röð

Loka auglýsingu