
Fjórir gistu fangaklefa lögreglu í nótt45 mál voru skráð í kerfi lögreglu.
Mynd: Shutterstock
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því ökumaður hafi verið handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaður bifreiðarinnar reyndist einnig hafa í förum sínum útdraganlega kylfu.
Tilkynnt var um aðila sem hljóp að brott frá leigubílstjóra án þess að greiða fyrir farið. Sá hinn sami á yfir höfði sér kæru.
Höfð voru afskipti af ökumanni sem var að aka undir áhrifum fíkniefna á ótryggðri bifreið. Einnig reyndist ökumaðurinn hafa í förum sínum fíkniefni.
Tilkynnt var um umferðaróhapp í Garðabæ en ekk urðu slys á fólki.
Tilkynnt var um ungmenni vera að slást í hverfi 109. Einn aðili var vistaður í þágu rannsóknar málsins.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment