
Dr. Hafsteinn Dan KristjánssonStarfar við Háskólann í Reykjavík sem prófessor.
Mynd: Háskólinn í Reykjavík
Dómsmálaráðherra hefur skipað í refsiréttarnefnd en þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hún hefur það hlutverk að vera ráðuneytinu til ráðgjafar á sviði refsiréttar.
Formaður nefndarinnar er Dr. Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, en hann tekur við formennsku af Dr. Svölu Ísfeld Ólafsdóttur. Hann var einnig aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og þar áður lögfræðingur hjá embættinu.
Auk formannsins taka sæti í nefndinni Daði Kristjánsson héraðsdómari og Hulda Elsa Björgvinsdóttir lögfræðingur. Í nefndinni verða áfram Símon Sigvaldason landsréttardómari og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari
Helstu verkefni nefndarinnar eru að:
- Vera dómsmálaráðherra til ráðgjafar um samningu frumvarpa og annarra reglna á sviði refsiréttar,
- Semja frumvörp og aðrar reglur að beiðni ráðherra á því sviði og í samræmi við áætlun og áherslur ráðherra,
- Veita umsagnir um frumvörp og aðrar tillögur er varða refsirétt,
- Fylgjast með þróun á sviði refsiréttar, þar með talið erlendra refsilaga, einkum á Norðurlöndum, og alþjóðlegum viðhorfum á þessu sviði.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment