
Danmörk tilkynnti fyrr í dag að landið myndi í fyrsta sinn kaupa „langdræg vopn“, með vísan til þarfarinnar fyrir fælingarmátt í ljósi ógnarinnar frá Rússlandi.
Forsætisráðherrann Mette Frederiksen sagði á blaðamannafundi að þetta væri „stefnubreyting í varnarmálastefnu Dana“.
„Í fyrsta sinn er Danmörk að byggja upp hernaðarlega getu í formi langdrægra nákvæmnisvopna,“ sagði hún við fréttamenn.
Frederiksen bætti við að Rússland myndi fela í sér ógn við Danmörku og Evrópu „um ókomin ár“ og að tekin hefði verið ákvörðun um að skapa „trúverðugan fælingarmátt“ bætti hún við og sagði að vopnin gætu til dæmis verið annaðhvort eldflaugar eða drónar.
Danska varnarmálaráðuneytið sagði í yfirlýsingu að það myndi hefja skoðun á því hvaða langdrægu vopn hentuðu þörfum landsins best.
Vopnavæðing hefur orðið forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar undir forystu Frederiksen í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022.
Í síðustu viku sagði Danmörk að landið myndi fjárfesta um 58 milljörðum danskra króna í evrópsk loft- og eldflaugavarnarkerfi
Í febrúar sagði Frederiksen að Danmörk myndi úthluta 50 milljörðum danskra króna til viðbótar í varnarmál á næstu tveimur árum og hvatti herinn til að „kaupa, kaupa, kaupa“.
Komment