
MúlaborgRannsókn málsins miðar vel
Mynd: Reykjavíkurborg
Gæsluvarðhaldið yfir leikskólastarfsmanni á þrítugsaldri, sem talinn er hafa brotið kynferðislega á að minnsta kosti einu leikskólabarni á Múlaborg, hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 24. september, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni.
Samkvæmt lögreglunni miðar rannsókn málsins vel en verið er að skoða aðrar ábendingar sem embættinu hafa borist
Lögreglan segist ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment