
41 mál skráð af lögreglu í nóttSex gistu fangageymslur lögreglu.
Mynd: Reykjavíkurborg
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að brotist hafi verið inn á skrifstofu og í geymsluhúsnæði í miðbænum. Ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið og er gerandinn ókunnur.
Átta bílstjórar voru teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna eða áfengis og voru þeir gripnir meðal annars í Árbænum, Grafarvogi, miðbæ Reykjavíkur, Kópavogi og Garðabæ.
Þá var einn handtekinn í Árbæ vegna gruns um brot á fíkniefnalögum. Hann var látinn laus eftir skýrslutöku.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment