
„Ef einhverjir hafa gengið með þá rómantísku hugmynd og afsprengi eðlishyggjunnar í maganum, að konur í valdastöðum séu á einhvern hátt betri en karlar með völd - af því konur eiga börn og eru svo tengdar náttúrunni - þá ætti þeim hinum sömu að vera orðið það ljóst að svo er ekki.“
Þannig hefst Facebook-færsla Guðnýju Gústafsdóttur, stafræns hönnuðar, þar sem hún gagnrýnir þrjár konur í valdastöðum fyrir að hennar mati að hafa stuðlað að þjáningum á Gaza með aðgerðaleysi og innantómum yfirlýsingum. Færslan hefur vakið mikla athygli og verið dreift víða. Þar nefnir hún sérstaklega Þorgerði Katrín Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Guðný bendir á að allar þrjár konur séu mæður, en í færslunni segir hún að þær hafi með orðum og aðgerðarleysi stutt áframhaldandi þjáningar og fjöldamorð á börnum og foreldrum á Gaza. Hún lýsir afstöðu Ursulu von der Leyen sem „fullan stuðning við morð á mæður og börn á Gaza“, og gagnrýnir Þorgerði Katrín fyrir að kjósa opinbera heimsókn til Ursulu fram yfir aðgerðir til að stöðva átökin.
Kristrún Frostadóttir er einnig nefnd fyrir að hafa lýst yfir „ráðaleysi“ eftir að hafa fengið tækifæri til að beita áhrifum til að stöðva þjáningarnar, samkvæmt Guðnýju. Hún segir að með þessu aðgerðarleysi hafi konurnar þvert á fyrri yfirlýsingar sínar stuðlað að daglegu fjöldamorði á Gaza.
Í færslunni birti Guðný einnig myndir af valdakonunum og börnunum þeirra, sem og af mæðrum og feðrum í Gaza með börnin sín, til að undirstrika andstæður þeirra aðgerða og aðstæðna fólksins í Gaza.
Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni.
Komment