Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Vínarpylsum sem Sláturfélag Suðurlands svf. framleiðir vegna aðskotahlutar sem fannst í vörunni. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað alla framleiðslulotuna í varúðarskyni.
Neytendur sem keypt hafa vöruna skulu ekki neyta hennar heldur farga eða skila í næstu verslun.
Eingöngu er verið að innkalla eftirfarna framleiðslulotu:
- Vörumerki: SS
- Vöruheiti: Vínarpylsur 10 stk.
- Framleiðandi: Sláturfélag Suðurlands svf, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.
- Framleiðslulota: 05-273 (Síðasti notkunardagur: 26.10´25).
- Dreifing: Bónus, Krónan, Hagkaup, Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, 10-11, Extra, Prís,Fjarðarkaup, Melabúðin og öðrum verslunum

Mynd: Aðsend
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment