1
Pólitík

„Hreinlegast væri nú fyrir Heiðu að draga sig í hlé“

2
Heimur

Áhyggjur af heilsu Trumps magnast: Marblettir, ruglingur og merki um hnignun

3
Heimur

Þrír látnir og margir slasaðir eftir harmleiki á Kanarí

4
Innlent

Maðurinn er fundinn

5
Heimur

Ný myndbönd stangast á við frásögn yfirvalda af skotárásinni í Minneapolis

6
Innlent

Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks

7
Innlent

Einn liggur þungt haldinn á gjörgæslu

8
Fólk

Hverfishetja selur í Árbænum

9
Innlent

Barn gripið á rúntinum

10
Innlent

Sólveig Anna er trítilóð út í RÚV

Til baka

Birti sláandi myndband af akstri langferðabíls

„Það má vel kalla mig nöldrara“

Skjáskot Suðurland
Ótrúeg hegðun ökumannsinsÞetta hefði getað farið illa.
Mynd: Skjáskot/Agla Björnsdóttir

Mikil umræða hefur skapast undanfarna mánuði um ferðamennsku víðs vegar á landinu og hefur aukin umferð og hegðun bílstjóra verið hluti af þeirri umræðu. Telja sumir að aukin hætta hafi skapast á landinu vegna fjölda ferðamanna.

Í þessu samhengi birti Agla Björnsdóttir myndband af langferðabíl á ferð um Suðurland en óhætt er að segja að ökumaður bílsins hafi ekki farið að umferðarlögum eins og sést í myndbandinu.

„Í ljósi þess að ég ek oft um Suðurlandið, er alin upp í Mýrdalnum og þekki því vel þessa leið, þá ákvað ég að birta myndband sem ég tók á fimmtudaginn á Markarfljótsaurunum. Það verða alltof mörg slys á hringveginum og sér í lagi á Suðurlandi og því þarf alltaf að hafa varann á sér á þessari leið,“ skrifar Agla.

„Alþekktu dæmin eru við Seljalandsfoss og afleggjarann að Skógum, þar er alltof oft sem bílar aka upp á þjóðveginn í veg fyrir aðra bíla, stundum hafa orðið slys en stundum hefur bílstjórum rétt tekist að sleppa við árekstur. Dóttir mín og tengdasonur aka mjög oft á milli Hafnar í Hornafirði og Reykjavíkur og er ég alltaf mjög áhyggjufull og brýni fyrir þeim í hvert sinn að vara sig á þessum stöðum sem ég nefndi hér fyrir ofan,“ heldur hún áfram.

Aðrar rútur fóru ekki yfir línuna

„Þegar ég sé svo ferðaþjónustufyrirtæki aka nær alla Markarfljóstaurana á vinstri helming og færa sig ekki yfir á hægri akrein fyrr en rétt áður en þeir mæta bíl, þá blöskrar mér. Hvað með ef ökumennirnir sem koma á móti, fara í “panikk” og fara yfir á rangan vegarhelming, sveigja út af osfrv. – þá er ekki að spyrja að leikslokum. Einhverjir kunna að spyrja: Var rok – er það þess vegna sem bíllinn var á öfugum vegarhelming?“ spyr Agla og segir að það hafi vissulega verið rok en ekki hafi verið hvasst fyrr en komið var fram hjá Seljalandsfossi.

„Bíllinn var búinn að keyra á miðjum veginum lengi áður en hann keyrði alfarið á vinstri akgrein og ég ákvað þá að taka upp þetta myndband. Það voru aðrar rútur að keyra þessa sömu leið, bæði litlar og stórar rútur og engin þeirra fór yfir punktalínuna til að verjast vindi – enda óþarfi,“ tekur hún fram í færslunni.

„Það má vel kalla mig nöldrara, tuðara eða konu sem kunni ekki að keyra og hafi ekki vit á stórum bílum í akstri – en ef hegðun bílstjóra hjá ferðaþjónustufyrirtæki skapar hættu fyrir mig og aðra, þá finnst mér rétt að vekja athygli á því. Ef bílstjórar treysta sér ekki til að aka ef einhver vindur er, þá eiga þeir ekki að taka verkefnið að sér. Hitt er svo annað mál – að á þessari fjölförnu leið sem suðurlandsvegur er, þá þarf að tvöfalda aksturslínur í báðar áttir,“ skrifar hún svo að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ólíklegt að Eyþór bjóði sig fram
Pólitík

Ólíklegt að Eyþór bjóði sig fram

Háværar sögur hafa heyrst um endurkomu borgarfulltrúans
Ólafur Ragnar slær í gegn á TikTok
Fólk

Ólafur Ragnar slær í gegn á TikTok

Lögreglan staðfestir að líkið sé af hinni 18 ára Hönnu
Heimur

Lögreglan staðfestir að líkið sé af hinni 18 ára Hönnu

Sjaldséðir dauðarokkarar snúa aftur
Menning

Sjaldséðir dauðarokkarar snúa aftur

Þrír látnir og margir slasaðir eftir harmleiki á Kanarí
Heimur

Þrír látnir og margir slasaðir eftir harmleiki á Kanarí

Finneas rífur yfirvöld í Bandaríkjunum í sig eftir morðið á Petti
Heimur

Finneas rífur yfirvöld í Bandaríkjunum í sig eftir morðið á Petti

Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks
Innlent

Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks

Valur gagnrýnir íslensk yfirvöld harðlega
Innlent

Valur gagnrýnir íslensk yfirvöld harðlega

Bæjarstjórinn þorði ekki í viðtal vegna klúðurs í Kársnesskóla
Pólitík

Bæjarstjórinn þorði ekki í viðtal vegna klúðurs í Kársnesskóla

Donald Trump tjáir sig um skotárásina í Minneapolis
Heimur

Donald Trump tjáir sig um skotárásina í Minneapolis

Einn liggur þungt haldinn á gjörgæslu
Innlent

Einn liggur þungt haldinn á gjörgæslu

Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins ekki lengur atvinnulaus
Innlent

Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins ekki lengur atvinnulaus

Landið

Birti sláandi myndband af akstri langferðabíls
Myndband
Landið

Birti sláandi myndband af akstri langferðabíls

„Það má vel kalla mig nöldrara“
Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

Bleikjuseiði sluppu úr keri við Tálknafjörð
Landið

Bleikjuseiði sluppu úr keri við Tálknafjörð

Danskt herskip mætt á Seyðisfjörð
Landið

Danskt herskip mætt á Seyðisfjörð

Mikið frost á fróni í kortunum
Landið

Mikið frost á fróni í kortunum

Pálmi Gestsson, fífldjarfur leigubílstjóri og Dimma í miklu uppáhaldi lesenda
Landið

Pálmi Gestsson, fífldjarfur leigubílstjóri og Dimma í miklu uppáhaldi lesenda

Loka auglýsingu