1
Innlent

Jón Þór dæmdur fyrir barsmíðar eftir bjórhátíð

2
Pólitík

Dóru Björt hótað vegna „Græna gímaldsins“

3
Heimur

DJ Fat Tony segir frá því sem raunverulega gerðist í Beckham-brúðkaupinu

4
Innlent

Matvælastofnun varar við súkkulaðirúsínum

5
Heimur

Finnskum manni haldið í glugga- og salernislausum kjallara áratugum saman

6
Heimur

Fjölskyldan birtir niðurstöður krufningar á Renee Good

7
Innlent

Sölumaður dauðans staðinn að verki við Landakotskirkju

8
Innlent

Stjörnufullur maður valdur að umferðarslysi

9
Fólk

Selja einstaklega áhugavert hús í Garðabæ

10
Minning

Kristinn Svavarsson er fallinn frá

Til baka

Vignir Vatnar sigraði stórmeistarann Magnus Carlsen í netskák

„Ég er helvíti ánægður“

magnus carlsen vignir vatnar
Magnus og Vignir VatnarVignir hafði betur gegn Magnusi.
Mynd: Samsett

Íslenski stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson hafði betur gegn hinum norska stórmeistara Magnusi Carlsen á skákmóti á netinu í gærkvöldi. Skákin fór fram í Titled Tuesday, vikulegu skákmóti sem Chess.com heldur utan um. RÚV segir frá sigrinum.

Með þessum sigri varð Vignir fyrsti Íslendingurinn til að vinna Carlsen frá árinu 2011. Carlsen, sem varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2013 og hefur alls fimm sinnum hampað titlinum, er víða talinn einn fremsti skákmaður heims.

Vignir Vatnar, fæddur árið 2003, er yngsti stórmeistari Íslands en hann varð stórmeistari árið 2023. Hann er einn af sautján Íslendingum sem hlotið hafa þann titil.

Í viðtali við Vísi lýsti Vignir ánægju sinni með sigurinn: „Ég vann hann og í þokkabót er þetta fyrsta skipti sem ég tefli við hann þannig ég er helvíti ánægður með 1-0 skorið mitt á móti honum!“

Skák þeirra þótti óvenjuleg þar sem staðan var ekki Vigni Vatnari í hag snemma í taflinu. Hann benti einnig á að Carlsen hefði áður tapað gegn Íslendingum í netskák, en ekki síðan 2011.

Carlsen trónir enn á toppi ELO-styrkleikalistans með 2837 stig, en Hikaru Nakamura fylgir fast á eftir með 2804 stig. Vignir er með 2536 ELO stig og er í 398. sæti á heimsvísu.

Vignir endaði í 50. sæti í mótinu að þessu sinni, en besti árangur hans hingað til er 10. sæti. Heildarverðlaun í mótinu nema 635.000 krónum, þar af fær sigurvegarinn 127.000 krónur.

Japanski stórmeistarinn Hikaru Nakamura hefur unnið Titled Tuesday oftast eða 70 sinnum, með Carlsen næstan á eftir með 29 sigra.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Borgarstjóri biður Pétur afsökunar: „Hef einsett mér að gera betur“
Ný frétt
Pólitík

Borgarstjóri biður Pétur afsökunar: „Hef einsett mér að gera betur“

Hefur komist að því að hún sendi skilaboðin um Pétur Marteinsson.
Breskur ferðalangur lést þegar hann fékk stól í höfuðið
Heimur

Breskur ferðalangur lést þegar hann fékk stól í höfuðið

Heiða Björg man ekki eftir að hafa sent skilaboð um Pétur
Pólitík

Heiða Björg man ekki eftir að hafa sent skilaboð um Pétur

Farþega hent úr flugi ásamt tveimur bolabítum
Myndband
Heimur

Farþega hent úr flugi ásamt tveimur bolabítum

Finnskum manni haldið í glugga- og salernislausum kjallara áratugum saman
Heimur

Finnskum manni haldið í glugga- og salernislausum kjallara áratugum saman

JD Vance ver handtöku fimm ára hælisleitanda
Heimur

JD Vance ver handtöku fimm ára hælisleitanda

Logi og Gillz í Samfylkinguna
Slúður

Logi og Gillz í Samfylkinguna

Hjálmtýr gagnrýnir tvískinnung í utanríkisstefnu Íslands
Pólitík

Hjálmtýr gagnrýnir tvískinnung í utanríkisstefnu Íslands

Lilja María býður upp á huldar slóðir
Menning

Lilja María býður upp á huldar slóðir

DJ Fat Tony segir frá því sem raunverulega gerðist í Beckham-brúðkaupinu
Heimur

DJ Fat Tony segir frá því sem raunverulega gerðist í Beckham-brúðkaupinu

Sport

Mun íslenska landsliðið lenda í einu af efstu fjórum sætunum á EM?
Könnun
Sport

Mun íslenska landsliðið lenda í einu af efstu fjórum sætunum á EM?

Ísland hefur sigrað fyrstu tvo leiki sína örugglega
Birtu myndband af magnaðri ræðu Heimis Hallgrímssonar
Myndband
Sport

Birtu myndband af magnaðri ræðu Heimis Hallgrímssonar

„Við erum sem sagt að fara að taka gullið!“
Sport

„Við erum sem sagt að fara að taka gullið!“

Amorim látinn taka pokann sinn
Sport

Amorim látinn taka pokann sinn

Liverpool-goðsögnin Ian Rush fluttur á gjörgæslu
Sport

Liverpool-goðsögnin Ian Rush fluttur á gjörgæslu

Víkingur Reykjavík íhugar nafnabreytingu
Sport

Víkingur Reykjavík íhugar nafnabreytingu

Loka auglýsingu