
Á hverjum einasta degi eru brotin umferðarlög en ekki nást þau öll á upptöku. Það átti hins vegar ekki við þegar bíll ók á annan á furðulegan máta á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ.
Jóhanna Sigríður Sigmundsdóttir birti myndbandið í Facebook-hópnum Fávitar í umferðinni fyrr í mánuðinum og óhætt er að segja að það hafi vakið mikla athygli. Þar sést ökumaður bíls reyna taka fram úr ökumanni, sem er að aka á vinstri akgrein, en reynir að gera það vinstra megin þar sem augljóslega ekkert pláss er fyrir annan bíl og skella bílarnir saman.
Í umræðum um áreksturinn er ökumaður bílsins sem reynir framúraksturinn fordæmdur og kallaður ýmist fáviti eða fífl.
Mannlíf hafði samband við lögreglu til að vita meira um atvikið og hvort einhver hefði slasast en ekki hafa nein svör borist við þeirri fyrirspurn.
Komment