1
Landið

„Hrafnarnir flúðu af hólmi en ég sá blóðbletti í snjónum“

2
Innlent

Hafnfirðingur vill skilja við eiginmann sinn

3
Fólk

„Tíminn læknar ekki öll sár en maður lærir að lifa“

4
Heimur

Trump sagður hafa sofnað á vandræðalegu augnabliki

5
Innlent

Nær allir vilja að Sigríður Björk víki

6
Fólk

Selja einstakt einbýli á Álftanesi

7
Heimur

Rússneskur læknanemi handtekinn rétt eftir saklausa Google-leit

8
Innlent

Dæmdur fyrir lögbrot í Kringlunni

9
Heimur

Bílaþjófur olli usla á Las Palmas

10
Innlent

Lögreglan tók „vímaðan“ ökumann sem á að vísa úr landi

Til baka

Björn Leví Gunnarsson

Björn Leví Gunnarsson

Fólkið sem vildi verða fangaverðir - Að vera þingmaður 13. kafli

Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson

Hvert ert þú? 

Ég heiti Björn Leví Gunnarsson, ég ólst upp í Þorlákshöfn, Sauðárkrók og Grundarfirði. Ég lærði íþróttafræði við framhaldsskólann í Ármúla og hef unnið í leikskóla, grunnskóla, pillað rækju, flakað fisk, lagt gangstéttir, handlangað í múrverki, …

Nei, ég meina. Hver ert þú? Ekki hvað ert þú. 

Já, afsakið. Ég er eiginmaður. Ég er faðir. Ég er nörd. 

Nei, þú skilur ekki. HVER ert þú?

Ég skil ekki. Hvað meinar þú hver ég er?

Kannast þú við Standford prison rannsóknina, þar sem 24 karlkyns háskólanemar voru valdir af handahófi til þess að vera annað hvort fangaverðir eða fangar?

Já, ég hef heyrt um þessa rannsókn. Hvað kemur hún því við hver ég er?

Jú, rannsókninni var hætt eftir einungis sex daga vegna yfirgengilegra viðbragða þátttakenda. Verðirnir voru farnir að pynta fangana, með tilheyrandi afleiðingum á líðan fanganna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu hvaða áhrif vald hefur á okkur - sýndu okkar innri mann. Eða eins og grein Britannica (https://www.britannica.com/story/what-the-stanford-prison-experiment-taught-us) segir:

„Þó að niðurstöður hans hafi á köflum veitt ógnvekjandi innsýn í getu mannkyns, juku þær skilning okkar á mannlegum mörkum. Niðurstöður Zimbardo vörpuðu ljósi á það hvernig pyndingarnar í Abu Ghraib eða nauðganirnar í Nanjing í Kína gætu verið aðstæðubundið fyrirbæri en ekki alltaf skapgerðarbundið.“

Eða hvað?

Rannsóknin var lygi. Vörðunum var sagt hvað þeir áttu að gera. Þetta var leikrit. Tilgangurinn var að búa til sláandi rannsóknarniðurstöður sem pössuðu við tilgátu Zimbardo um hvers vegna ýmsir hörmulegir atburðir gátu gerst. Niðurstöðurnar áttu að segja okkur að það þyrfti ekki mikið til, til þess að venjulegir háskólanemar gætu orðið að hrottalegum pynturum. 

Og hvað? Hvernig hjálpar þetta mér að svara því hver ég er? 

Allt í lagi, það er kannski óljóst út frá þessu dæmi. Kannast þú við rafstuðstilraunin Milgrams? Þar sem venjulegt fólk var fengið til þess að kenna nemendum með rafstuði. Ef nemandinn svaraði einhverri spurningu rangt, þá átti kennarinn að veita nemandanum rafstuð - sem jókst eftir því sem röngu svörunum fjölgaði. Rannsóknin sýndi okkur hvernig við hlýðum skipunum, jafnvel skipunum sem gera það að verkum að við meiðum annað fólk. Rannsóknin varpaði ljósi á það hvernig fangaverðir í útrýmingarbúðum voru bara að vinna samkvæmt skipunum.

Já, ég hef heyrt af þessari tilraun. Ertu þá að spyrja hvort ég viti hvort ég myndi hlýða svoleiðis skipunum?

Ekki alveg - því þessi rafstuðsrannsókn var líka ákveðin blekking. Niðurstöðurnar voru stórlega ýktar. 

Ertu þá að spyrja hvort ég myndi svindla til þess að reyna að sýna að ég hefði rétt fyrir mér?

Bæði. Af því að þó rannsóknirnar hafi verið óheiðarlegar - þá voru samt fangaverðir í útrýmingarbúðunum og í Abu Ghraib, svo ýkt dæmi séu tekin. En líka á Laugalandi, Varpholti, Breiðavík og víðar. 

Bæði betra?

Hvernig á ég að skilja hver ég er út frá þessum dæmum? Þetta eru ömurleg dæmi til þess að bera sig saman við. Af hverju má ég ekki nota dæmi eins og Rosa Parks, Nelson Mandela, Ernest Shackleton, Socrates eða sá sem stóð fyrir framan skriðdrekann á Tianamen torgi? Ég myndi miklu frekar vilja reyna að vera eins og þau. 

Auðvitað. Flest erum við hversdagshetjur. Eða ég vona það allavega. Staðreyndin er samt sú að hversu mikið sem við viljum gera vel þá tekst það ekki alltaf. Eins manns hetja er annars manns skúrkur - eins og sést mjög greinilega í þeim harðvítugu átökum sem við höfum séð á undanförnum árum í Úkraínu og Palestínu. Þar sem fólk deyr úr hungri er auðveldara að finna skúrka en hetjur.

Bæði verra?

Þetta leikna samtal hér að ofan er nokkurs konar fjallabaksleið að því að segja að heimurinn er flókinn. Gott fólk gerir slæma hluti en slæmt fólk gerir sjaldan góða hluti. Því við skulum ekkert blekka okkur með þetta. Dæmin eru til staðar. 

Ég rifja þetta upp vegna þess að sem þingmaður þá heimsótti ég nokkur fangelsi til þess að skoða aðstæður. Ég sá aðstæðurnar á Litla-Hrauni, sem er ónýtt hús og það er stórfurðulegt að það sé hægt að nota það sem fangelsi. Ef þetta húsnæði væri notað í einhverja aðra starfsemi en sem fangelsi væri eitthvað heilbrigðiseftirlit búið að loka starfseminni. En þar sá ég fangaverðina - algjört fagfólk að sinna svakalega erfiðu starfi í svakalega erfiðum aðstæðum. Hvernig þau fóru að því lærði ég þegar ég fór í heimsókn á Kvíabryggju.

Mönnun fangelsa barst þar í tal út af fyrirspurnum mínum til yfirvalda um rekstur fangelsa. Hvernig þau væru í rauninni rekin í manneklu. Þar var okkur þingmönnum sagt að það væri erfitt að ráða fólk í stöðu fangavarða. Því þó margir vildu verða fangaverðir, þá væri ekki hægt að ráða hvern sem er. Því mjög margir sem sækja um að verða fangavörður gera það til þess að komast í þá stöðu að ráða yfir öðrum. Afleiðingin af því verður ofbeldi gagnvart föngunum. 

Heimurinn er flókinn því það er erfitt að vita hvort fólkið sem vill verða fangaverðir geti sinnt því starfi með sómasamlegum hætti. Alveg eins og það er erfitt að vita hvort fólkið sem vill verða kennarar eða verkfræðingar eða stjórnmálamenn - geti staðið undir þeirri ábyrgð sem það axlar gagnvart öðru fólki. Því þó flestir vilji kannski vera jákvæð fyrirmynd, þá eru merkilega margir sem fylgdu fólki sem reyndist hafa neikvæð áhrif á líf annara. Svona svo vægt sé til orða tekið. 

Hver er ég þá?

Þannig að ef ég á að segja hver ég er, þá kannski auðveldast að útskýra það með því að segja hver ég vildi vera. Ég myndi vilja vera eins góð manneskja og Lúlla amma mín var. Ég myndi vilja vera eins hugrakkur og réttsýnn eins og Clair Patterson var. En ég myndi líka vilja geta sungið og teiknað án þess að eiga séns í það. Ég geri bara mitt besta.

En eins og sagan segir okkur, þá eru ekki allir að gera sitt besta. Að minnsta kosti ekki fyrir alla. Dæmin eru svo mörg að vísbendingarnar eru ótal margar. Samt tekst okkur alltaf að misstíga okkur, aftur og aftur, og falla fyrir orðskrúð þeirra sem vilja verða fangaverðir - en ættu alls ekki að vera það. 

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lögreglan tók „vímaðan“ ökumann sem á að vísa úr landi
Innlent

Lögreglan tók „vímaðan“ ökumann sem á að vísa úr landi

Var sleppt eftir birtingu ákvörðunar um brottvísun.
Selja einstakt einbýli á Álftanesi
Myndir
Fólk

Selja einstakt einbýli á Álftanesi

Hafnfirðingur vill skilja við eiginmann sinn
Innlent

Hafnfirðingur vill skilja við eiginmann sinn

Dæmdur fyrir lögbrot í Kringlunni
Innlent

Dæmdur fyrir lögbrot í Kringlunni

Frábær kjúklingaréttur á stuttum tíma
Menning

Frábær kjúklingaréttur á stuttum tíma

Fullt hús á stórfenglegum tónleikum Elínar Hall
Myndir
Menning

Fullt hús á stórfenglegum tónleikum Elínar Hall

„Tíminn læknar ekki öll sár en maður lærir að lifa“
Viðtal
Fólk

„Tíminn læknar ekki öll sár en maður lærir að lifa“

Bílaþjófur olli usla á Las Palmas
Heimur

Bílaþjófur olli usla á Las Palmas

„Hrafnarnir flúðu af hólmi en ég sá blóðbletti í snjónum“
Myndband
Landið

„Hrafnarnir flúðu af hólmi en ég sá blóðbletti í snjónum“

Rússneskur læknanemi handtekinn rétt eftir saklausa Google-leit
Heimur

Rússneskur læknanemi handtekinn rétt eftir saklausa Google-leit

„Enn er votlendi raskað en nú er mál að linni“
Innlent

„Enn er votlendi raskað en nú er mál að linni“

Trump sagður hafa sofnað á vandræðalegu augnabliki
Myndband
Heimur

Trump sagður hafa sofnað á vandræðalegu augnabliki

Nær allir vilja að Sigríður Björk víki
Innlent

Nær allir vilja að Sigríður Björk víki

Skoðun

Hvað er til bragðs að taka?
Skoðun

Margrét Kristín Blöndal

Hvað er til bragðs að taka?

Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna

Spillingin sem þrífst innan valdakerfisins
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Spillingin sem þrífst innan valdakerfisins

Fólkið sem vildi verða fangaverðir - Að vera þingmaður 13. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Fólkið sem vildi verða fangaverðir - Að vera þingmaður 13. kafli

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu
Skoðun

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu

Tryggið öryggi Frelsisflotans
Skoðun

Félagið Ísland - Palestína

Tryggið öryggi Frelsisflotans

Loka auglýsingu