Fjórir einstaklingar hafa verið skipaðir í embætti af stjórnvöldum en greint er frá þessu í tilkynningu frá áðurnefndum stjórnvöldum.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, hefur skipað Jón Ásgeirsson í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu orkumála, Björn Helga Barkarson í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu náttúru- og minjaverndar og Steinunni Fjólu Sigurðardóttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu umhverfisgæða. Þá hefur Logi Einarsson, settur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra vegna skipunar skrifstofustjóra á skrifstofu loftslagsmála, skipað Magnús Örn Agnesar Sigurðsson í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu loftslagsmála.
Fjórar stöður skrifstofustjóra í ráðuneytinu voru auglýstar lausar til umsóknar í október í tengslum við breytingar á skipulagi ráðuneytisins og bárust alls 65 umsóknir um embættin.
Skipuritsbreytingunum sem taka gildi 1. janúar nk. er ætlað að stytta boðleiðir og skerpa á forgangsröðun og verkaskiptingu í ráðuneytinu þannig að áherslumál ríkisstjórnarinnar í umhverfis-, orku- og loftslagsmálum komist hratt til framkvæmda.


Komment