1
Minning

Björk Aðalsteinsdóttir er látin

2
Innlent

Lögreglumenn sýnilega pirraðir á mótmælendum

3
Innlent

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum

4
Innlent

Óskar dæmdur fyrir að lemja kærustu sína

5
Skoðun

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”

6
Landið

MAST tekur fé bónda á Úthéraði

7
Heimur

Þjófagengi á vinsælasta flugvelli Tenerife

8
Minning

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá

9
Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí

10
Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni

Til baka

Hæstiréttur Ísraels úrskurðar: Palestínskum föngum vísvitandi haldið í svelti

Þjóðaröryggisráðherra landsins er æfur vegna dómsins

Itamar Ben-Gvir
Itamar Ben-GvirRáðherrann heilsar stuðningsmönnum sínum
Mynd: AHMAD GHARABLI / AFP

Hæstiréttur Ísraels hefur í sjaldgæfum úrskurði komist að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld í landinu hafi vísvitandi neitað þúsundum palestínskra fanga um lágmarksfæði til að lifa af í skugga þjóðarmorðsstríðsins gegn Gaza.

Þriggja dómara nefnd réttarins, sem hingað til hefur lítið gripið inn í ákvarðanir ríkisstjórnar og hersins á þeim 23 mánuðum sem stríðið á Gaza hefur staðið yfir, tók málið fyrir að beiðni tveggja mannréttindasamtaka í Ísrael.

Rétturinn úrskurðaði einróma á sunnudag að stjórnvöld bæru lagalega skyldu til að tryggja palestínskum föngum þrjár máltíðir á dag til að fullnægja „grundvallarskilyrðum tilveru“ og skipaði yfirvöldum að uppfylla þá skyldu.

Tveir á móti einum dómaranna féllust jafnframt á kæru samtakanna Association for Civil Rights in Israel (ACRI) og Gisha. Var þar tekið undir ásakanir um að markviss skortur á mat í fangelsum Ísraels hefði valdið vannæringu og sulti meðal palestínskra fanga.

Á sama tíma glíma Palestínumenn á Gaza við hungursneyð af mannavöldum, þar sem fólk deyr daglega úr vannæringu.

„Við erum ekki að tala um þægindi eða munað, heldur um grunnskilyrði til að lifa af eins og lögin kveða á um,“ sagði í dómsorði. „Við skulum ekki feta í fótspor versta óvinar okkar.“

Ísraelski herinn hefur handtekið þúsundir Palestínumanna frá Gaza og hernumda Vesturbakkanum frá upphafi nær tveggja ára stríðsins og stórlega aukið handahófskenndar handtökur á þeim sem grunaðir eru um „hryðjuverk“.

Fjöldi fanga sem sleppt hefur verið hefur lýst hrikalegum aðstæðum í ísraelskum fangabúðum, þar sem þeir urðu fyrir pyndingum, ofbeldi, hungri, skorti á heilbrigðisþjónustu, ofþrengslum og sjúkdómum.

ACRI, sem ásamt Gisha lagði fram kæruna, greindi frá því að starfsfólk sitt hefði orðið fyrir „árásum, munnlegu ofbeldi og hótunum“ frá ráðherrum og þingmönnum íhaldsafla í Ísrael á meðan á meðferð málsins stóð í Hæstarétti.

„Upphlaupin fóru að minna sífellt minna á valdbeitingu og meira á örvæntingu,“ sagði í yfirlýsingu í lok júlí þegar réttarhöldin hófust.

Einn helsti málsvari ríkisstjórnarinnar í málinu var Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra úr flokki Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Hann leiðir öfgahægri, trúarlegan flokk og fer með yfirstjórn lögreglu og annarra vopnaðra sveita.

Ben-Gvir réðist á Hæstarétt eftir úrskurðinn og sakaði dómarana um að vinna gegn eigin landi.

„Gíslarnir okkar á Gaza hafa engan Hæstarétt sem ver þá,“ skrifaði hann á X og hélt því fram að Palestínumenn hefðu nú dómstól sér til verndar, sem væri rangt.

„Við munum áfram sjá föngunum sem sitja inni fyrir hryðjuverk fyrir lágmarksþjónustu sem lög gera ráð fyrir,“ bætti hann við.

Í síðasta mánuði heimsótti Ben-Gvir fangaklefa Marwan Barghouti, leiðtoga Fatah, sem hefur setið lengi í fangelsi, og lét taka upp myndband þar sem hann stríddi honum opinberlega. Atvikið vakti harða fordæmingu frá Palestínumönnum og mannréttindasamtökum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Aðalmeðferð í máli Elds gegn RÚV hafin
Innlent

Aðalmeðferð í máli Elds gegn RÚV hafin

Fyrrum formaður Samtakanna 22 er ósáttur við ummæli sem fréttamaður lét falla í sjónvarpinu
Spyr hvort eðlilegt sé að refsa aðgerðasinnum en hundsa brot Ísraels
Innlent

Spyr hvort eðlilegt sé að refsa aðgerðasinnum en hundsa brot Ísraels

Þjófagengi á vinsælasta flugvelli Tenerife
Heimur

Þjófagengi á vinsælasta flugvelli Tenerife

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu
Skoðun

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu

Tryggið öryggi Frelsisflotans
Skoðun

Félagið Ísland - Palestína

Tryggið öryggi Frelsisflotans

Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna

Blóðug líkamsárás nærri fjölbýli
Innlent

Blóðug líkamsárás nærri fjölbýli

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum
Innlent

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”
Skoðun

Steinunn Árnadóttir

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni
Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni

MAST tekur fé bónda á Úthéraði
Landið

MAST tekur fé bónda á Úthéraði

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí
Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí

Heimur

Þjófagengi á vinsælasta flugvelli Tenerife
Heimur

Þjófagengi á vinsælasta flugvelli Tenerife

Flugvélar Icelandair lenda á flugvellinum
Greta er laus úr haldi Ísraela
Heimur

Greta er laus úr haldi Ísraela

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí
Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“
Heimur

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“

Þýskaland hótar að draga sig úr Eurovision ef Ísrael verður útilokað
Heimur

Þýskaland hótar að draga sig úr Eurovision ef Ísrael verður útilokað

Karlmaður þungt haldinn eftir alvarlegt slys á Tene
Heimur

Karlmaður þungt haldinn eftir alvarlegt slys á Tene

Loka auglýsingu