Helen Ólafsdóttir hefur starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í 18 ár og starfar nú sem öryggisráðgjafi í Afríku og Miðausturlöndum. Hún vill að matvöruverslanir á Íslandi hætti að kaupa inn vörur frá Ísrael
Helen Ólafsdóttir sem hefur starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í 18 ár og starfar nú sem öryggisráðgjafi í Afríku og Miðausturlöndum segir að nú sé „kominn tími á formlega sniðgöngu“ og beinir orðum sínum til íslenskra stórverslanana í tengslum við þjóðarmorðið sem fram fer á Gaza.

Helen villað matvöruverslanir á Íslandi hætti að kaupa inn vörur frá Ísrael. Vill einfaldlega að Ísland sniðgangi vörur frá Ísrael.
Hún nefnir að nýverið hafi Co-op, ein stærsta matvöruverslunarkeðja Bretlands, alfarið hætt „að versla með vörur frá Ísrael. Þetta var ákveðið á hluthafafundi. Ákvörðunin sýnir að þegar vilji er til staðar, þá er þetta hægt. Hvers vegna geta matvöruverslanir á Íslandi ekki gert slíkt hið sama?“ spyr Helen.

Samkvæmt alþjóðalögum er það óheimilt að eiga í viðskiptum með vörur sem koma frá hernumdu landsvæði og segir Helen að Alþjóðadómstóllinn hafi „einnig staðfest að ríki hafi skyldu til að forðast hvers kyns efnahags- eða viðskiptasamstarf sem styrkir ólöglegt hernám Ísraels á palestínsku landsvæði“ og einnig að það er „ekki bara hernámið sem brýtur gegn alþjóðalögum – það er líka efnahagskerfið sem er byggt á hernáminu.“

Helen nefnir að það séu til nokkrar „lykilstaðreyndir“ um hvernig hagkerfi Ísraels byggir á arðráni og kúgun Palestínumanna og nefnir arðrán á auðlindum Palestínu; Ísrael hefur yfirráð yfir grunnvatnsbólum og ræktanlegu landi á Vesturbakkanum og notar það fyrir eigin byggðastefnu, á meðan Palestínumenn fá takmarkað aðgengi að lífsnauðsynlegum „auðlindum til landbúnaðar og framfærslu. Ísrael nýtir líka náttúruauðlindir Palestínu, svo sem steinefni, á eigin forsendum og án samþykkis.“

Helen bendir einnig á að „hernaðarvæðing hagkerfisins í Ísrael er leiðandi í framleiðslu og útflutningi vopna“ og einnig að „ný tækni er þróuð og prófuð í beinum hernaðaraðgerðum á hernumdum svæðum og síðan seld sem „bardagaprófuð“ vopn. Þessi iðnaður er orðinn burðarás í efnahag landsins og styrktur með fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum, eins og F-35 flugvélarverkefninu undir forystu Bandaríkjanna.“
Þá færir Helen það í tal að kerfisbundinni kúgun á efnahagsþróun sé beitt og að Palestínumenn búi við strangar ferðatakmarkanir, höft á viðskiptum og leyfiskerfi sem gera frumkvöðlastarfsemi nánast ómögulega:

„Að auki eru innflutningslistar og takmarkanir á fjármálum notaðar til að veikja atvinnulíf og byggja upp háð Ísraelsku hagkerfi. Þetta er stefnumarkandi „afturförarstefna“ sem dregur úr getu Palestínumanna til sjálfbærrar þróunar“ og afleiðingarnar eru „fátækt og samfélagið verður háð alþjóðlegri hjálp“ og ljær máls á því að afleiðingar þessarar „stefnu eru skelfilegar: atvinnuleysi, fátækt og sundurtættir innviðir. Einkum í Gaza hefur Ísrael kerfisbundið gjöreyðilagt hverskyns framleiðslugetu og nánast alla mikilvæga innviði.“
Helen segir Palestínumenn vara fasta í vítahring þar sem möguleikar til uppbyggingar séu stöðugt kæfðir í fæðingu og í raun sé eini kosturinn alþjóðleg aðstoð:
„Nú er fólkinu á Gaza neitað um nánast alla alþjóðlega aðstoð því Ísrael stjórnar því hvað fer inn og hvað fer út. Við berum ábyrgð líka Ísland getur og ætti að gera betur.“

Helen vill að stórar matvöruverslanir hér á landi sniðgangi vörur frá Ísrael og segir að „við getum krafist þess að íslenskar verslanir, sér í lagi stórar matvöruverslanir eins og Krónan, Nettó, Hagkaup og Bónus geri það hreinlega að yfirlýstri stefnu sinni að hafna öllum vörum frá Ísrael“ og hún vill að við „gerum eins og Co-op og setjum smá metnað í þetta“ því það sé einfaldlega „siðferðisleg skylda“ því Þá þurfi „aktívistarnir ekki að hringsóla um búðirnar ykkar í leit af vörum sem er smygglað inn undir öðrum merkjum, hvort sem það eru döðlur eða avókadó.“
Segir einfaldlega að lokum að „við eigum ekki að hagnast á þjáningu annarra. Þögn er meðábyrgð.“
Komment