
Mynd: Lára Garðarsdóttir
Alvarlegt umferðarslys varð á Miklubraut til vesturs um hálfníuleytið í morgun.
Miklabraut er af þeim ástæðum lokuð til vesturs frá Skeiðarvogi.
Lögreglan segir í tilkynningu til fjölmiðla að ekki sé vitað hversu lengi lokunin mun standa yfir. Þá getur lögreglan ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment