1
Innlent

Barnaníðingur barinn á tjaldstæðinu í Fellabæ

2
Fólk

Óska eftir tilboðum í einbýli í náttúruparadís

3
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

4
Innlent

Lúxussnekkja milljarðamærings í Reykjavíkurhöfn vekur furðu

5
Peningar

Nítján auðmenn á Suðurlandi sem hafa það gott

6
Fólk

Halldórshús í Mosfellsbæ sett á sölu

7
Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria

8
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

9
Landið

Þrjátíu metra gildra myndaðist að Fjallabaki

10
Innlent

Þórunn sýndi trans fólki stuðning við setningu Alþingis

Til baka

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu

Nefnd franskra þingmanna hefur lagt til að samfélagsmiðlar verði bannaðir hjá börnum

Delaporte Arthur Frakkland ráðherra
Arthur Delaporte ætlar að setja bannÞjóðverjar og Frakkar vilja takmarka tíma barna og unglinga á samfélagsmiðlum
Mynd: Wikipedia

Nefnd franskra þingmanna hefur nú lagt til að samfélagsmiðlar verði bannaðir hjá börnum sem eru yngri en 15 ára; og þá megi unglingar á aldrinum 15-18 ára ekki nota samfélagsmiðla að næturlagi.

Telja ýmsir franskir þingmenn efni á TikTok vera skaðlegt börnum og hafa aðrar þjóðir einnig tekið í sama streng; til dæmis hefur Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, íhugað tak­mark­an­ir á sam­fé­lags­miðla­notk­un barna.

Þingmannanefndin franska hefur nú lagt til að börnum yngri en fimmtán ára verði bannað að nota samfélagsmiðla og að auki verði ungmennum á aldrinum fimmtán til átján ára meinað að nota þessa miðla frá klukkan tíu á kvöldin og til klukkan átta á morgnana.

Nefndin - sem var skipuð í mars síðastliðnum, eftir að sjö fjölskyldur fóru í mál við TikTok vegna myndskeið þar sem hvatt var til sjálfsvíga og börn þeirra höfðu séð, hefur nú lokið könnun sinni.

Móðir stúlku sem framdi sjálfsvíg taldi samfélagsmiðilinn TikTok ekki hafa staðið sig nægilega vel í eftirliti með efni er þangað streymir inn; móðirin telur þó TikTok ekki eiga beinan þátt í dauða dóttur sinnar.

Framska þingnefndin ræddi við fjölskyldur ungra barna og forsvarsmenn samfélagsmiðla, lögfræðinga sem og áhrifavalda.

Höfundar skýrslunnar segjast hafa fundið mjög mikið af skaðlegu efni á TikTok; efni sem hvetti til sjálfsvíga sem og sjálfsskaða og sýni oftlega ýmiss konar ofbeldi.

Talað er um að TikTok sogi yngri notendur að slíku efni í miklu magni með afar ávanabindandi hætti sem síðan aðrir samfélagsmiðlar hafi svo tekið upp eftir þeim.

Telja þingmennirnir frönsku að með þessum ráðstöfunum séu send skilaboð til barna, unglinga og foreldra þess efnis að samfélagsmiðlar séu alls ekki skaðlausir ungu fólki.

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur talað fyrir slíku banni og vísar hann þar gjarnan í fordæmi Ástrala er vinna nú að því að hörðum höndum að lögfesta samfélagsmiðlabann fyrir börn og unglinga sem eru yngri en sextán ára.

Leggur nefndin til að samfélagsmiðlar verði alfarið bannaðir af öllum þeim sem eru yngri en átján ára, það er ef samfélagsmiðlarnir fylgja ekki evrópskum lögum.

Nefndin leggur einnig áherslu á að það þurfi og eigi að setja mun meiri kraft og fjármagn í að bæta andlega heilsu barna; bjóða upp á vitundarvakningu í skólum landsins.

Arthur Delaporte er formaður nefndarinnar er vann skýrsluna hefur nú þegar boðað málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi notenda í hættu með vísvitandi hætti og segir hann að miðillinn viti alveg afar vel hver vandamálin eru við það hvernig miðillinn virkar í raun og veru; þá hafi stjórnendur TikTok logið að franska þinginu með því að segjast ekki hafa vitað af innanhússkýrslu um efni miðilsins sem geti valdið skaða; en umræddri skýrslu var lekið út til bæði bandarískra og franskra fjölmiðla.

Talsmaður TikTok, sem er núna með um það bil 1,5 milljarða notenda um heim allan, sagði fyrirtækið hafna með öllu þessum villandi og röngu fullyrðingum. Sagði að verið væri að gera TikTok að blóraböggli fyrir samfélagsleg vandamál.

Hins vegar hefur samfélagsmiðillinn TikTok látið mikið af starfsfólki er séð hefur um eftirlit með efni á miðlinum fara og segja forsvarsmenn miðilsins að ör tækniþróun geri þeim þetta kleift.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri
Innlent

Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri

Segja íslensk stjórnvöld verða að ganga lengra
Lék með Sacramento Kings en semur nú við Álftanes
Sport

Lék með Sacramento Kings en semur nú við Álftanes

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda
Peningar

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda

„Því er ekki að leyna að það er töluvert aðhald í frumvarpinu“
Pólitík

„Því er ekki að leyna að það er töluvert aðhald í frumvarpinu“

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag
Landið

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag

Segir alveg öruggt „að samfélagsmiðlarnir magna haturstjáningu“
Innlent

Segir alveg öruggt „að samfélagsmiðlarnir magna haturstjáningu“

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin
Heimur

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin

Össur fékk far með söngelskum rútubílstjóra
Fólk

Össur fékk far með söngelskum rútubílstjóra

Egill skilur ekki Snorra Másson
Innlent

Egill skilur ekki Snorra Másson

Hildur vill selja eignahlut í Landsbankanum fyrir 350 milljarða
Innlent

Hildur vill selja eignahlut í Landsbankanum fyrir 350 milljarða

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

Þorbjörg vill ná stjórn á landamærunum
Innlent

Þorbjörg vill ná stjórn á landamærunum

Sigurður ræktaði kannabisplöntur í hjónaherberginu
Innlent

Sigurður ræktaði kannabisplöntur í hjónaherberginu

Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu
Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu

Nefnd franskra þingmanna hefur lagt til að samfélagsmiðlar verði bannaðir hjá börnum
Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza
Myndband
Heimur

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin
Heimur

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria
Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað
Myndband
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

Loka auglýsingu