1
Innlent

Barn flutt á bráðamóttökuna

2
Fólk

Dóninn á barnum varð síðar formaður verkalýðsfélags

3
Innlent

Friðrik fór inn á athafnasvæði lögreglu án leyfis

4
Heimur

Hanna var mögulega handtekin daginn áður en hún hvarf

5
Fólk

Hús sem hefur séð fleiri hnébeygjur en fermingar til sölu

6
Heimur

Karlmaður reyndi að koma látinni konu í flug á Tenerife

7
Innlent

MAST varar við salmonellukjúklingi

8
Fólk

Þekktasti tengdasonur Íslands dásamar íslenska náttúru

9
Peningar

Útvarpsmaðurinn Þór Bæring stofnar fyrirtæki

10
Innlent

Félag borgarfulltrúa fer í mál við Reykjavík

Til baka

Alexandra lætur Trump finna til tevatnsins

„Ég er náttúrulega löngu hætt að vera hissa á því hvað þetta sé hrikalegur og vitlaus maður.“

Alexandra Briem.
Ljósmynd: Facebook
Alexandra BriemAlexandra er afar ósátt við orð Bandraíkjaforseta

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, lætur Donald Trump Bandaríkjaforseta harðlega finna fyrir því í Facebook-færslu í kjölfar ummæla hans um formann landsstjórnar Grænlands. Þar segir hún algjörlega galið að forseti sem hafi haft áform um að taka yfir Grænland í meira en ár viti ekki einu sinni hver leiðtogi landsins sé.

„Ég er náttúrulega löngu hætt að vera hissa á því hvað þetta sé hrikalegur og vitlaus maður. En það er alveg galið að vera búinn að vera með það á heilanum í meira en ár að taka yfir Grænland, með öllum ráðum og hvað sem Grænlendingum sýnist, og vita ekki einu sinni hver er formaður Landsstjórnar Grænlands,“ skrifar Alexandra og bætir við að slíkar upplýsingar ættu að vera sjálfsagðar: „Myndi það ekki hljóta að vera í fyrsta upplýsingapakkanum sem maður skoðaði við að pæla í þessu? Eða amk. vera reglulega nefnt þegar verið væri að skoða sviðsmyndir eða velta upp möguleikum?“

Hún segir þetta lýsandi fyrir vinnubrögð Trump og hvernig hann nálgist ákvarðanatöku. „Staðreyndin er náttúrulega að hann skoðar hvorki upplýsingapakka né pælir í sviðsmyndum eða hlustar á kynningar eða ræðir hlutina á dýptina. Hann segir bara hvaða vitleysu sem honum dettur í hug,“ skrifar hún.

Alexandra vitnar beint í nýleg ummæli Trump, sem féllu þegar hann var spurður út í yfirlýsingu Jens-Frederik Nielsens, formanns landsstjórnar Grænlands. Nielsen hafði sagt að ef velja þyrfti milli Bandaríkjanna og Danmerkur myndi Grænland ávallt standa með Danmörku.

„Trump forseti var svo spurður að því í nótt hvað honum fyndist um nýjustu yfirlýsingu Jens-Frederik Nielsens, formanns grænlensku landsstjórnarinnar. Nielsen lýsti því yfir að ef valið þyrfti að standa á milli Bandaríkjanna og Danmerkur yrði Danmörk ávallt fyrir valinu,“ skrifar Alexandra áður en hún birtir orð forsetans orðrétt:

„Það er hans vandamál. Ég er ósammála honum. Ég veit ekki hver hann er og ég veit ekkert um hann. En þessi afstaða verður stórt vandamál fyrir hann,“ sagði Bandaríkjaforseti í gær, spurður út í ummæli Nielsens.

Að mati Alexöndru undirstrika þessi orð alvarleika málsins og þá ábyrgðarleysi sem hún segir einkenna forseta Bandaríkjanna þegar kemur að alþjóðamálum og samskiptum við önnur ríki.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Glúmur minnist föðurafa síns
Fólk

Glúmur minnist föðurafa síns

„Gaf allt sitt fyrir kjör verkafólks þótt það bitnaði á hans eigin fjölskyldu.“
Matvælastofnun varar við neyslu á þekktu tei
Innlent

Matvælastofnun varar við neyslu á þekktu tei

Karlmaður beitti sambýliskonu hrottalegu ofbeldi
Innlent

Karlmaður beitti sambýliskonu hrottalegu ofbeldi

Bleikjuseiði sluppu úr keri við Tálknafjörð
Landið

Bleikjuseiði sluppu úr keri við Tálknafjörð

Þekktasti tengdasonur Íslands dásamar íslenska náttúru
Myndband
Fólk

Þekktasti tengdasonur Íslands dásamar íslenska náttúru

Kristján segist ekki vera „rasisti“
Fólk

Kristján segist ekki vera „rasisti“

Danskt herskip mætt á Seyðisfjörð
Landið

Danskt herskip mætt á Seyðisfjörð

Selja einstakt einbýlishús með óviðjafnanlegu Esjuútsýni
Myndir
Fólk

Selja einstakt einbýlishús með óviðjafnanlegu Esjuútsýni

„Umræða án virðingar er ekki frjáls umræða“
Innlent

„Umræða án virðingar er ekki frjáls umræða“

Karlmaður reyndi að koma látinni konu í flug á Tenerife
Heimur

Karlmaður reyndi að koma látinni konu í flug á Tenerife

Hlustaði ekki á lögreglumenn
Innlent

Hlustaði ekki á lögreglumenn

Hanna var mögulega handtekin daginn áður en hún hvarf
Myndband
Heimur

Hanna var mögulega handtekin daginn áður en hún hvarf

Pólitík

Alexandra lætur Trump finna til tevatnsins
Pólitík

Alexandra lætur Trump finna til tevatnsins

„Ég er náttúrulega löngu hætt að vera hissa á því hvað þetta sé hrikalegur og vitlaus maður.“
Skálað í rjúkandi heitu súkkulaði með rjóma
Pólitík

Skálað í rjúkandi heitu súkkulaði með rjóma

Kristrún varar við sundrungu í umræðu um innflytjendamál
Pólitík

Kristrún varar við sundrungu í umræðu um innflytjendamál

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar
Pólitík

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar

„Bless bless Samfylking“
Pólitík

„Bless bless Samfylking“

Birta lista yfir stuðningsmenn Heiðu borgarstjóra
Pólitík

Birta lista yfir stuðningsmenn Heiðu borgarstjóra

Loka auglýsingu