1
Fólk

Prettyboitjokkó opnar sig um áföllin

2
Heimur

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni

3
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

4
Landið

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra

5
Heimur

Rússnesk sjónvarpsstöð sýnir byggingar skola á haf út þegar flóðbylgja rekur á land

6
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

7
Heimur

Fyrrverandi forseti Ísraelsþings kallar eftir refsiaðgerðum á Ísrael

8
Innlent

Grunsamlegur bensínbrúsabíll stóð við Seljakirkju í gær

9
Innlent

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri

Til baka

„Get lofað því að ef Þjóðkirkjan væri að breytast í múslímska kirkju er mér að mæta“

Biskup Íslands segir ekki gott að vera sökuð um að boða villutrú og að löngu sé orðið tímabært að uppfæra handbók kirkjunnar, en þar er nú talað um öll kyn og má einnig finna sálma á erlendri tungu

guðrún karls helgudóttir biskup
Guðrún Karls HelgudóttirBiskup Íslands vill ekki láta kenna sig við villutrú
Mynd: Biskupsembættið

Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir óþægilegt að vera sökuð um að boða villutrú og það sé svo sannarlega ekki rétt, en Guðrún greinir helst gagnrýni í umræðu á samfélagsmiðlum eftir að drög að nýrri handbók kirkjunnar voru kynnt á prestastefnu nýverið.

Handbókardrögin vöktu talsverð viðbrögð. Fóru breytingar fyrir brjóstið á einhverjum, en í drögunum eru nú sálmar á erlendum tungum - meðal annars á arabísku, og þá er talað um öll kyn.

Í kjölfarið var biskupinn sakaður um að boða villutrú, af séra Geir Waage, fyrrverandi presti Þjóðkirkjunnar í Morgunblaðinu.

Guðrún var gestur í Morgunútvarpinu.

Hún segir athyglisvert að Morgunblaðið hafi rætt við prest sem hætti að þjóna í Þjóðkirkjunni fyrir fimm árum. Hafi augljóslega ekki kynnt sér vel handbókardrögin.

„Og að fá hann til að kynna þau fyrir fólki, það er svona ákveðin upplýsingaóreiða sem felst í því,“ segir Guðrún. „Það má saka mig um ýmislegt en villutrú er ekki alveg rétt.“

Guðrún segir í drögunum sé verið að auka fjölbreytni tungutaksins í helgihaldi. Gagnrýni snúi meðal annars að sálmi sem er á arabísku, en Guðrún bendir á að hann hafi verið þýddur í sálmabók árið 2013, og í raun séu tugir sálma á öðrum tungumálum en íslensku.

Hún segir marga viðkvæma fyrir hugtakinu allah, er þýðir einfaldlega guð á arabísku og hún segir sálminn sjálfan varla geta verið kristnari, hann sé saminn af kaþólikka frá Nasaret.

„Það virðist vera ákveðin hræðsla hjá mörgum við múslima og íslamska trú. Ég ber bara virðingu fyrir því og það er ekki gott. En það hefur ekkert með íslensku sálmabókina að gera, hún er rammíslensk og hákristin,“ segir Guðrún. „En ég get alveg lofað ykkur því að ef Þjóðkirkjan væri að breytast í einhvers konar múslímska kirkju þá væri mér að mæta. Það er ekki það sem þetta snýst um. En ástæðan fyrir því að það eru sálmar á fleiri tungumálum er sú að það er mjög mikið af fólki sem kemur í kirkju íslensku þjóðkirkjunnar sem talar ekki íslensku.“

Hún segir síðustu handbók kirkjunnar hafa komið út á níunda áratug síðustu aldar og því eðlilegt að uppfæra þau.

„Ég var nú svo sem ekkert að kynna neitt nýtt á prestastefnu heldur hófst þessi vinna fyrir þremur árum og ég hef verið að koma inn í þetta á lokametrunum sem biskup. En það er handbókanefnd sem er að vinna þessa handbók,“ segir Guðrún.

Drögin verði til kynningar og reynslu í kirkjum landsins næstu tvö árin og fólk geti komið athugasemdum um handbókina áleiðis til nefndarinnar. Guðrún segir að með nýrri handbók sé ekki verið að fjarlægja neitt heldur að bæta við, til dæmis með fjölbreyttara tungutaki, til þess að allt fólk sem komi í kirkju upplifi að það sé ávarpað. Þá sé einnig verið að auka fjölbreytni í því hvernig guð sé ávarpaður í bænum.

„Það sem sumir hafa rætt um er að það sé notað hugtakið ljósmóðir lífsins yfir guð og það er til dæmis mjög gamalt hugtak sem hefur verið notað um guð í fornum sálmum okkar Íslendinga, til dæmis hjá Hallgrími Péturssyni, þannig þetta er nú ekkert sem handbókanefnd var að finna upp á.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri
Ný frétt
Innlent

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri

Ólöglegar vörur með bótúlíneitri hafi borist til landsins og verið notaðar hér, og lögregla hefur verið upplýst um málið.
Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

Fyrrverandi forseti Ísraelsþings kallar eftir refsiaðgerðum á Ísrael
Heimur

Fyrrverandi forseti Ísraelsþings kallar eftir refsiaðgerðum á Ísrael

Prettyboitjokkó opnar sig um áföllin
Fólk

Prettyboitjokkó opnar sig um áföllin

Grunsamlegur bensínbrúsabíll stóð við Seljakirkju í gær
Myndir
Innlent

Grunsamlegur bensínbrúsabíll stóð við Seljakirkju í gær

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Rússnesk sjónvarpsstöð sýnir byggingar skola á haf út þegar flóðbylgja rekur á land
Myndband
Heimur

Rússnesk sjónvarpsstöð sýnir byggingar skola á haf út þegar flóðbylgja rekur á land

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni
Heimur

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra
Landið

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga
Peningar

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum
Innlent

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Innlent

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri
Ný frétt
Innlent

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri

Ólöglegar vörur með bótúlíneitri hafi borist til landsins og verið notaðar hér, og lögregla hefur verið upplýst um málið.
„Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi“
Innlent

„Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi“

Grunsamlegur bensínbrúsabíll stóð við Seljakirkju í gær
Myndir
Innlent

Grunsamlegur bensínbrúsabíll stóð við Seljakirkju í gær

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum
Innlent

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum

Margrét Löf ákærð í tengslum við andlát föður síns í Garðabæ
Innlent

Margrét Löf ákærð í tengslum við andlát föður síns í Garðabæ

Matvælastofnun innkallar kleinuhringi
Innlent

Matvælastofnun innkallar kleinuhringi

Loka auglýsingu