
Lögreglan að störfumMyndin tengist ekki fréttinni beint.
Mynd: Reykjavíkurborg
Karlmaður á fimmtugsaldri, sem handtekinn var í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku, var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjavíkur, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gildistími gæslunnar er til 24. september.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur rannsókn málsins gengið vel og hefur maðurinn játað sök. Hraðbankinn, sem hafði verið fjarlægður með peningum innan í, fannst í fyrradag í umdæminu. Þá hefur fólksbifreið, sem leitað var að í tengslum við málið, einnig fundist.
Lögreglan segir að ýmsar ábendingar hafi borist frá almenningi, meðal annars myndefni, sem hafi nýst í rannsókninni. Fyrir það vill hún þakka sérstaklega.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment