
Tveir karlmenn hafa verið handteknir á Lanzarote á Kanaríeyjum eftir að 20 kíló af kókaíni fundust í húsbíl í eigu þeirra.
Handtakan fór fram 2. september eftir að starfsmenn grunnskóla gerðu lögreglu viðvart en mennirnir höfðu lagt bílnum upp við skólann. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að hún hafi fylgst með öðrum manninum fara reglulega að bílnum að sækja efni meðan hinn maðurinn beið í bílnum. Annar mannanna er sagður vera góðkunningi lögreglunnar á svæðinu.
Á endanum ákvað lögreglan að sækjast eftir leitarheimildin, sem hún fékk, og fann 20 kílóin í bílnum eftir stutta leit. Samkvæmt lögreglunni er söluvirði kókaínsins metið að meira en 100 milljónir króna.
Þá fundust rúmar 11 milljónir króna í húsbílnum sem talið er að hafi komið til vegna fíkniefnasölu.
Komment