Jón Skafti Kristjánsson hefur verið ráðinn forstöðumaður erlendra viðskipta á viðskiptavinasviði Póstsins þar sem hlutverk hans verður að efla erlend viðskiptasambönd en þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.
„Jón Skafti býr yfir mikilli og dýrmætri reynslu og við hjá Póstinum erum ákaflega ánægð með að fá hann til liðs við okkur,“ segir Eymar Plédel Jónsson, framkvæmdastjóri Viðskiptavinasviðs.
Jón Skafti kemur til Póstsins frá Icelandair þar sem hann gegndi stöðu sölu- og markaðsstjóra í Norður-Ameríku, með starfsstöð í Boston. Áður hafði hann starfað sem forstöðumaður markaðsdeildar Icelandair, vörumerkjastjóri Icelandair og sem verkefnastjóri hjá Icelandair Cargo. Hann er með meistaragráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Copenhagen Business Scool og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.
„Það er heiður að fá tækifæri til að leiða frábært teymi hjá Póstinum á tímum spennandi umbreytinga,“ segir Jón Skafti. „Kjarninn í starfsemi Póstsins er að tengja saman fólk, fyrirtæki og samfélög í gegnum traust dreifikerfi og ég hlakka til að nýta reynslu mína af alþjóðlegum markaðs- og sölumálum til að byggja ofan á þann sterka grunn sem fyrir er og skapa ný tækifæri til vaxtar og samstarfs á alþjóðavísu.“
Komment