1
Innlent

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

2
Innlent

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?

3
Menning

Spurning Guðrúnar „fyrir neðan virðingu“ Kolfinnu

4
Innlent

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið

5
Fólk

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York

6
Innlent

Býst við miklu sjónarspili í kvöld

7
Heimur

„Við höfum skoðað upptökur úr öryggismyndavélum“

8
Innlent

Aka of oft með of háan farm

9
Heimur

Morðingi CSI leikkonu dæmdur í fangelsi

10
Heimur

Southport-morðinginn hótaði að drepa föður sinn

Til baka

Bassi Maraj ákærður fyrir að bíta og berja leigubílstjóra

Tónlistarmaðurinn og raunveruleikastjarnan fær ákæru fyrir að vefja snúru úr greiðsluposa um háls leigubílstjóra og bíta hann í hnakkann.

Bassi Maraj
Bassi sló í gegn árið 2020 í sjónvarpiHann hefur verið vinsæll tónlistarmaður undanfarin ár.
Mynd: Facebook

Bassi Maraj, tónlistarmaður og raunveruleikastjarna, hefur verið ákærður fyrir heiftarlega líkamsárás gegn leigubílsstjóra.

Í ákærunni kemur fram að Bassi hafi veist að leigubílstjóra í Bryggjuhverfinu í Árbænum þann 11. febrúar 2023 með ofbeldi. Hann hafi bitið í hnakka hans og vinstri öxl, kýlt hann með krepptum hnefa í ennið, tekið hann kverkataki og vafið snúru úr greiðsluposa um háls leigubílstjórans með þeim afleiðingum að bílstjórinn hlaut tognun á hálsi, blæðingu undir slímhúð hægra auga, bitför og mar á hægri öxl og upphandlegg auk yfirborðsáverka á háls og vinstri úlnlið.

Þá á hann einnig að hafa hótað að drepa leigubílstjórann, með því að segja: „Komdu með símann minn eða ég fokking drep þig.“

Hann er sömuleiðis ákærður fyrir að hafa haft á sér 0,08 grömm af amfetamíni sem lögregla fann við öryggisleit á honum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.

Bassi er ákærður fyrir að hafa brotið grein hegningarlaga sem hljóða svo: „Hver, sem gerist sekur um líkamsárás, enda sé hún ekki svo mikil sem í 218. gr. segir, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum, en fangelsi allt að 1 ári, ef háttsemin er sérstaklega vítaverð,“ en í grein 218 er fjallað um alvarlegri líkamsárásir.

Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá vill leigubílstjórinn að Bassi verði dæmdur til að greiða sér 1.572.000 krónur í skaðabætur auk vaxta.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Bassi hefur verið mikið í sviðsljósinu síðan hann sló í gegn í raunveruleikasjónvarpsþættinum Æði ásamt Binna Glee og Patreki Jamie árið 2020 og hafa verið gerðar fjórar seríur af þáttaröðinni vinsælu. Síðan þá hefur hann gefið út efni sem rappari með lögum á borð við Áslaug Arna, Bassi Maraj og Kúreki.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Selja töfrandi hús með aukaíbúðum
Myndir
Fólk

Selja töfrandi hús með aukaíbúðum

Enbýlið var byggt árið 1908
Rannsókn á líkamsárás gengur vel
Innlent

Rannsókn á líkamsárás gengur vel

Breskur fangi gaf sig fram eftir að hafa verið sleppt fyrir mistök
Heimur

Breskur fangi gaf sig fram eftir að hafa verið sleppt fyrir mistök

Spurning Guðrúnar „fyrir neðan virðingu“ Kolfinnu
Myndband
Menning

Spurning Guðrúnar „fyrir neðan virðingu“ Kolfinnu

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið
Einkaviðtal
Innlent

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York
Fólk

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?
Innlent

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?

Býst við miklu sjónarspili í kvöld
Innlent

Býst við miklu sjónarspili í kvöld

Morðingi CSI leikkonu dæmdur í fangelsi
Heimur

Morðingi CSI leikkonu dæmdur í fangelsi

„Við höfum skoðað upptökur úr öryggismyndavélum“
Myndband
Heimur

„Við höfum skoðað upptökur úr öryggismyndavélum“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“
Fólk

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar
Innlent

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

Fólk

Selja töfrandi hús með aukaíbúðum
Myndir
Fólk

Selja töfrandi hús með aukaíbúðum

Enbýlið var byggt árið 1908
Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu
Fólk

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York
Fólk

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“
Fólk

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“

Sjarmerandi og sögufræg miðbæjarperla til sölu
Myndir
Fólk

Sjarmerandi og sögufræg miðbæjarperla til sölu

Glúmur gat ekki brosað til gullfallegrar konu
Fólk

Glúmur gat ekki brosað til gullfallegrar konu

Loka auglýsingu