1
Peningar

Gísli Marteinn og félagar tapa peningum

2
Fólk

Selja dekurhús ömmu og afa

3
Innlent

Alma vill kaupa sérhæfðan sjúkrabíl

4
Innlent

Akureyringur dæmdur fyrir furðulega vopnaeign

5
Innlent

Fluttur á viðeigandi sjúkrastofnun

6
Innlent

Margrét Löf fór inn bakdyramegin í héraðsdóm

7
Innlent

Fékk glerbrot í hrásalatinu

8
Heimur

Trump kallaði fréttakonu svín

9
Innlent

Bryndís tekur við embætti Hauks

10
Kynning

„Eins einmanalegt og maður leyfir því að vera“

Til baka

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu

Félagsmenn félagsins Ísland Palestínu mótmæla við stjórnarráðið
Magga Stína
Mynd: Víkingur

Aðfaranótt 8.október 2025 var áhöfn skipsins Conscience og átta annarra báta sem sigldu undir merkjum Frelsisflotans (e.Freedom Flotilla) áleiðis til Gaza rænt af Ísrael á alþjóðlegu hafsvæði. Þeirra á meðal er móðir okkar, systir og dóttir, Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína. Þeim er nú siglt áleiðis til Ashdod hafnar, en við höfum misst allt samband við Möggu Stínu og aðra skipverja. 

Við fjölskyldan biðlum til íslenskra stjórnvalda að beita sér með öllum mætti fyrir því að ísraelsk yfirvöld leysi hana úr haldi tafarlaust, sem og aðra í áhöfn Frelsisflotans.

Um borð í The Conscience, skipinu sem Margrét Kristín sigldi með, voru hátt í hundrað heilbrigðisstarfsmenn, blaðamenn og friðarsinnar í fullkomlega lögmætum erindagjörðum: að koma neyðaraðstoð og heilbrigðisstarfsfólki til þjáðra og sveltandi íbúa Gaza. Um borð voru lífsnauðsynjar á borð við lyf, hjúkrunarvörur og mataraðstoð upp á 13 milljónir króna, hjálpargögn sem er kerfisbundið haldið frá Gazasvæðinu af ísraelskum stjórnvöldum.

Ísrael stendur engin ógn af þeim skipum sem sigla merkjum Frelsisflotans. Engu að síður hafa ísraelsk stjórnvöld gert skipin sem á undan sigldu upptæk með ofbeldi og ógnunum, rænt skipverjum og fargað matvælum og lyfjum sem um borð voru. Fréttir bárust í kjölfarið af illri meðferð Ísraels á fólkinu sem haldið er í Ktzi’ot-fangelsinu. Þeim hefur verið misþyrmt, neitað um næringu, vatn, svefn og lífsnauðsynleg lyf tekin af þeim. Mannréttindi þeirra eru virt að vettugi, rétt eins og Ísrael hefur virt mannréttindi palestínsku þjóðarinnar að vettugi allt frá byrjun hernáms og þjóðarmorðs Ísraels í Palestínu. 

Áhyggjur okkar fjölskyldu Möggu Stínu og vina hennar eru eðlilega miklar af framvindu mála. Einkum þegar hugað er að þeirri meðferð sem hún kemur að öllum líkindum til með að verða fyrir af hendi Ísraelshers. 

Við skorum á íslensku ríkisstjórnina og almenning að fordæma ólöglega handtöku Ísraela á almennum borgurum og krefjast þess að allir sjálfboðaliðar verði látnir lausir tafarlaust.

Elsa María Blöndal
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
Sólveig Hauksdóttir,
dóttir, systir og móðir Möggu Stínu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Birtu myndband af magnaðri ræðu Heimis Hallgrímssonar
Myndband
Sport

Birtu myndband af magnaðri ræðu Heimis Hallgrímssonar

Í athugasemdum segist fólk hafa fengið gæsahúð við áhorfið
Einn færasti tónlistarmaður Íslands kominn í starf hjá Þjóðkirkjunni
Innlent

Einn færasti tónlistarmaður Íslands kominn í starf hjá Þjóðkirkjunni

Margrét Löf fór inn bakdyramegin í héraðsdóm
Innlent

Margrét Löf fór inn bakdyramegin í héraðsdóm

Trump kallaði fréttakonu svín
Myndband
Heimur

Trump kallaði fréttakonu svín

Alma vill kaupa sérhæfðan sjúkrabíl
Innlent

Alma vill kaupa sérhæfðan sjúkrabíl

Akureyringur dæmdur fyrir furðulega vopnaeign
Innlent

Akureyringur dæmdur fyrir furðulega vopnaeign

„Auðvitað fer maður að hugsa það versta“
Fólk

„Auðvitað fer maður að hugsa það versta“

„Eins einmanalegt og maður leyfir því að vera“
Viðtal
Kynning

„Eins einmanalegt og maður leyfir því að vera“

Selja dekurhús ömmu og afa
Myndir
Fólk

Selja dekurhús ömmu og afa

Gísli Marteinn og félagar tapa peningum
Peningar

Gísli Marteinn og félagar tapa peningum

Bryndís tekur við embætti Hauks
Innlent

Bryndís tekur við embætti Hauks

Fluttur á viðeigandi sjúkrastofnun
Innlent

Fluttur á viðeigandi sjúkrastofnun

Fékk glerbrot í hrásalatinu
Innlent

Fékk glerbrot í hrásalatinu

Skoðun

Hvað er til bragðs að taka?
Skoðun

Margrét Kristín Blöndal

Hvað er til bragðs að taka?

Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna

Spillingin sem þrífst innan valdakerfisins
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Spillingin sem þrífst innan valdakerfisins

Fólkið sem vildi verða fangaverðir - Að vera þingmaður 13. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Fólkið sem vildi verða fangaverðir - Að vera þingmaður 13. kafli

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu
Skoðun

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu

Tryggið öryggi Frelsisflotans
Skoðun

Félagið Ísland - Palestína

Tryggið öryggi Frelsisflotans

Loka auglýsingu