1
Innlent

Ert þú sammála ákvörðun RÚV um að taka ekki þátt í Eurovision?

2
Minning

Þórir Þorsteinsson er fallinn frá

3
Heimur

Líkfundur á Kanarí

4
Heimur

Rússar með dulda hótun um þriðja heimstyrjöld

5
Innlent

Tveir ákærðir fyrir að stela rándýrum verkfærum

6
Minning

Eiríkur Stefán Eiríksson er látinn

7
Peningar

Heimili Einars Ben selt fyrir 445 milljónir

8
Heimur

Dauði Yusuf litla vekur kröfu um nýjar reglur í bráðaþjónustu

9
Innlent

Ekið á brú í Breiðholti

10
Pólitík

Helga Vala gagnrýnir málþóf um kílómetragjald

Til baka

Átta mánaða stúlka lést af völdum kulda

Ísraelskir sjónvarpsmenn gerðu grín að vetrarstorminum á Gaza

Gaza
Allt á flotiStormurinn Byron gerir Gaza-búum lífið leitt
Mynd: OMAR AL-QATTAA / AFP

Átta mánaða stúlka, Rahaf Abu Jazar, lést af völdum kulda í tjaldabúðum í Khan Younis á Gaza, þegar vatn safnaðist inn í tjald fjölskyldunnar í mikilli rigningu og roki. Læknar sögðu við Reuters að barnið hefði dáið úr kulda eftir að vatn flæddi í tjald þeirra.

Móðir hennar, Hejar Abu Jazar, lýsti atvikinu: „Þegar við vöknuðum sáum við að rigningin var yfir henni og vindurinn á hana, og barnið dó skyndilega úr kulda,“ sagði hún. „Það var ekkert að henni. Ó, eldurinn í hjarta mínu, eldurinn í hjarta mínu, elsku líf mitt,“ sagði hún grátandi.

Samkvæmt borgaravörnum á Gaza flæddu flest tjaldsvæði um allt svæðið vegna stormsins og bárust björgunarteymum yfir 2.500 hjálparköll frá Palestínumönnum sem festust í vatni, drullu og kulda.

Stormurinn magnast – fólk flýr tjaldsvæði

Veðurfræðingar segja að stormurinn, Byron að nafni, sé orðinn enn snarpari. Vindhraði er nú 40–50 km/klst en gæti náð allt að 80 km/klst þegar verst lætur.

Þúsundir fjölskyldna sem hafa misst heimili sín hafa sett upp tjöld nærri hafnarsvæðinu í Gaza-borg. Mörg þeirra eru aðeins haldin uppi af slitnum reipum, plastplötum og veikbyggðum staurum og þola illa venjulegt veður, hvað þá aftakaveður.

Að sögn fréttamanna yfirgáfu margir tjaldsvæðið á síðustu mínútum í þeirri von að finna skjól í einhverjum byggingum í borginni, að minnsta kosti yfir nóttina.

„Önnur vídd þjáninga“

Forstjóri UNRWA, Philippe Lazzarini, sagði á samfélagsmiðlum að „Stormurinn Byron haldi Gaza í heljargreipum“. Hann varaði við því að flóð, skemmdir og aukin heilsufarsáhætta bættu „annarri vídd þjáninga“ ofan á þegar gífurlegan vanda hundruð þúsunda Palestínumanna í bráðabirgðaskýlum.

UNRWA hefur í marga mánuði hvatt Ísrael til að hleypa óhindraðri mannúðaraðstoð inn á Gaza, þar á meðal tjöldum, teppum og öðrum neyðarvörum sem nauðsynlegar eru eftir að meirihluti svæðisins var lagður í rúst í hernaðaraðgerðum Ísraels.

Mannréttindasamtök harðorð í garð Ísraels

Ísraelsku mannréttindasamtökin B’Tselem fordæma áframhaldandi hindranir á hjálpargögnum inn á Gaza, sem þeir segja að hafi skilið „illa stadda Palestínumenn berskjaldaða fyrir versta vetrarveðri og storminum Byron“ eftir „tveggja ára þolraun með þjóðarmorði“.

