Skattinum hafa borist ný gögn um útleigu vegna Airbnb sem varpa ljósi á tekjur einstaklinga vegna útleigu á íbúðum. Áður hafði fyrirtækið erlenda upplýst um leigutekjur vegna áranna 2015 til 2019. Þar kom fram við samanburð að einhverjir höfðu ekki gefið upp tekjur af leigunni.
Þeirra á meðal var Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður Ríkisútvarpsins og formaður Blaðamannafélags Íslands, sem upplýsti eftir fjölmiðlaumfjöllun að hún hefði fengið endurálagningu. Sigríður Dögg hefur ekki svarað ítrekuðum spurningum Mannlífs um stærð umræddra brota eða umfang. Þá hefur hún í engu svarað bloggaranum Páli Vilhjálmssyni sem fullyrðir að um sé að ræða tugi milljóni í skattsvikum þar sem fjórar íbúðir hafi komið við sögu. Í skrifum Sigríðar kom fram að Páll væri dæmdur maður og þá væntanlega ekki svaraverður.
Að þessu sinni ná upplýsingarnar sem Morgunblaðið kallaði eftir til áranna 2019-2022. Skatturinn upplýsir í skriflegu svari að vinnsla umræddra ganga sé á frumstigi. Jafnframt segir að í fyrra málinu hafi álögð gjöld numið 700 milljónum króna. Í níu málum hafi skattasniðganga numið yfir 10 milljónum króna. Talið er að umfang málanna hafi verið á þriðja milljarð króna.