
Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 353 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2024 til 1. maí 2025 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 118 íbúa samkvæmt tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands.
Samkvæmt Þjóðskrá fjölgaði íbúum Akureyrarbæjar á tímabilinu um 93 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 47 íbúa og í sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 178 íbúa.
„Þegar horft er til hlutfallslegrar breytingar á íbúafjölda þá hefur íbúum Tjörneshrepps fjölgað hlutfallslega mest frá 1. desember 2024 um 7,3% en íbúum þar fjölgaði um 4 íbúa. Hlutfallslega fjölgaði íbúum næst mest í Fljótsdalshreppi eða um 7%. Af 62 núverandi sveitarfélögum þá fækkaði íbúum í 18 sveitarfélögum en fjölgaði eða stóð í stað í 44 sveitarfélögum,“ segir í tilkynningunni.
Þá fækkaði íbúum Grindavíkurbæjar um 475 á tímabilinu eða um 33,7%.
Þjóðskrá birti einnig skrá yfir fjölda íbúa eftir sveitarfélögum í byrjun mánaðarins og samanburð við íbúatölur frá 1. desember fyrir árin 2019-2024.
Komment