Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að tilkynnt hafi verið um einstakling sem greiddi ekki fyrir far sitt á leigubifreið. Viðkomandi var kærður fyrir fjársvik.
Höfð voru afskipti af nokkrum ökumönnum sem óku undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þeir voru látnir lausir eftir blóðsýnatöku.
Skráningarmerki fimm bifreiða voru fjarlægð ýmist vegna aðalskoðunar eða trygginga.
Tilkynnt var um eld í ökutæki í Kópavogi. Ökutækið var alelda þegar lögreglu bar að og hófst vinna ásamt slökkviliði að slökkva eldinn. Málið er í rannsókn.
Þrír aðilar voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á 129, 125 og 130 km/klst þar sem hámarkshraði vegar er 90 km/klst. Ökumennirnir eiga yfir höfði sér sekt.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment