1
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

2
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

3
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

4
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

5
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

6
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

7
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

8
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

9
Innlent

Líkamsárás í Laugardal

10
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Til baka

Fornleifar í Fagradal varpa nýju ljósi á landnám á Austurlandi

„Þetta er allt að minnsta kosti fyrir árið 1158, líklega á tímabilinu 1000 til 1100“

fagridalur_toft_web
FornleifarFaðir Indriða, Skarphéðinn Þórisson heitinn fann minjarnar 2011
Mynd: Indriði Skarphéðinsson

Fornleifafræðingar rannsökuðu síðasta sumar rústir í Fagradal á Brúaröræfum sem talið er að séu frá árunum 1000–1100. Byggingarnar benda til þess að ekki löngu eftir landnám hafi fólk verið farið að setjast að og nýta land langt inni á hálendinu.

„Þetta er allt að minnsta kosti fyrir árið 1158, líklega á tímabilinu 1000 til 1100,“ segir Indriði Skarphéðinsson fornleifafræðingur, sem stýrði fyrstu formlegu rannsóknum á svæðinu í fyrra, í samtali við Austurfrétt.

Í Fagradal fundust fjögur hús, þar af þrjú minni og eitt stærra sem líklega hefur verið skáli. Þar hefur fólk dvalið tímabundið eða lengur. Rústirnar fundust fyrst árið 2011 þegar Skarphéðinn Þórisson, faðir Indriða, sá þær úr lofti. Þær hafa síðan verið nefndar Skarphéðinstóftir.

Fuglar og landnýting

Fagridalur er hluti Brúardala, um 30 kílómetra frá bænum Brú á Jökuldal. Þar eru einnig minjar um búsetu frá nýrri tíð, svo sem smalabyrgi frá um 1900. „Þetta er ótrúlega merkilegt svæði út frá gróðurfari, alls staðar í kring er urð og sandur en þarna er gróðurvin,“ segir Indriði.

Eldri heimildir benda til að dalurinn hafi áður verið enn grónari og jafnvel nýttur til seljabúskapar.

Rannsóknir á tóftunum gefa vísbendingar um hvernig landið var nýtt á landnámsöld. Líklegt þykir að þær hafi verið byggðar til að tryggja rétt á svæðinu, til dæmis vegna fuglaveiða, þar sem álftir og gæsir voru mikilvæg fæða.

„En svo er líka talað um að landið sé fullsetið 60 árum eftir landnám, sem manni finnst ótrúlegt í dag, en það þýðir að það er fullnýtt,“ segir Indriði.

Heillegar rústir

Stærsta tóftin, skálinn, er um 11 metra langur og fimm metra breiður. Hún er óvenju heilleg. . „Hún stóð svo upp úr landslaginu að við héldum að hún væri jafnvel yngri en það kom annað í ljós þegar við fórum að grafa í þær,“ útskýrir Indriði.

Að hans mati geta frekari rannsóknir varpað ljósi á þróun samfélagsins á Austurlandi eftir landnám og hvernig fólk ferðaðist yfir hálendið og Vatnajökul.

„Það eru þekktar leiðir, menn fóru í ver suður í Lóni. Brúarjökull er stærsti skriðjökull landsins en hafi hann verið innar, sem og Vatnajökull, þá er mikið svæði frá Kverkfjöllum að Snæfelli sem er greiðara yfirferðar og hægt að nýta til beitar, hafi það verið gróið. Það er vitað að Möðrudælingar áttu viðartekju í Skaftafelli og Skaftfellingar hrossabeit í Möðrudal. Þessar ferðir virðast mikið hafa lagst af á 15. öld eftir svartadauða og eldgos,“ segir hann að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Þjófur gómaður í miðju innbroti
Innlent

Þjófur gómaður í miðju innbroti

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu
Myndband
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu
Myndband
Heimur

Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu
Myndir
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Draumurinn að hefja útflutning
Smábátaeigendur krefjast afnáms kvótakerfis í grásleppuveiðum
Landið

Smábátaeigendur krefjast afnáms kvótakerfis í grásleppuveiðum

„Hrafnarnir flúðu af hólmi en ég sá blóðbletti í snjónum“
Myndband
Landið

„Hrafnarnir flúðu af hólmi en ég sá blóðbletti í snjónum“

Dagsektir felldar niður ef olíumengun verður hreinsuð á Eskifirði
Landið

Dagsektir felldar niður ef olíumengun verður hreinsuð á Eskifirði

Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur
Landið

Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum
Landið

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum

Loka auglýsingu