
Sigríður Björk ríkislögreglustjóriStarf hennar er mögulega í hættu
Mynd: Stjórnarráðið
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri er ein umdeildasta manneskja Íslands um þessar mundir.
Greint var frá því fyrir stuttu að embætti ríkislögreglustjóra hafi greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra ráðgjöf 160 milljónir króna. Um er að ræða 120 reikninga sem gefnir hafa verið út á átta ára tímabili
Þórunn Óðinsdóttir er eini eigandi fyrirtæksins og verslaði hún, fyrir hönd ríkisstjóra, í Jysk fyrir sjö milljónir en eiginmaður Þórunnar er stjórnarformaður Jysk.
Sigríður hefur sagt að hún hafi gert mistök að bjóða ekki út þau verkefni sem Intra sinnti en talið er að Sigríður eigi í hættu að vera vikið úr embætti vegna málsins.
Mannlíf vill vita hvað lesendum finnst um málið og er hægt að taka könnun um málefnið hér fyrir neðan.
Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment