Karlmaður frá Fáskrúðsfirði á fertugsaldri hefur verið dæmdur í fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur.
Hann var ákærður fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa, mánudaginn 2. september 2024, á Reykjavíkurflugvelli í Reykjavík, haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 35,84 grömm af amfetamíni, 19,69 grömm af Alprazolam Mylan og 60 stykki af Elvanse Adult, sem lögregla fann í bakpoka ákærða. Þá fannst einnig vog við rannsókn málsins og var hún gerð upptæk.
Hann játaði brot sitt en hann hafði tvívegis áður hlotið dóm fyrir umferðarlagabrot.
Dómurinn er skilorðsbundinn og þarf maðurinn að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns 167.400 krónur, og 70.451 krónu í annan sakarkostnað.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment