1
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

2
Heimur

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar

3
Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann

4
Heimur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna

5
Innlent

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum

6
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

7
Fólk

Íris fagnaði áramótum á klósettinu

8
Innlent

Áfengi og eiturlyf hjá ökumönnum

9
Innlent

Karlmaður réðst á annan með vopni á Ísafirði

10
Fólk

Selja töfrandi fjölskylduhús í Árbænum

Til baka

Húðskammaður fyrir að benda á tengsl Áslaugar Örnu

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, átti í vök að verjast.

Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins
Sigurjón Þórðarson í dagÞingmaður Flokks fólksins hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín um Morgunblaðið, sem hann segir óeðlilegt að veita ríkisstyrki vegna þess að það sé fjölmiðill sérhagsmuna.
Mynd: Alþingi

Þingkona Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Miðflokksins atyrtu Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins harkalega, fyrir að benda á tengsl Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur við Morgunblaðið í umræðu um frumvarp um rekstrarstuðning við fjölmiðla á Alþingi í dag.

Umræðan snýr að frumvarpi Loga Einarssonar, ráðherra menningarmála, um að framlengja núverandi fyrirkomulagi styrkjakerfis fjölmiðla, sem er að norrænni fyrirmynd, um eitt ár. Eina breytingin er að þak styrkja er lækkað úr 25% í 22%, sem getur þýtt að stærstu fjölmiðlarnir fái minni styrki.

Sigurjón Þórðarson hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín um að kominn sé „tími til þess að endurskoða einfaldlega fjárframlög til Morgunblaðsins,“ eins og hann lýsti í viðtali við Útvarp sögu, með útskýringunni: „Við erum að láta þarna gríðarlegar upphæðir inn í blað sem er í rauninni að reka erindi gegn almannahagsmunum og fyrir hagsmunum örfárra auðmanna.“

Benti á tengsl Áslaugar

Á Alþingi í dag átti Sigurjón í vök að verjast eftir að hafa bent á tengsl Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, við Morgunblaðið, en stjórnarformaður útgáfufélags þess er faðir hennar, Sigurbjörn Magnússon.

„Mér heyrðist hér í dag, nema mér hafi misheyrst, að það hafi verið dóttir stjórnarformanns Árvakurs sem hafi verið hér í umræðunni að tala þá einmitt máli þess fjölmiðils í þessu máli. Þannig að ég held að menn ættu að líta sér nær þegar út í þessa umræðu er farið.“

Áslaug Arna hafði stigið í pontu fyrr í umræðum. Hún gagnrýndi þar fjárveitingar til Ríkisútvarpsins og erfiða samkeppnisstöðu einkarekinna miðla gagnvart því. Þá benti hún á að Norðurlöndin hefðu tekið ríkismiðla sína af auglýsingamarkaði. Hún gagnrýndi breytingar í frumvarpi Loga sem fela í sér að einkareknir fjölmiðlar, „sem þó veita ríkisrekna fjölmiðlinum eitthvað aðhald“, fengju að hámarki 22% af heildarstyrkveitingu frekar en 25%, eins og verið hefur. Þar er um að ræða Sýn, sem heldur úti Vísi, Bylgjunni og Stöð 2, og Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sem hugsanlega ná upp í þakið. Hún yfirgaf síðar þingsal.

Í umræðum um fundarstjórn forseta brást Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, harkalega við orðum Sigurjóns.

Áslaug Arna2
Áslaug Arna SigurbjörnsdóttirFaðir þingkonunnar er stjórnarformaður útgáfufélags Morgunblaðsins, sem er annað tveggja fjölmiðlafélaga sem gætu komið verr út úr breytingu á lögum um fjölmiðla. Hún gagnrýndi breytinguna á þingi í dag.
Mynd: Instagram-skjáskot
„Mér finnst þetta bara ekki háttvirtum þingmanni sæmandi“
Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins

„Mér finnst ekki við hæfi hér hjá háttvirtum þingmanni, Sigurjóni Þórðarsyni, að koma með hnýtur í þingmann sem er ekki staddur í salnum. Vísa ranglega til orða sem hún átti hér í orðastað við ráðherra um þetta frumvarp, með einhverjum tengingum í fjölskyldutengsl hennar. Virðulegi forseti mér finnst þetta bara ekki háttvirtum þingmanni sæmandi,“ sagði hún.

Þá gagnrýndi hún að Sigurjón væri ekki sammála ríkisstjórnarinni um frumvarpið og ríkisstjórnin því ekki eins samhent og lýst væri yfir.

Atyrtur af þingmanni Miðflokksins

„Ég vil þakka fyrir leiðbeiningar frá háttvirtum þingmanni Bryndísi Haraldsdóttur,“ svaraði Sigurjón. „Og það er greinilegt að það er greinilegt að það er viðkvæmt að benda á þessa hluti. En mér finnst eðlilegt að gera það. Auðvitað er þetta bara staðreynd sem liggur á borðinu og allir vita af. Ég hélt að þetta væri ekki eitthvað sem mætti ekki nefna hér í ræðu. En ef það er svo læt ég vera að gera það á ný.“

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, tók í sama streng og atyrti Sigurjón. „Við eigum ekki því að venjast hér í þessum sal að menn tali til þingmanna með einhverjum hætti, þingmanna sem eru ekki viðstaddir og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Og við ætlum ekki að venjast því. Ég beini því til þingmanna og sérstaklega þeirra sem eru nýkomnir hingað inn að þeir virði þær leikreglur sem hafa verið í þessum sal ævalengi, alllengi, af því að við tökumst á hér en við sneiðum ekki hvort að öðru ef annar aðilinn er ekki viðstaddur. Ég bið góðfúslega um það að frú forseti hafi góða reglu á þingfundi og að við látum af þessu,“ sagði Þorsteinn.

Sigurjón varði sig og kvaðst sjálfur hafa orðið fyrir ósanngjarnri umræðu.

„Það er rétt að taka það fram að það var ekki ætlunin hér að sneiða hér að einum né neinum, heldur einfaldlega að skýra mál mitt. Og það er ekki heldur hægt að horfa fram hjá því að umræddur þingmaður sem var rætt hér um tók hér þátt í umræðunni og margoft hefur einmitt þessi umræða verið hér um fjölmiðla, um einhverjar ásakanir á þingmenn Flokks fólksins, að þeir séu að halda uppi einhverjum hótunum. Bullumræða sem hefur verið hér í gangi þrátt fyrir að enginn þingmaður Flokks fólksins, eða sá sem hafi verið átt við, hafi ekki verið til staðar í salnum.“

Segir Morgunblaðið í herferð

Sigurjón hefur haldið því fram að Morgunblaðið gæti sérhagsmuna og að í umfjöllunum um Flokk fólksins hafi það „ekki verið að flytja fréttir“. „Það er eitthvað annað sem bjó þar að baki,“ sagði hann á þingi í dag. „Þeir sem hafa greitt herkostnað Morgunblaðsins eru auðvitað sérhagsmunirnir,“ bætti hann við og vísaði til umfjallana um auðlindagjöld.

Mikill meirihluti útgáfufélags Morgunblaðsins er í eigu útgerðarfólks og -félaga sem hafa reglulega greitt inn nýtt hlutafé til að fjármagna viðvarandi taprekstur þess.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar gagnrýnt að sett sé þak á greiðslu rekstrarstuðnings til einstakra fjölmiðlafélaga. Breytingin sem þingmennirnir hafa gagnrýnt er að hvert fjölmiðlafélag getur að hámarki fengið 22% af heildarstyrkfjárhæð, en áður var þakið 25%.

Umrætt frumvarp snýr að tímabundinni framlengingu fyrra fyrirkomulags en í kjölfarið hyggst Logi Einarsson menningarmálaráðherra leiða gagngera endurskoðun fyrirkomulagsins og endurskoða stöðu Ríkisútvarpsins, ekki síst með tilliti til auglýsingasölu þess, og færa fjármögnun yfir til einkarekinna fjölmiðla. Frumvarpið liggur nú hjá allsherjar- og menntamálanefnd.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Selja töfrandi fjölskylduhús í Árbænum
Myndir
Fólk

Selja töfrandi fjölskylduhús í Árbænum

Svo er auka íbúð í kjallara sem er alltaf plús
Karlmaður réðst á annan með vopni á Ísafirði
Innlent

Karlmaður réðst á annan með vopni á Ísafirði

Íris fagnaði áramótum á klósettinu
Fólk

Íris fagnaði áramótum á klósettinu

Áfengi og eiturlyf hjá ökumönnum
Innlent

Áfengi og eiturlyf hjá ökumönnum

Gleðileg jól kæru lesendur
Innlent

Gleðileg jól kæru lesendur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna
Heimur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum
Innlent

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar
Heimur

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann
Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Gefur lítið fyrir frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins
Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Loka auglýsingu