1
Innlent

Lögreglumenn sýnilega pirraðir á mótmælendum

2
Innlent

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum

3
Innlent

Óskar dæmdur fyrir að lemja kærustu sína

4
Minning

Björk Aðalsteinsdóttir er látin

5
Innlent

Lögreglan lýsir eftir Aylin

6
Skoðun

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”

7
Landið

MAST tekur fé bónda á Úthéraði

8
Minning

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá

9
Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí

10
Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni

Til baka

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu

Nefnd franskra þingmanna hefur lagt til að samfélagsmiðlar verði bannaðir hjá börnum

Delaporte Arthur Frakkland ráðherra
Arthur Delaporte ætlar að setja bannÞjóðverjar og Frakkar vilja takmarka tíma barna og unglinga á samfélagsmiðlum
Mynd: Wikipedia

Nefnd franskra þingmanna hefur nú lagt til að samfélagsmiðlar verði bannaðir hjá börnum sem eru yngri en 15 ára; og þá megi unglingar á aldrinum 15-18 ára ekki nota samfélagsmiðla að næturlagi.

Telja ýmsir franskir þingmenn efni á TikTok vera skaðlegt börnum og hafa aðrar þjóðir einnig tekið í sama streng; til dæmis hefur Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, íhugað tak­mark­an­ir á sam­fé­lags­miðla­notk­un barna.

Þingmannanefndin franska hefur nú lagt til að börnum yngri en fimmtán ára verði bannað að nota samfélagsmiðla og að auki verði ungmennum á aldrinum fimmtán til átján ára meinað að nota þessa miðla frá klukkan tíu á kvöldin og til klukkan átta á morgnana.

Nefndin - sem var skipuð í mars síðastliðnum, eftir að sjö fjölskyldur fóru í mál við TikTok vegna myndskeið þar sem hvatt var til sjálfsvíga og börn þeirra höfðu séð, hefur nú lokið könnun sinni.

Móðir stúlku sem framdi sjálfsvíg taldi samfélagsmiðilinn TikTok ekki hafa staðið sig nægilega vel í eftirliti með efni er þangað streymir inn; móðirin telur þó TikTok ekki eiga beinan þátt í dauða dóttur sinnar.

Framska þingnefndin ræddi við fjölskyldur ungra barna og forsvarsmenn samfélagsmiðla, lögfræðinga sem og áhrifavalda.

Höfundar skýrslunnar segjast hafa fundið mjög mikið af skaðlegu efni á TikTok; efni sem hvetti til sjálfsvíga sem og sjálfsskaða og sýni oftlega ýmiss konar ofbeldi.

Talað er um að TikTok sogi yngri notendur að slíku efni í miklu magni með afar ávanabindandi hætti sem síðan aðrir samfélagsmiðlar hafi svo tekið upp eftir þeim.

Telja þingmennirnir frönsku að með þessum ráðstöfunum séu send skilaboð til barna, unglinga og foreldra þess efnis að samfélagsmiðlar séu alls ekki skaðlausir ungu fólki.

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur talað fyrir slíku banni og vísar hann þar gjarnan í fordæmi Ástrala er vinna nú að því að hörðum höndum að lögfesta samfélagsmiðlabann fyrir börn og unglinga sem eru yngri en sextán ára.

Leggur nefndin til að samfélagsmiðlar verði alfarið bannaðir af öllum þeim sem eru yngri en átján ára, það er ef samfélagsmiðlarnir fylgja ekki evrópskum lögum.

Nefndin leggur einnig áherslu á að það þurfi og eigi að setja mun meiri kraft og fjármagn í að bæta andlega heilsu barna; bjóða upp á vitundarvakningu í skólum landsins.

Arthur Delaporte er formaður nefndarinnar er vann skýrsluna hefur nú þegar boðað málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi notenda í hættu með vísvitandi hætti og segir hann að miðillinn viti alveg afar vel hver vandamálin eru við það hvernig miðillinn virkar í raun og veru; þá hafi stjórnendur TikTok logið að franska þinginu með því að segjast ekki hafa vitað af innanhússkýrslu um efni miðilsins sem geti valdið skaða; en umræddri skýrslu var lekið út til bæði bandarískra og franskra fjölmiðla.

Talsmaður TikTok, sem er núna með um það bil 1,5 milljarða notenda um heim allan, sagði fyrirtækið hafna með öllu þessum villandi og röngu fullyrðingum. Sagði að verið væri að gera TikTok að blóraböggli fyrir samfélagsleg vandamál.

Hins vegar hefur samfélagsmiðillinn TikTok látið mikið af starfsfólki er séð hefur um eftirlit með efni á miðlinum fara og segja forsvarsmenn miðilsins að ör tækniþróun geri þeim þetta kleift.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lögreglan lýsir eftir Aylin
Innlent

Lögreglan lýsir eftir Aylin

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum
Innlent

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”
Skoðun

Steinunn Árnadóttir

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni
Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni

MAST tekur fé bónda á Úthéraði
Landið

MAST tekur fé bónda á Úthéraði

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí
Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá
Minning

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá

Óskar dæmdur fyrir að lemja kærustu sína
Innlent

Óskar dæmdur fyrir að lemja kærustu sína

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“
Heimur

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“

Rooney gagnrýnir Salah og efast um vinnusiðferði hans
Sport

Rooney gagnrýnir Salah og efast um vinnusiðferði hans

Lögreglumenn sýnilega pirraðir á mótmælendum
Myndir
Innlent

Lögreglumenn sýnilega pirraðir á mótmælendum

Hildur undirbýr sig fyrir átök
Slúður

Hildur undirbýr sig fyrir átök

Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí
Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí

Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa áhyggjur af fjölgun andláta í sjó og sundlaugum
Ben-Gvir stoltur af illri meðferð á aðgerðasinnunum
Heimur

Ben-Gvir stoltur af illri meðferð á aðgerðasinnunum

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“
Heimur

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“

Þýskaland hótar að draga sig úr Eurovision ef Ísrael verður útilokað
Heimur

Þýskaland hótar að draga sig úr Eurovision ef Ísrael verður útilokað

Karlmaður þungt haldinn eftir alvarlegt slys á Tene
Heimur

Karlmaður þungt haldinn eftir alvarlegt slys á Tene

Greta er laus úr haldi Ísraela
Heimur

Greta er laus úr haldi Ísraela

Loka auglýsingu