Samtökin segja að þrátt fyrir „tveggja mánaða vopnahlé á pappírnum“ sé Ísrael enn að hindra aðstoð. Yfir 6.500 hjálparbílar bíði inngöngu á meðan börn gangi berfætt og fái aðeins sumar­föt í ísköldu veðri. „Leiðtogar heimsins horfa hljóðir á og yfirgefa íbúana,“ segir í yfirlýsingunni.

Hægri­sinnuð sjónvarpsstöð í Ísrael hæðist að hörmungunum

Þáttastjórnandi á ísraelsku hægrimiðlinum Channel 14 gerði opinberlega gert að veðrinu sem nú skellur á Gaza. Í þættinum óskuðu þátttakendur þess að flóð myndu „drekkja“ svæðinu og sýndu fullkomið skeytingarleysi gagnvart því hvort Palestínumenn næðu að lifa af veðrið. Hér má sjá myndskeiðið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

„Haltu kjafti, snúðu skafti og skíttu á þig þarna ríkisstjórn!“
Myndband
Fólk

„Haltu kjafti, snúðu skafti og skíttu á þig þarna ríkisstjórn!“

Guðríður gamla er komin í jólaglöggið
Biðst ekki afsökunar á að hafa sagt Kirk vera „hatursfullan“
Heimur

Biðst ekki afsökunar á að hafa sagt Kirk vera „hatursfullan“

Konan sem ekið var á er látin
Innlent

Konan sem ekið var á er látin

Uppreisnarmenn M23 leituðu vígamanna í Uvira en fundu bara lík
Heimur

Uppreisnarmenn M23 leituðu vígamanna í Uvira en fundu bara lík

Kallar val á friðarverðlaunahafa Nóbels „nöturlegt grín“
Innlent

Kallar val á friðarverðlaunahafa Nóbels „nöturlegt grín“

Leikkona varð fyrir bíl og lést
Heimur

Leikkona varð fyrir bíl og lést

Veittu viðurkenningar fyrir fallegustu jólaskreytingarnar í miðborginni
Myndir
Menning

Veittu viðurkenningar fyrir fallegustu jólaskreytingarnar í miðborginni

Dauði Yusuf litla vekur kröfu um nýjar reglur í bráðaþjónustu
Heimur

Dauði Yusuf litla vekur kröfu um nýjar reglur í bráðaþjónustu

Eiríkur Stefán Eiríksson er látinn
Minning

Eiríkur Stefán Eiríksson er látinn

Ert þú sammála ákvörðun RÚV um að taka ekki þátt í Eurovision?
Innlent

Ert þú sammála ákvörðun RÚV um að taka ekki þátt í Eurovision?

Rússar með dulda hótun um þriðja heimstyrjöld
Heimur

Rússar með dulda hótun um þriðja heimstyrjöld

Ísland tekur ekki þátt í Eurovision 2026
Innlent

Ísland tekur ekki þátt í Eurovision 2026

Heimur

Biðst ekki afsökunar á að hafa sagt Kirk vera „hatursfullan“
Heimur

Biðst ekki afsökunar á að hafa sagt Kirk vera „hatursfullan“

Amanda Seyfried sér ekki eftir ummælum sínum um Charlie Kirk
Rússar með dulda hótun um þriðja heimstyrjöld
Heimur

Rússar með dulda hótun um þriðja heimstyrjöld

Átta mánaða stúlka lést af völdum kulda
Heimur

Átta mánaða stúlka lést af völdum kulda

Uppreisnarmenn M23 leituðu vígamanna í Uvira en fundu bara lík
Heimur

Uppreisnarmenn M23 leituðu vígamanna í Uvira en fundu bara lík

Leikkona varð fyrir bíl og lést
Heimur

Leikkona varð fyrir bíl og lést

Dauði Yusuf litla vekur kröfu um nýjar reglur í bráðaþjónustu
Heimur

Dauði Yusuf litla vekur kröfu um nýjar reglur í bráðaþjónustu

Loka auglýsingu