1
Fólk

Gunna Dís byrjuð í nýrri vinnu

2
Fólk

Fyrrum ungfrú Ísland vill vinna fyrir Höllu forseta

3
Heimur

Hin 18 ára Hanna er týnd í Svíþjóð

4
Innlent

Héraðsdómur dæmdi Alla í fangelsi

5
Heimur

Mjög alvarleg líkamsárás á vinsælum áfangastað Íslendinga

6
Fólk

Leikari selur í Hafnarfirði

7
Fólk

Svala fór óvænt með ömmu sinni út að borða

8
Innlent

Þrír fluttir á sjúkrahús eftir bílslys

9
Heimur

Feðgar fóru í háttinn með kvefeinkenni en létust í svefni

10
Pólitík

Birta lista yfir stuðningsmenn Heiðu borgarstjóra

Til baka

Bassi Maraj ákærður fyrir að bíta og berja leigubílstjóra

Tónlistarmaðurinn og raunveruleikastjarnan fær ákæru fyrir að vefja snúru úr greiðsluposa um háls leigubílstjóra og bíta hann í hnakkann.

Bassi Maraj
Bassi sló í gegn árið 2020 í sjónvarpiHann hefur verið vinsæll tónlistarmaður undanfarin ár.
Mynd: Facebook

Bassi Maraj, tónlistarmaður og raunveruleikastjarna, hefur verið ákærður fyrir heiftarlega líkamsárás gegn leigubílsstjóra.

Í ákærunni kemur fram að Bassi hafi veist að leigubílstjóra í Bryggjuhverfinu í Árbænum þann 11. febrúar 2023 með ofbeldi. Hann hafi bitið í hnakka hans og vinstri öxl, kýlt hann með krepptum hnefa í ennið, tekið hann kverkataki og vafið snúru úr greiðsluposa um háls leigubílstjórans með þeim afleiðingum að bílstjórinn hlaut tognun á hálsi, blæðingu undir slímhúð hægra auga, bitför og mar á hægri öxl og upphandlegg auk yfirborðsáverka á háls og vinstri úlnlið.

Þá á hann einnig að hafa hótað að drepa leigubílstjórann, með því að segja: „Komdu með símann minn eða ég fokking drep þig.“

Hann er sömuleiðis ákærður fyrir að hafa haft á sér 0,08 grömm af amfetamíni sem lögregla fann við öryggisleit á honum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.

Bassi er ákærður fyrir að hafa brotið grein hegningarlaga sem hljóða svo: „Hver, sem gerist sekur um líkamsárás, enda sé hún ekki svo mikil sem í 218. gr. segir, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum, en fangelsi allt að 1 ári, ef háttsemin er sérstaklega vítaverð,“ en í grein 218 er fjallað um alvarlegri líkamsárásir.

Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá vill leigubílstjórinn að Bassi verði dæmdur til að greiða sér 1.572.000 krónur í skaðabætur auk vaxta.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Bassi hefur verið mikið í sviðsljósinu síðan hann sló í gegn í raunveruleikasjónvarpsþættinum Æði ásamt Binna Glee og Patreki Jamie árið 2020 og hafa verið gerðar fjórar seríur af þáttaröðinni vinsælu. Síðan þá hefur hann gefið út efni sem rappari með lögum á borð við Áslaug Arna, Bassi Maraj og Kúreki.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Óvíst hvort Gunna Dís muni lýsa Eurovision
Menning

Óvíst hvort Gunna Dís muni lýsa Eurovision

Hvarfið á Hönnu í Svíþjóð rannsakað sem morð
Heimur

Hvarfið á Hönnu í Svíþjóð rannsakað sem morð

Sígilt úthverfaeinbýli á sölulista
Myndir
Fólk

Sígilt úthverfaeinbýli á sölulista

Trump segist ekki bundinn af alþjóðalögum
Heimur

Trump segist ekki bundinn af alþjóðalögum

Viðkvæmir hvattir til að forðast útiveru í Reykjavík næstu daga
Innlent

Viðkvæmir hvattir til að forðast útiveru í Reykjavík næstu daga

Birta lista yfir stuðningsmenn Heiðu borgarstjóra
Pólitík

Birta lista yfir stuðningsmenn Heiðu borgarstjóra

Efling fordæmir hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela
Innlent

Efling fordæmir hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela

Nýjar upplýsingar um skotárás ICE-liðans í Minneapolis
Heimur

Nýjar upplýsingar um skotárás ICE-liðans í Minneapolis

Hafnfirðingur ákærður fyrir fíkniefni og fjölda vopna
Innlent

Hafnfirðingur ákærður fyrir fíkniefni og fjölda vopna

Feðgar fóru í háttinn með kvefeinkenni en létust í svefni
Heimur

Feðgar fóru í háttinn með kvefeinkenni en létust í svefni

Vitgrannur karlmaður lamdi föður sinn ítrekað
Innlent

Vitgrannur karlmaður lamdi föður sinn ítrekað

Fólk

Sígilt úthverfaeinbýli á sölulista
Myndir
Fólk

Sígilt úthverfaeinbýli á sölulista

Allt er vænt sem vel er grænt
Linda Ben opnar fyrir leyndarmálin
Fólk

Linda Ben opnar fyrir leyndarmálin

Svala fór óvænt með ömmu sinni út að borða
Fólk

Svala fór óvænt með ömmu sinni út að borða

Fyrrum ungfrú Ísland vill vinna fyrir Höllu forseta
Fólk

Fyrrum ungfrú Ísland vill vinna fyrir Höllu forseta

Gunna Dís byrjuð í nýrri vinnu
Fólk

Gunna Dís byrjuð í nýrri vinnu

Leikari selur í Hafnarfirði
Myndir
Fólk

Leikari selur í Hafnarfirði

Loka auglýsingu