
Mynd: Shutterstock
Fámuna veðurblíðu þetta haustið fer senn að lynna. Fljótlega í næstu viku frystir um allt land. Frostið kemur til höfuðborgarinnar á þriðjudag, en í dag og á morgun er milt og gott haustveður með stillum víðast hvar.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum Bliku, lýsir þessu, en hann býst helst við næturfrosti og þíðu yfir daginn.
„Kólnar nú smám saman og það gerist án tiltakanlegra átaka. Þó svo að milda loftið þrjóskist enn við, hefur víða fryst við yfirborð í nótt og morgun með tilheyrandi hálkublattum hér og þar og reyndar hálku á Hellisheiðinni. Hvítnar víða norðantil á landinu, eða í það minnsta gránar í jörð! Sunnantil verða frostnæturnar allsráðandi í komandi viku.“

Veðrið á þriðjudagGert ráð fyrir að hitinn fari í núll gráður í höfuðborginni.
Mynd: Veðurstofan

Veðrið á miðvikudagSól suðvestanlands, en þungbúið fyrir norðan og austan, í klassísku haustveðri.
Mynd: Veðurstofan
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment