Þriðjudagur 22. október, 2024
1.6 C
Reykjavik

Eva var í afneitun um eigin heilsu: „Smám saman fór ég að verða örvæntingarfull“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eva Katrín Sigurðardóttir læknir telur að hún eigi Íslandsmet í endurhæfingu eftir kulnun en Eva er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu greinir hún meðal annars frá því að hún hafi blindast á öðru auga og keyrt sig út. En í dag er hún á betri stað og aðstoðar fólk sem hefur lent í svipuðum aðstæðum.

„Ég bjó í Danmörku með eiginmanni mínum og þremur börnum, þar af einu pínulitlu. Ég var að klára nám í læknisfræði og maðurinn minn var í mjög krefjandi vinnu að klára sérnám og á sama tíma var ég að æfa þríþraut og undirbúa „Ironman”.  Ég hef alltaf verið mjög aktíf og viljað halda mörgum boltum á lofti. Þannig að ég kunni ekkert mikið annað til að losa streitu en að fara á æfingu og bæta í raun bara við álagið. Það hljómar eflaust furðulega fyrir marga, en þegar álagið var orðið hve mest ákvað ég til dæmis að keppa í þríþraut og „Ironman“. Ég var að vera góð mamma, eiginkona, vinkona, systir, sjá um alla og bjarga heiminum þangað til að líkaminn sagði loksins stopp. Viðvörunarbjöllurnar hjá mér voru öll þessi líkamlegu einkenni. Það er auðvelt fyrir mig að sjá þetta núna úr baksýnisspeglinum. Fyrst eitt og eitt rautt ljós, en svo bara bláar sírenur. Meltingareinkenni, hjartsláttarónot og taugaeinkenni,“ sagði Eva við Sölva í viðtalinu.

„Ég fór til alls kyns sérfræðinga vegna allra þessarra líkamlegu einkenna, en það kom aldrei neitt úr úr því og smám saman fór ég að verða örvæntingarfull. Svo færðist þetta út í mjög svæsin taugaeinkenni. Til dæmis skyntruflanir eins og náladofi og fjörfiskur, of hraður hjartsláttur og fleira. Samhæfingin fór svo að verða verri og ég fór til dæmis að eiga erfitt með að hjóla á hjóli. En svo var stóra sjokkið þegar ég missti sjónina á öðru auga og það varð bara allt svart. Svo komu fleiri sjokk, eins og þegar ég bara datt út í hádegismatnum í vinnunni og endaði á að ranka við mér í hjartalínuriti, sjálf komin í slopp, en það fannst aldrei neitt. Þarna varð ég mjög hrædd og fór heim og ákvað að hvíla mig allavega í einn dag. En svo varð einn dagur að tveimur og í heildina voru þetta 17 dagar þar sem líkaminn minn sagði alveg stopp. Þetta var orðið mjög slæmt á endanum og maðurinn minn þurfti beinlínis að halda á mér inni á klósett til að pissa. En samt var ég enn í afneitun.“

Hægt er að nálgast viðtalið hér fyrir neðan og á heimasíðu Sölva.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -