1
Heimur

Þrír látnir og margir slasaðir eftir harmleiki á Kanarí

2
Landið

Birti sláandi myndband af akstri langferðabíls

3
Innlent

Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks

4
Fólk

Ólafur Ragnar slær í gegn á TikTok

5
Fólk

Hverfishetja selur í Árbænum

6
Innlent

Einn liggur þungt haldinn á gjörgæslu

7
Pólitík

Bæjarstjórinn þorði ekki í viðtal vegna klúðurs í Kársnesskóla

8
Heimur

Lögreglan staðfestir að líkið sé af hinni 18 ára Hönnu

9
Heimur

Umfangsmikil leit að maka barnabarns Mick Jagger

10
Innlent

Barn gripið á rúntinum

Til baka

Dóra leiðréttir misskilning fjölmiðla

„Ég bað aldrei um að serían yrði tekin niður“

Dóra Jóhannsdóttir
Dóra JóhannsdóttirDóra er afar ósátt með stöðuna
Mynd: Leiklistarvefurinn

Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og handritshöfundur, hefur stigið fram og leiðrétt það sem hún segir vera misskilning í umfjöllun fjölmiðla síðustu daga um sjónvarpsseríuna Húsó. Í færslu á samfélagsmiðlum segir hún að það hafi ekki verið frumkvæði RÚV að fjarlægja seríuna af miðlum stofnunarinnar heldur beiðni frá framleiðandanum, Glassriver.

„Það var framleiðandinn, Glassriver, sem fór fram á að sjónvarpsserían Húsó yrði fjarlægð af miðlum RÚV. Það var ekki af frumkvæði RÚV, en stofnunin varð við beiðni framleiðandans án nokkurra skýringa til áhorfenda. Ég bað aldrei um að serían yrði tekin niður,“ skrifar Dóra.

Hún segir jafnframt að Glassriver hafi staðfest að Húsó hafi hvorki verið seld erlendis né send á erlendar hátíðir. Samt sem áður muni fyrirtækið kynna aðra þáttaröð á Berlinale Series Market í febrúar. Dóra bendir á að sú hátíð sé jafnframt vettvangur þar sem hún sjálf hefur verið boðin til þátttöku.

„Fyrirtækið mun hins vegar kynna aðra þáttaröð á Berlinale Series Market í febrúar, sömu hátíð og mér hefur verið boðið að taka þátt í panel sem creator Húsó, án þess að ég hafi aðgang að eigin verki né myndefni úr því til kynningar,“ segir hún.

Dóra greinir einnig frá því að hún hafi ítrekað óskað eftir leiðréttingum á kreditlista seríunnar, bæði hjá RÚV og Glassriver, en lítil sem engin viðbrögð fengið. Hún segir RÚV hafa vísað ábyrgðinni alfarið á framleiðandann, þrátt fyrir að stofnunin hafi vitað af ágreiningi um höfundarétt áður en tökur hófust.

„Þau svör sem borist hafa frá RÚV vísa ábyrgðinni alfarið á framleiðandann, þrátt fyrir að RÚV hafi verið upplýst um að höfundaréttur minn væri ekki virtur frá því áður en tökur hófust,“ skrifar hún og bætir við að RÚV hafi lagt til 95 milljónir króna af almannafé í verkefnið og eigi 15 prósenta eignarhlut í því.

Að sögn Dóru hefur Glassriver staðfest að hægt sé að leiðrétta „kredit hennar sem creator og höfundar“ verksins, en slíkt hafi engu að síður ekki verið gert.

„Málið snýst ekki um ágreining milli höfunda, en leiðrétting á kreditlista hefur engu að síður ekki verið framkvæmd heldur ítrekað gerð óheimilum skilyrðum háð, sem samræmist ekki lögbundnum sæmdarrétti,“ segir hún.

Hún hafnar því að fjarlæging seríunnar leysi málið og segir að hún valdi henni þvert á móti faglegu tjóni, meðal annars í tengslum við þátttöku hennar á Berlinale-hátíðinni.

