
Björgunarsveit Gaza greindi frá því að barnið Mira Masoud hefði verið bjargað eftir að hafa legið í 40 klukkustundir undir steypurústum sprengds húss í Daraj-hverfi í Gaza-borg.
Talið er að þúsundir látinna séu grafnar í rústum Gaza eftir nær tveggja ára loftárásir Ísraels. Eftir því sem árásirnar halda áfram reynist æ erfiðara að finna og bjarga fólki sem liggur fast undir rústunum.
Ísraelskar hersveitir hafa aukið árásir sínar á Gaza-borg með fjöldasprengjuárásum á íbúðarhúsnæði og hafa nú hafið algjöra innrás á jörðu niðri í stærsta þéttbýliskjarna svæðisins með það að markmiði að ná yfirráðum þar.
Heimildir á sjúkrahúsi segja Al Jazeera að að minnsta kosti 50 Palestínumenn hafi fallið í árásum Ísraelsmanna á Gaza frá því í morgun, þar af 38 í Gaza-borg.
Stríðið gegn Gaza hefur kostað að minnsta kosti 64.964 manns lífið og sært 165.312 frá október 2023. Að minnsta kosti um 18.000 börn hafa verið drepin á Gaza síðastliðin tvö ár.
Komment