1
Peningar

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri

2
Minning

Atli Dagbjartsson er fallinn frá

3
Heimur

Leyndardómsfullt mannshvarf á Kanaríeyjum

4
Heimur

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans

5
Innlent

Konan fundin

6
Menning

Júlí Heiðar fær ekki nóg

7
Innlent

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött

8
Menning

Djammað og djúsað á Októberfest

9
Sport

Albert meiddist í stórsigri Íslands

10
Innlent

Fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás

Til baka

Fjölmargir ökumenn stöðvaðir undir áhrifum – Tveir í annarlegu ástandi reknir úr bílastæðahúsi

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir
Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir
Mynd: Lára Garðarsdóttir

Fjórir aðilar gista fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Mikið var um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Hér eru nokkur dæmi úr atburðum næturinnar.

Ökumaður var stöðvaður við almennt umferðareftirlit í miðbæ Reykjavíkur en í ljós kom að hann var án ökuréttinda. Einnig voru skráningarmerki bifreiðarinnar fjarlægð vegna vanskila á vátryggingu. Málið var afgreitt með vettvangsskýrslu.

Lögreglunni barst tilkynning um aðila í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur en hann stóð ekki í lappirnar sökum ölvunar. Var hann því vistaður í fangaklefa vegna ástandsins.

Tilkynning barst um tvo aðila í annarlegu ástandi í bílastæðahúsi í Laugardalnum. Samkvæmt tilkynnanda voru þeir að reyna að komast inn í bíla. Eftir að lögreglan ræddi við þá var þeim vísað á brott.

Þá hafði lögreglan afskipti af öðrum aðila í annarlegu ástandi í Laugardalnum en hann stóð þó upp sjálfur, afþakkaði hjálp lögreglu og gekk sína leið.

Í Laugardalnum barst tilkynning um húsbrot og rán í íbúð en ræninginn var handtekinn stuttu síðar, skammt frá vettvangi og var færður í fangaklefa vegna málsins.

Og enn af Laugardalnum, ökumaður var þar stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Að því loknu var hann frjáls ferða sinna.

Ökumaður var stöðvaður í Háaleitis- og Bústaðahverfi vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð til blóðsýnatöku en var laus að því loknu. Það sama má segja um ökumann sem stöðvaður var í Hafnarfirði, grunaður um það sama.

Þá var ökumaður í Garðabæ stöðvaður vegna gruns um akstur undir ávana- og fíkniefna. Kom í ljós að hann reyndist einnig án ökuréttindar auk þess sem hann var ekki í öryggisbelti við akstur. Var hann fluttur á lögreglustöð til blóðsýnatöku en sleppt að því loknu.

Í Breiðholtinu var hringt í lögregluna vegna aðila í annarlegu ástandi í verslun. Var honum vísað á brott án vandræða.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Grafarholtinu, grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna en í ljós kom með annan þeirra að hann var án ökuréttinda. Voru þeir báðir handteknir og færðir á lögreglustöð til blóðsýnatöku en frjálsir ferða sinnar eftir það.

 

 

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Albert meiddist í stórsigri Íslands
Sport

Albert meiddist í stórsigri Íslands

Óvíst er með þátttöku Alberts gegn Frakklandi
Leyndardómsfullt mannshvarf á Kanaríeyjum
Heimur

Leyndardómsfullt mannshvarf á Kanaríeyjum

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött
Innlent

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði
Innlent

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza
Innlent

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza

„Áhrifavaldur Guðs“ tekinn í dýrlingatölu
Heimur

„Áhrifavaldur Guðs“ tekinn í dýrlingatölu

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans
Heimur

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri
Peningar

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri

Atli Dagbjartsson er fallinn frá
Minning

Atli Dagbjartsson er fallinn frá

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza
Innlent

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael
Innlent

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael

Djammað og djúsað á Októberfest
Myndir
Menning

Djammað og djúsað á Októberfest

Innlent

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött
Innlent

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött

„Orð hafa áhrif, hvort sem maður vill það eða ekki, og það skiptir máli að velja þau vel,“
Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael
Innlent

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði
Innlent

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza
Innlent

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza
Innlent

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza

Loka auglýsingu