1
Heimur

Vinsælli strönd á Tenerife lokað

2
Fólk

Eitt glæsilegasta hús Íslands komið aftur á sölu

3
Innlent

Hafnfirsk kona vill losna úr málamyndahjónabandi

4
Heimur

Laundóttir Freddie Mercury látin

5
Minning

Björgvin Haukur Jóhannsson er látinn

6
Innlent

Ákærð fyrir að hafa blekkt Reykjavíkurborg í þrjú ár

7
Fólk

María Lilja glímir við alvarleg veikindi

8
Heimur

Háttsettur Rússi hótar að „klára“ Evrópu með kjarnorkuvopnum

9
Innlent

Einn fluttur á bráðamóttökuna

10
Fólk

Borgarbókasafnið hrósar Nönnu sérstaklega

Til baka

Ellen Calmon fer í framboð

Er formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar

Ellen Calmon
Ellen CalmonVill verða borgarfulltrúi
Mynd: Aðsend

Ellen Calmon, formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og varaborgarfulltrúi í Reykjavík, sækist eftir 3.–5. sæti í rafrænu flokksvali Samfylkingarinnar sem fer fram 24. janúar 2026. Ellen er menntuð grunnskólakennari með B.Ed.-gráðu, hefur lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu og er að ljúka meistaranámi í opinberri stjórnsýslu.

„Ellen hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna, meðal annars sem formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í þrjú ár, þar á meðal á krefjandi tímum COVID-faraldursins, og setið í framkvæmdastjórn flokksins. Hún hefur jafnframt víðtæka reynslu úr þriðja geiranum, einkum á sviði velferðar-, mannréttinda- og jafnréttismála. Hún var formaður Öryrkjabandalags Íslands í fjögur ár og sat í stjórn bandalagsins í sjö ár, auk þess sem hún hefur starfað markvisst að réttindum fatlaðs fólks og barna og tekið virkan þátt í jafnréttisbaráttu, meðal annars í tengslum við kvennahreyfinguna. Þá hefur hún setið í stjórnum og nefndum bæði innanlands og á alþjóðavettvangi, þar á meðal hjá European Women’s Lobby og European Disability Forum, verið formaður Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu, og á í dag sæti í stjórn Lánatryggingasjóðs kvenna,“ segir í tilkynningu hennar.

„Í framboði sínu leggur Ellen Calmon áherslu á jafnrétti, inngildingu og mannréttindi sem grunn að réttlátri og öflugri borg. Hún vill að Reykjavíkurborg sé fyrirmynd í baráttunni gegn mismunun og að algild hönnun verði ávallt grunnviðmið í allri stefnumótun, þjónustu og skipulagi. Sérstök áhersla er lögð á málefni barna, þar sem réttindi þeirra, öryggi og jöfn tækifæri frá upphafi eigi að vera leiðarljós í ákvörðunum borgarinnar, með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lifandi ramma.

Ellen leggur jafnframt áherslu á sterkt samstarf heimila, skóla og samfélags, öflugar forvarnir gegn ofbeldi með sérstakri áherslu á börn og ungmenni, og aðgengilega þjónustu sem styður við fjölbreyttar fjölskyldur, meðal annars foreldra með annað móðurmál en íslensku. Hún vill byggja upp barnvæna borg í verki, meðal annars með jöfnunartækjum velferðarsamfélagsins, auknum menningar- og frístundatækifærum barna og uppbyggingu barnamenningarhúss að norrænni fyrirmynd.

Þá vill Ellen vinna að aldursvænni og inngildandi borg þar sem eldra fólk getur lifað með reisn, öryggi og virkni alla ævi, með þjónustu sem styður sjálfstætt líf, aukinni félagslegri þátttöku og markvissum forvörnum gegn ofbeldi. Sérstök áhersla er lögð á að ná betur til eldra fólks með annað móðurmál en íslensku og tryggja að enginn verði ósýnilegur í þjónustu borgarinnar.

Í borgarskipulagi og stjórnsýslu vill Ellen efla virkt lýðræði, endurvekja íbúaráðin og styrkja reglulegt samráð við íbúa í hverfunum. Hún leggur áherslu á sanngjarnar og sjálfbærar lausnir í umferðarmálum, þar sem lífsgæði, heilsa, umhverfi og réttlát nýting borgarrýmisins eru í forgrunni, og að íbúar fái raunverulegt val og áhrif á þróun nærumhverfis síns.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Matthías heppinn að sleppa lifandi eftir ákeyrslu rútu
Myndband
Innlent

Matthías heppinn að sleppa lifandi eftir ákeyrslu rútu

Leita að rútu sem ók bíl upp að vegg og hvarf í Hafnarfirði
Channing Tatum pissaði á Amöndu Seyfried
Heimur

Channing Tatum pissaði á Amöndu Seyfried

Selja aðflutt einbýli í miðborginni
Myndir
Fólk

Selja aðflutt einbýli í miðborginni

Dómari segir Ohio State-háskólann hafa brotið gegn tjáningarfrelsi stúdents
Heimur

Dómari segir Ohio State-háskólann hafa brotið gegn tjáningarfrelsi stúdents

Mummi Týr ræðst harðlega að Miðflokknum
Pólitík

Mummi Týr ræðst harðlega að Miðflokknum

María Lilja glímir við alvarleg veikindi
Fólk

María Lilja glímir við alvarleg veikindi

„Við erum sem sagt að fara að taka gullið!“
Sport

„Við erum sem sagt að fara að taka gullið!“

Móðir berst við TikTok eftir andlát sonar síns
Heimur

Móðir berst við TikTok eftir andlát sonar síns

Björgvin Haukur Jóhannsson er látinn
Minning

Björgvin Haukur Jóhannsson er látinn

Opið bréf til Utanríkisráðherra
Skoðun

Reynir Valgeirsson

Opið bréf til Utanríkisráðherra

Ákærð fyrir að hafa blekkt Reykjavíkurborg í þrjú ár
Innlent

Ákærð fyrir að hafa blekkt Reykjavíkurborg í þrjú ár

Börn gómuð við þjófnað
Innlent

Börn gómuð við þjófnað

Rapparinn Ezekiel Carl dæmdur fyrir líkamsárás í Austurstræti
Innlent

Rapparinn Ezekiel Carl dæmdur fyrir líkamsárás í Austurstræti

Pólitík

Ellen Calmon fer í framboð
Pólitík

Ellen Calmon fer í framboð

Er formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar
„Bless bless Samfylking“
Pólitík

„Bless bless Samfylking“

Mummi Týr ræðst harðlega að Miðflokknum
Pólitík

Mummi Týr ræðst harðlega að Miðflokknum

Alexandra lætur Trump finna til tevatnsins
Pólitík

Alexandra lætur Trump finna til tevatnsins

Kristrún varar við sundrungu í umræðu um innflytjendamál
Pólitík

Kristrún varar við sundrungu í umræðu um innflytjendamál

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar
Pólitík

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar

Loka auglýsingu