
Charlie Sheen ræðir nú í fyrsta sinn opinberlega um kynlífsreynslu sína með öðrum körlum og segir það vera „frelsandi“ að deila sögunni.
Í væntanlegri heimildarmynd á Netflix um líf hans segir Charlie að eftir mörg ár þar sem hann hafi einungis stundað kynlíf með konum, hafi hann ákveðið að prófa eitthvað nýtt.
Samkvæmt People útskýrir hann það þannig í myndinni: „Ég fletti matseðlinum við.“ Þegar viðtalsaðili spyr hann hvernig það sé að tala opinberlega um kynlíf með körlum í fyrsta sinn svarar hann: „Frelsandi. Þetta er fokking frelsandi.“
Charlie segir að þessi reynsla tengist beint fíkn hans í krakk-kókaín.
„Það byrjaði þar … þar kviknaði það. Og á þeim tímabilum þegar ég var ekki á pípunni, þá var ég að reyna að skilja þetta, komast yfir það, „Hvaðan kom þetta? Af hverju gerðist þetta?“, og svo loksins: „Og hvað? Og hvað? Sumt var skrýtið. Mikið var fokking gaman, og lífið heldur áfram“.“
Charlie segir einnig í viðtali við Michael Strahan í Good Morning America að hann hafi verið kynlífsfíkill á þeim tíma. Hann hélt kynlífi sínu með körlum leyndu vegna þess að hann var kúgaður og fannst auðveldara að borga en að málið kæmi upp á yfirborðið. „Eftir smá tíma fannst mér eins og ég hefði verið tekinn í gíslingu,“ segir hann.
Á þessum tíma smitaðist Charlie af HIV-veirunni, og árið 2015 fór hann fyrst opinberlega með greininguna í viðtali í Today Show. Hann segir að hann hafi hætt í neyslu sama ár og hefur verið algjörlega edrú í átta ár.
Charlie fjallar um kynlíf, fíkn og margt fleira í Netflix-heimildarmyndinni aka Charlie Sheen, sem kemur út miðvikudaginn, en endurminningabók hans The Book of Sheen kemur út daginn áður.
Komment