„Að fjarlægja Húsó af miðlum RÚV leysir því ekki málið. Þvert á móti veldur það mér mælanlegu faglegu tjóni, meðal annars þar sem ég hef verið beðin um að leggja fram eintak af seríunni vegna Berlinale panelsins, en þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir til Glassriver og RÚV hef ég hvorki fengið aðgang að eigin verki né myndefni úr því,“ skrifar Dóra.

Hún segir stöðuna óeðlilega í verkefni sem nýtur opinbers stuðnings og lýkur færslunni á persónulegri nótu:

„Þetta er ekki eðlileg staða í ríkisstyrktu verkefni. Ég hef varið óhóflegri orku og fjármunum í allt of langan tíma í að fá grundvallarrétt höfunda virtan. Mig langar ekkert meira en að geta nýtt orkuna í uppbyggileg skapandi og skemmtileg verkefni.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tveir fingralangir hlutu dóm fyrir að stela dýrum verkfærum
Innlent

Tveir fingralangir hlutu dóm fyrir að stela dýrum verkfærum

Þvílíkur fengur hjá félögunum
Fleiri smitast af hinni banvænu Nipah-veiru
Heimur

Fleiri smitast af hinni banvænu Nipah-veiru

Krefjast lausnar úr haldi ICE svo faðir geti mætt í jarðarför sonar síns
Heimur

Krefjast lausnar úr haldi ICE svo faðir geti mætt í jarðarför sonar síns

Helga yfirgefur Arion fyrir Miðflokkinn
Pólitík

Helga yfirgefur Arion fyrir Miðflokkinn

Sydney Sweeney hengdi fjölda brjóstahaldara á Hollywood-skiltið
Myndband
Heimur

Sydney Sweeney hengdi fjölda brjóstahaldara á Hollywood-skiltið

Séra Bjarni segir Trump vera holdgerving öfgafullrar vestrænnar einstaklingshyggju
Innlent

Séra Bjarni segir Trump vera holdgerving öfgafullrar vestrænnar einstaklingshyggju

Líkur á eldingum og hellidembu
Landið

Líkur á eldingum og hellidembu

Tekinn fullur á bíl í ljósum logum
Myndir
Heimur

Tekinn fullur á bíl í ljósum logum

„Við vorum bara alltaf að borða afganga og höfðum úr litlu að moða“
Fólk

„Við vorum bara alltaf að borða afganga og höfðum úr litlu að moða“

Selja eitt skrautlegasta heimili borgarinnar
Myndir
Fólk

Selja eitt skrautlegasta heimili borgarinnar

Lögreglan vakti íslenska Þyrnirós
Innlent

Lögreglan vakti íslenska Þyrnirós

Umfangsmikil leit að maka barnabarns Mick Jagger
Heimur

Umfangsmikil leit að maka barnabarns Mick Jagger

Ólafur Ragnar slær í gegn á TikTok
Myndband
Fólk

Ólafur Ragnar slær í gegn á TikTok

Innlent

Tveir fingralangir hlutu dóm fyrir að stela dýrum verkfærum
Innlent

Tveir fingralangir hlutu dóm fyrir að stela dýrum verkfærum

Þvílíkur fengur hjá félögunum
Valur gagnrýnir íslensk yfirvöld harðlega
Innlent

Valur gagnrýnir íslensk yfirvöld harðlega

Dóra leiðréttir misskilning fjölmiðla
Innlent

Dóra leiðréttir misskilning fjölmiðla

Séra Bjarni segir Trump vera holdgerving öfgafullrar vestrænnar einstaklingshyggju
Innlent

Séra Bjarni segir Trump vera holdgerving öfgafullrar vestrænnar einstaklingshyggju

Lögreglan vakti íslenska Þyrnirós
Innlent

Lögreglan vakti íslenska Þyrnirós

Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks
Innlent

Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks

Loka auglýsingu