1
Innlent

Árni Viljar rak ísraelska hermenn af skemmtistað í Reykjavík

2
Heimur

Maður lést þegar hann varð fyrir fjölda bíla á Tenerife

3
Innlent

Þjóðverji nauðlenti fyrir framan gönguhóp á Fimmvörðuhálsi

4
Pólitík

Segir að Þórarinn ætti að skammast sín fyrir dómsdagsþvaður á þingi

5
Pólitík

Sigmundur Davíð talaði fyrir tómum þingsal í nótt

6
Innlent

Þó nokkur viðbúnaður eftir árekstur á Sundlaugavegi

7
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

8
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

9
Fólk

Michael Douglas varar við hnignandi lýðræði

10
Innlent

Tveir sluppu ómeiddir eftir bílbruna á Öxi

Til baka

Árni Viljar rak ísraelska hermenn af skemmtistað í Reykjavík

„Við erum friðarher“

Árni Viljar Árnason
Árni Viljar ÁrnasonÁrni styður málstað Palestínu.
Mynd: Aðsend

Árni Viljar Árnason rakst á tvo ísraelska hermenn í miðbæ Reykjavíkur á fimmtudagskvöld og rak þá út af skemmtistað.

Mennirnir tveir voru í sumarleyfi hér á landi en þeir voru með Kippah á höfðinu með ásaumaðri Davíðsstjörnu. Árni Viljar, sem er mikill andstæðingur þjóðarmorðins sem Ísraelar fremja á Gaza, segist í samtali við Mannlíf hafa verið á skemmtistað á fimmtudagskvöld og séð tvo unga menn með Kippah koma inn á staðinn. Í fyrstu segist hann hafa ætlað að spyrja þá kurteisislega hvort þeir væru gyðingar eða Zíónistar, enda mikill munur þar á. Honum hafi þó þótt svarið liggja beinast við og brá því á annað ráð.

„Þetta gerist allt mjög hratt þannig séð, en þetta byrjaði í rauninni þannig að ég er að labba út af tónleikum og í hurðinni mæti ég tveim mönnum og sé að þeir eru báðir með Kippah á hausnum með útsaumaða Davíðsstjörnu á. Ef þeir hefðu ekki verið svona svakalega stoltir hefði ég nú bara borið mig á tal við þá og spurt þá vinalega hvort þeir væru gyðingar eða zíónistar en mér fannst svarið frekar augljóst, bæði vegna hvernig Kippah þeir voru með og hvernig þeir báru sig,“ segir Árni Viljar í skriflegu svari til Mannlífs.

Segist hann því hafa snúið sér við og rekið þá á dyr.

„Þannig að ég sný við inni á staðinn aftur og geng fyrir framan þá og spyr hvaðan þeir séu og þeir segjast vera frá Ísrael og þá bendi ég þeim á að þeir séu hvergi velkomnir og svona hálf partinn bola þeim út.“

Árni Viljar segir þá hafa farið í fórnarlambagírinn og kallað hann gyðingahatara. Svo tóku leikar að æsast.

„Þá fara þeir auðvitað í algjöran fórnalambaleik, kalla mig gyðingahatara, anti semitic og fleira. Svo tryllist annar þeirra og vill slást, sem ég viðurkenni að ég var alveg til í, en hinn gerði sér grein fyrir því að þeir eru ekkert nema rottur þegar þeir halda ekki á byssum til að drepa börn og dregur vin sinn í burtu. Á þeim tímapunkti benti ég þeim á einmitt það og sagði þeim að halda áfram að hlaupa. Meira var það ekki í okkar samskiptum.“

Hjón sem Árni Viljar hitti á staðnum eftir atvikið, sagðist hafa séð mun fleiri menn með eins Kippah á höfðinu í bænum. Þá hafi kunningi hans sem starfar á Keflavíkurflugvelli sagt að fjölmargir hermenn frá Ísrael séu á landinu í leyfi.

„En svo þakka hjón inn á staðnum mér fyrir að hafa þorað að segja eitthvað og reka þá burt og segja mér að þau séu búin að sjá fullt af mönnum með svona Kippah í bænum. Daginn eftir að ég birti myndbandið sem vinkona mín tók upp fæ ég skilaboð frá kunningja sem starfar á KEF og segir mér að það séu fullt af IDF hermönnum hér í leyfi „frá stríðinu,“ segir Árni og bætir við: „Sem er jú vissulega þekkt innan IDF, að fara í andlegt frí. Það er nefnilega svo erfitt á sálina að leika sér að þvi að drepa saklaus börn og fólk.“

Aðspurður hvort mennirnir hafi játað fyrir honum að þeir væru í hernum segir Árni þá hafa sagt á einhverjum tímapunkti „Við erum friðarher“. Þess skal getið að almenn herskylda er í Ísrael frá 18 ára aldri.

Myndband af atvikinu
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Putin
Heimur

Rússneskir embættismenn og háttsettir stjórnendur falla eins og flugur

Yfirferð yfir þann fjölda rússneskra embættismanna og stjórnenda sem hafa látið lífið síðustu þrjú árin
Hildur Sverrisdóttir
Pólitík

„Hvað er að gerast á Alþingi?“

Hraðbrautin á Tenerife
Heimur

Maður lést þegar hann varð fyrir fjölda bíla á Tenerife

Stella Thompson
Myndband
Heimur

Þrettán ára stúlka lýsir skelfilegri reynslu í flóðunum í Texas

Alþingi í alla nótt
Pólitík

Sigmundur Davíð talaði fyrir tómum þingsal í nótt

Israel Katz varnarmálaráðherra Ísraels og Benjamin Netanyahu
Heimur

Ísraelar kynna lokalausn fyrir Gaza-búa

Árekstur
Innlent

Þó nokkur viðbúnaður eftir árekstur á Sundlaugavegi

Árás Rússa
Heimur

Rússar segjast hafa náð fótfestu í nýju úkraínsku héraði

Þórarinn Ingi Pétursson
Pólitík

Segir að Þórarinn ætti að skammast sín fyrir dómsdagsþvaður á þingi

Lögreglurmaður
Innlent

Áhugi á lögreglufræðum eykst og metfjöldi nýnema sækir um

Jeffrey Epstein
Heimur

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

Jóhann Páll ráðherra
Landið

Leggur til að Garpsdalur fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar

Meint jarðsprengja
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

Innlent

Árni Viljar Árnason
Innlent

Árni Viljar rak ísraelska hermenn af skemmtistað í Reykjavík

„Við erum friðarher“
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

Árekstur
Innlent

Þó nokkur viðbúnaður eftir árekstur á Sundlaugavegi

Lögreglurmaður
Innlent

Áhugi á lögreglufræðum eykst og metfjöldi nýnema sækir um

Meint jarðsprengja
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

Sveinn Rúnar Hauksson
Innlent

„Þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn“

Loka auglýsingu