1
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

2
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

3
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

4
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

5
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

6
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

7
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

8
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

9
Innlent

Líkamsárás í Laugardal

10
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Til baka

Þingkonan þreytuleg í ræðustól

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, tók þátt í umræðu um leigubílaakstur eftir langan dag.

aslaugarna
Áslaug Arna í ræðustól.Þingkonan þótti nokkuð þreytuleg.
Mynd: Alþingi

Myndband af ræðu þingmannsins Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur síðastliðið þriðjudagskvöld hefur gengið á milli fólks á samfélagsmiðlum. Þar sést þingkonan blanda sér í umræður í ræðustól á Alþingi um frumvarp um leigubílaakstur. Störf þingsins teygðu sig inn í kvöldið frá miðjum degi og var þeim lokið skömmu fyrir miðnætti.

Mikið álag hefur verið á þingmönnum vegna komandi þingfrestunar. Þingmenn vinna nú að því að ljúka vinnu fyrir sumarfrí, sem áætlað er að hefjist 13. júní. Aðeins 11 starfsdagar eru eftir á þingi fram að því, samkvæmt starfsáætlun. Klukkan var orðin tíu mínútur gengin í 11 þegar Áslaug Arna steig þreytuleg í ræðustól. Að baki henni reis úr sæti Ingvar Þóroddsson, annar varaforseti Alþingis, til að kynna hana í pontu.

Áslaug Arna hafði fyrr um daginn birt af sér mynd á Instagram sitjandi með vinkonu sinni, fyrrverandi lögfræðingi í dómsmálaráðuneytinu, við spilið backgammon í bakgarði Jómfrúarinnar við Lækjargötu, með hvítvínsglas sér við hlið, síðla seinni parts.

Hitabylgja hefur riðið yfir landið síðustu daga og í sjálfvirkri mælingu Veðurstofunnar í Hljómskálagarðinum, sem næst er miðborg Reykjavíkur, náði hitastigið 16,7 gráðum klukkan 15 í hægri, breytilegri átt og heiðskíru. Var hiti enn 14 gráður í bakgarðinum þegar skuggi náði þar yfir klukkan 19 þann daginn.

Frumvarp ríkisstjórnar var lagt fram af Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra og gengur það að hluta gegn lögum sem sett voru í tíð fyrri ríkisstjórnar, sem Áslaug Arna var aðili að og átti að auka frelsi í leigubílaakstri, með umdeildum afleiðingum.

Áslaug Arna
Áslaug Arna SigurbjörnsdóttirÞingkonan birti mynd af sér með drykk á þriðjudag áður en hún hélt áfram þingstörfum.
Mynd: Instagram-skjáskot
Ræða Áslaugar á þingiÁ þriðjudagskvöldinu kvaddi Áslaug Arna sér máls og undraðist fjarveru ráðherra.

Áslaug Arna vakti snemma athygli á stjórnmálaferli sínum með baráttu fyrir rýmkun á sölu áfengis. Sem formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, tjáði sig í viðtali við Fréttatímann 2013, um að ef fólk vildi fá sér rauðvín með steik eða hvítvín með humri ætti það að geta farið út í verslun, sama á hvaða tíma dags, og keypt vínið. Ummælin vöktu mikla athygli og umræðu um stefnu Sjálfstæðisflokksins, ekki síst vegna forgangsröðunar samtímis og uppgjör vegna efnahagshruns stóð yfir.

Áfengisneysla þingmanna á dögum þar sem þingfundir standa yfir hafa hins vegar verið viðkvæmt umræðuefni. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, baðst afsökunar í upphafi þingfundar árið 2009 á þeim „mistökum“ að hafa drukkið léttvín áður en hann mætti á Alþingi, en þar hélt hann ræðu sem vakti athygli af sökum framsögunnar. Hann kvaðst þó hafa drukkið en ekki kennt áhrifa.

Áslaug Arna hefur ekki svarað fyrirspurn Mannlífs um efnið.

Breytingar eru að verða á högum Áslaugar Örnu. Hún bauð sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi í byrjun mars. Rúmlega tveimur mánuðum fyrr hafði Áslaug vakið landsathygli þegar hún bjargaði matargesti frá köfnun á veitingastaðnum Kastrup við Hverfisgötu, með beitingu Heimlich-aðferðarinnar. Í framboðsræðu sinni fyrir landsfundi nefndi Áslaug að sitjandi ríkisstjórn stæði á öndinni, en kynni ekki Heimlich-aðferðina.

Veitingastaðurinn Kastrup var síðan innsiglaður í byrjun maí vegna skattaskuldar og gestum vísað út frá hálfkláruðum máltíðum. Svo vildi til að sama dag tilkynnti Áslaug Arna um tímabundið brotthvarf sitt úr stjórnmálum.

Ingvar Þórddsson, annar varaforseti þingsins, átti eftir að koma við sögu í fréttaflutningi þegar hann tilkynnti í morgun að hann hefði tekið sér frí frá þingstörfum til að sækja sér áfengismeðferð á meðferðarheimilinu Vogi.

Áslaug tapaði naumlega formannskosningunni og flytur til New York í sumarlok til náms í opinberri stjórnsýslu og alþjóðaleiðtogafræðum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu
Myndband
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

„Ég var punchline á 300 manna viðburði fyrir nemendur lagadeildarinnar.“
Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu
Myndband
Heimur

Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu
Myndir
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

Þykir ekki hafa staðið sig vel í vinnu af landsmönnum.
Jóhann Páll skipar nýjan formann
Pólitík

Jóhann Páll skipar nýjan formann

Björn Leví hefur trú á Sjálfstæðisflokknum
Pólitík

Björn Leví hefur trú á Sjálfstæðisflokknum

Viktor Orri hæðist að Snorra Mássyni
Pólitík

Viktor Orri hæðist að Snorra Mássyni

Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ætla gera betur
Pólitík

Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ætla gera betur

Segir evruna vera „eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag“
Pólitík

Segir evruna vera „eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag“

Loka auglýsingu