
Björn Leví Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata gagnrýnir orð Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins, í nýlegri Facebook-færslu.
Á dögunum var sagt frá því í fréttum að Guðrún Hafsteinsdóttir hafi skotið fast á ríkisstjórnina og boðað nýja ásýnd Sjálfstæðisflokksins. Og það er það sem Píratinn gagnrýnir:
„Þetta er vandinn í hnotskurn, ný "ásýnd".
Ekki uppgjör. Ekki heiðarleiki. Ekki viðurkenning ... ekkert sem skiptir máli.
Þetta er umbúðapólitíkin sem er oft talað um (kaldhæðnislega frá annarri umbúðapólitík).
Það þarf að skipta út "ásýnd" fyrir einlægni.“
Í seinni hluta færslunnar viðurkennir Björn Leví að hann atist oft í Sjálfstæðisflokknun en segir þó að hann hafi trú á að flokkurinn geti breytt „pólaríseringunni“ sem þjóðin sé föst í.“
„Smá viðbót. Ég pönkast slatti mikið á Sjálfstæðisflokknum. Aðallega af því að flokkurinn á það inni. En líka af því að ég held að hann sé eini flokkurinn sem getur snúið pólitíkinni úr pólaríseringunni sem við erum föst í.“

Komment