1
Innlent

Lögreglumenn sýnilega pirraðir á mótmælendum

2
Innlent

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum

3
Innlent

Óskar dæmdur fyrir að lemja kærustu sína

4
Minning

Björk Aðalsteinsdóttir er látin

5
Innlent

Lögreglan lýsir eftir Aylin

6
Skoðun

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”

7
Landið

MAST tekur fé bónda á Úthéraði

8
Minning

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá

9
Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí

10
Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni

Til baka

Fimm vísbendingar í leitinni að morðingja Charlie Kirk

FBI birtir myndband af hinum grunaða

Charlie Kirk
Leitin að morðingja Charlie KirkFarið yfir myndskeið sem náðust af morðingjanum
Mynd: PATRICK T. FALLON / AFP

Leitin að morðingja Charlie Kirk heldur áfram og hefur bandaríska alríkislögreglan (FBI) birt myndefni af grunuðum árásarmanni flýja vettvanginn.

Íhaldssami aðgerðasinninn var skotinn til bana á miðvikudag þegar hann hélt fyrirlestur við Utah Valley-háskólann. Atburðurinn hefur verið kallaður „pólitískt morð.“

Líkkista Kirk var flutt með flugvélinni Air Force Two frá Utah til Phoenix, þar sem samtök hans, Turning Point USA, eiga aðsetur. Donald Trump sagði við fjölmiðla að hann hygðist mæta í jarðarför Kirk.

FBI hefur birt fjölda mynda og myndbanda af einstaklingi sem er eftirlýstur í tengslum við morðið.

Samkvæmt Spencer Cox, ríkisstjóra Utah, hafa almenningur og vitni þegar skilað inn yfir 7.000 ábendingum. Boðið er upp á 100.000 dollara í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku.

Öryggisráðuneyti Utah birti fjórar ljósmyndir af hinum grunaða, sem talið er að sé á háskólaaldri. Hann var þá klæddur í svartan síðermabol með bandaríska fánanum, sólgleraugu, Converse-skóm og derhúfu.

Hér eru fimm vísbendingar sem FBI vonast til að geti hjálpað við leitina:

Lófafar

Rannsakendur segja að hinn grunaði hafi skilið eftir lófaför þegar hann sást liggja efst vinstra megin á þaki byggingar áður en hann hljóp yfir til hægri, klifraði niður og stökk fram af.

Skófar

FBI staðfesti að fundist hafi skófar og einnig far eftir framhandlegg, sem gæti hjálpað við rannsóknina.

Beau Mason, yfirmaður öryggisráðuneytis Utah, sagði að maðurinn „virðist vera á háskólaaldri.“

„Við höfum rakið ferðir hans inn á háskólasvæðið, í gegnum stigaganga upp á þak, yfir þakið að skotstaðnum,“ sagði hann.

„Eftir skotið náðum við að rekja hann yfir á hina hliðina á byggingunni, þar sem hann stökk niður og flýði af háskólasvæðinu inn í íbúahverfi.“

Öflugur boltsvirkur riffill

Lögregla fann öflugan boltvirkann riffil í skógi á háskólasvæðinu sem talið er að hafi verið notaður í árásinni.

Samkvæmt yfirvöldum var byssan vafin inn í handklæði með eitt notað skothylki í hólfinu. Vopnið er nú til rannsóknar á rannsóknarstofa FBI.

The New York Times greinir frá því að um hafi verið að ræða innfluttan Mauser .30-06 bolt action riffil.

Skotfæri með áletrunum

Samkvæmt innanhússminnisblaði lögreglu fundust skotfæri með áletrunum tengdum „trans hugmyndafræði og and-fasískum hugmyndum.“

Þrjú ónotuð skot fundust merkt með slíkum skrifum. Yfirvöld sögðu þó að áletranirnar gætu hafa verið „rangt lesnar eða túlkaðar.“

Ítarleg skipulagning

Skotmaðurinn, sem talinn er að hafi blandast fjöldanum á háskólasvæðinu, skaut aðeins einu sinni frá þakinu. Myndband sem birt var í gær sýnir hann ganga yfir grasflatir og yfir götu áður en hann hvarf sjónum.

„Ég get sagt ykkur að þetta var markviss árás,“ sagði Robert Bohls, yfirmaður FBI í Salt Lake City.

Brad Garrett, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá FBI, sagði að vísbendingarnar sýni að árásin hafi verið vandlega skipulögð, allt niður í smáatriði, þar á meðal að skilja riffilinn eftir á flóttaleiðinni.

„Hann gerði það líklega til að sjást ekki hlaupa með vopn í gegnum íbúahverfi,“ sagði Garrett í viðtali við ABC News.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lögreglan lýsir eftir Aylin
Innlent

Lögreglan lýsir eftir Aylin

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum
Innlent

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”
Skoðun

Steinunn Árnadóttir

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni
Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni

MAST tekur fé bónda á Úthéraði
Landið

MAST tekur fé bónda á Úthéraði

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí
Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá
Minning

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá

Óskar dæmdur fyrir að lemja kærustu sína
Innlent

Óskar dæmdur fyrir að lemja kærustu sína

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“
Heimur

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“

Rooney gagnrýnir Salah og efast um vinnusiðferði hans
Sport

Rooney gagnrýnir Salah og efast um vinnusiðferði hans

Lögreglumenn sýnilega pirraðir á mótmælendum
Myndir
Innlent

Lögreglumenn sýnilega pirraðir á mótmælendum

Hildur undirbýr sig fyrir átök
Slúður

Hildur undirbýr sig fyrir átök

Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí
Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí

Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa áhyggjur af fjölgun andláta í sjó og sundlaugum
Ben-Gvir stoltur af illri meðferð á aðgerðasinnunum
Heimur

Ben-Gvir stoltur af illri meðferð á aðgerðasinnunum

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“
Heimur

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“

Þýskaland hótar að draga sig úr Eurovision ef Ísrael verður útilokað
Heimur

Þýskaland hótar að draga sig úr Eurovision ef Ísrael verður útilokað

Karlmaður þungt haldinn eftir alvarlegt slys á Tene
Heimur

Karlmaður þungt haldinn eftir alvarlegt slys á Tene

Greta er laus úr haldi Ísraela
Heimur

Greta er laus úr haldi Ísraela

Loka auglýsingu