Föstudagur 25. október, 2024
0.4 C
Reykjavik

Mislingamaður reyndist vera erlendur ferðamaður: „Óbólu­sett­ir eru í hættu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir hefur áhyggjur.

Í gær fjölluðu fjölmiðlar um að komið hafi upp mislingatilfelli í manni sem hafði ferðast erlendis frá. Guðrún Aspelund hefur staðfest í samtali við mbl.is að um erlendan ferðmann sé að ræða. Hún sagðist þó ekki geta staðfest hvort maðurinn væri bólusettur eða ekki en sé fólk ekki bólusett gegn mislingum getur það orðið mjög veikt.

„Það er áhyggju­efni vegna þess að þeir sem eru óbólu­sett­ir eru í hættu að geta smit­ast ef þeir eru út­sett­ir og það geta verið al­var­leg veik­indi,“ sagði Guðrún um málið. Þá hefur þátttaka í bólusetningum minnkað undanfarin ár en aðeins 90% barna sem áttu að fá MMR-bólusetningu árið 2022 fengu hana en Guðrún segir að um 95% einstaklinga þurfi að vera bólusettir til að hægt sé að tryggja hjarðónæmi. Tölur fyrir 2023 munu liggja fyrir í lok skólaárs.

Árið 2019 komu upp níu mislingatilfelli á Íslandi en sex af þeim einstaklingum smituðust af manni sem kom frá útlöndum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -