Lai Van Pham hefur verið dæmdur í 20 mánaða fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness en dómurinn var birtur fyrir stuttu.
Hann var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa sunnudaginn 24. ágúst 2025 staðið að innflutningi á samtals 1.004,60 grömmum af kókaíni með styrkleika 87%, og 17.025 grömmum af maríhúana, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni, en fíkniefnin flutti hann til Íslands sem farþegi með flugi frá Kanada til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstöskum sem ákærði hafði meðferðis.
Lai játaði brot sitt en var ekki talinn vera eigandi eiturlyfjanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Hann hafði ekki gerst brotlegur áður á Íslandi.
Dómur hans er óskilorðsbundinn og þarf hann að greiða 1.359.389 krónur í sakarkostnað.
Komment