1
Innlent

Maria tekin með tvö kíló af kóki í Leifsstöð

2
Peningar

Ótrúlegur hagnaður hjá Brimi

3
Innlent

Rúmenskir karlmenn handteknir

4
Menning

Endalausar sorgir Hauks

5
Fólk

Selja Kjartanshús á Arnarnesi

6
Heimur

Kennari ársins handtekinn fyrir að berja barn með belti

7
Minning

Daniel Cornic er látinn

8
Pólitík

Miðflokkurinn óskar eftir frambjóðendum

9
Heimur

Tveir í lífshættu eftir að bjarndýr réðst á skólahóp

10
Peningar

Rukka tvöfalt fyrir ávexti sem hafa verið skolaðir

Til baka

Vignir Vatnar sigraði stórmeistarann Magnus Carlsen í netskák

„Ég er helvíti ánægður“

magnus carlsen vignir vatnar
Magnus og Vignir VatnarVignir hafði betur gegn Magnusi.
Mynd: Samsett

Íslenski stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson hafði betur gegn hinum norska stórmeistara Magnusi Carlsen á skákmóti á netinu í gærkvöldi. Skákin fór fram í Titled Tuesday, vikulegu skákmóti sem Chess.com heldur utan um. RÚV segir frá sigrinum.

Með þessum sigri varð Vignir fyrsti Íslendingurinn til að vinna Carlsen frá árinu 2011. Carlsen, sem varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2013 og hefur alls fimm sinnum hampað titlinum, er víða talinn einn fremsti skákmaður heims.

Vignir Vatnar, fæddur árið 2003, er yngsti stórmeistari Íslands en hann varð stórmeistari árið 2023. Hann er einn af sautján Íslendingum sem hlotið hafa þann titil.

Í viðtali við Vísi lýsti Vignir ánægju sinni með sigurinn: „Ég vann hann og í þokkabót er þetta fyrsta skipti sem ég tefli við hann þannig ég er helvíti ánægður með 1-0 skorið mitt á móti honum!“

Skák þeirra þótti óvenjuleg þar sem staðan var ekki Vigni Vatnari í hag snemma í taflinu. Hann benti einnig á að Carlsen hefði áður tapað gegn Íslendingum í netskák, en ekki síðan 2011.

Carlsen trónir enn á toppi ELO-styrkleikalistans með 2837 stig, en Hikaru Nakamura fylgir fast á eftir með 2804 stig. Vignir er með 2536 ELO stig og er í 398. sæti á heimsvísu.

Vignir endaði í 50. sæti í mótinu að þessu sinni, en besti árangur hans hingað til er 10. sæti. Heildarverðlaun í mótinu nema 635.000 krónum, þar af fær sigurvegarinn 127.000 krónur.

Japanski stórmeistarinn Hikaru Nakamura hefur unnið Titled Tuesday oftast eða 70 sinnum, með Carlsen næstan á eftir með 29 sigra.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

„Fairytale“ og fjölskylduharmleikurinn
Heimur

„Fairytale“ og fjölskylduharmleikurinn

Sonur Kirsty MacColl rifjar upp banaslysið.
Fóru inn á lokað svæði verslunarkjarna til að bjarga ketti
Innlent

Fóru inn á lokað svæði verslunarkjarna til að bjarga ketti

Stjórnvöld segja Morgunblaðið stuðla að upplýsingaóreiðu
Innlent

Stjórnvöld segja Morgunblaðið stuðla að upplýsingaóreiðu

Tveir í lífshættu eftir að bjarndýr réðst á skólahóp
Heimur

Tveir í lífshættu eftir að bjarndýr réðst á skólahóp

MAST varar við listeriu í taðreyktum silungi og bleikju
Innlent

MAST varar við listeriu í taðreyktum silungi og bleikju

Vefveiðar netsvikara í nafni Skattsins
Innlent

Vefveiðar netsvikara í nafni Skattsins

Maria tekin með tvö kíló af kóki í Leifsstöð
Innlent

Maria tekin með tvö kíló af kóki í Leifsstöð

Rukka tvöfalt fyrir ávexti sem hafa verið skolaðir
Peningar

Rukka tvöfalt fyrir ávexti sem hafa verið skolaðir

Ótrúlegur hagnaður hjá Brimi
Peningar

Ótrúlegur hagnaður hjá Brimi

Kennari ársins handtekinn fyrir að berja barn með belti
Myndband
Heimur

Kennari ársins handtekinn fyrir að berja barn með belti

Miðflokkurinn óskar eftir frambjóðendum
Pólitík

Miðflokkurinn óskar eftir frambjóðendum

Selja Kjartanshús á Arnarnesi
Myndir
Fólk

Selja Kjartanshús á Arnarnesi

Sport

Víkingur Reykjavík íhugar nafnabreytingu
Sport

Víkingur Reykjavík íhugar nafnabreytingu

Íþróttasvæðið félagsins í Safamýri gæti fengið nýtt nafn
Tvær breytingar á hópi Arnars
Sport

Tvær breytingar á hópi Arnars

Birtu myndband af magnaðri ræðu Heimis Hallgrímssonar
Myndband
Sport

Birtu myndband af magnaðri ræðu Heimis Hallgrímssonar

Ekkert HM eftir klúðursleik Íslands
Sport

Ekkert HM eftir klúðursleik Íslands

Sigur Íslands aldrei í hættu
Sport

Sigur Íslands aldrei í hættu

Mainz tapar máli gegn leikmanni sem studdi Palestínu opinberlega
Sport

Mainz tapar máli gegn leikmanni sem studdi Palestínu opinberlega

Loka auglýsingu