1
Innlent

Prófessor segir „rógi“ og „níði“ hafa verið dreift innan Háskóla Íslands

2
Innlent

Einar Þór minnist Björgvins Gíslasonar sem lést á dögunum

3
Innlent

Hödd hrygg yfir viðbrögðum vegna máls Ásthildar Lóu

4
Skoðun

Þeir sem þröngva sér ofan á aðra

5
Fólk

Anna segir allt stefna í almenna herkvaðningu á Íslandi

6
Heimur

Maður ákærður fyrir að setja ofurlím í drykk samstarfskonu sinnar

7
Innlent

Björgunarsveitir sendar út til bjargar manni á Eyjafjallajökli

8
Fólk

Áslaug Arna sumarleg á nýrri ljósmynd

9
Pólitík

Egill segir Íslendinga ekki geta sætt sig við hótanir gegn Grænlandi

10
Innlent

Lögreglan rannsakar rán og líkamsárás ungmenna

Til baka

Ísfélagið á 76 milljarða króna en forstjórinn varar við „slátrun“ vegna veiðigjalda

Hagnaður Ísfélags hf. í Vestmannaeyjum var 2,2 milljarðar króna eftir alla skatta. Félagið greiddi 665 milljónir í veiðigjald

Guðbjörg Matthíasdóttir
Guðbjörg MatthíasdóttirFjölskylda hennar fer með tæplega helming eignarhalds í Ísfélaginu.

Hagnaður Ísfélags hf, útgerðarfélagsins með höfuðstöðvar í Vestmannaeyjum, var 2,2 milljarðar eftir skatta í fyrra. Forstjóri félagsins, sem á stóran hlut í Morgunblaðinu, lýsir þungum áhyggjum.

Í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár, sem var birt í dag, kemur fram að Ísfélagið býr yfir gríðarlegum eignum. Heildareignir eru 107,5 milljarður króna, en skuldir og skuldbindingar 31,4 milljarðar. Þannig var eigið fé félagsins 76 milljarðar króna.

Ísfélagið gerir upp í Bandaríkjadal. Eigið fé félagsins árið 2021 var þannig rúmlega 150 milljónir Bandaríkjadala, eða 20 milljarðar króna miðað við gengi dollarans í dag. Eiginfjárhlutfall var þá 51% en er núna komið upp í 70,8% eftir að hafa verið 68,9% árið áður. Árið 2022 sameinaðist Ísfélag Vestmannaeyja Ramma hf. og hét þar eftir aðeins Ísfélag hf.

Rekstrartekjur félagsins í fyrra umreiknaðar yfir í íslenskar krónur voru 23,6 milljarðar króna, EBITDA 6,6 milljarðar króna, rekstrarhagnaður 4,5 milljarðar króna en hagnaður eftir skatta 2,2 milljarðar króna.

Fram kemur í yfirliti Fiskistofu að Ísfélagið greiddi 665 milljónir króna í veiðigjöld á árinu 2024 og var það fjórða hæsta á landinu í þeirri skattlagningu.

Ísfélagið hagnaðist um rúmlega 5,3 milljarða króna 2023 ef miðað er við sama gengi Bandaríkjadals og tæplega 8,5 milljarða króna árið 2022.

Verri afkoma nú en árin áður skýrist fyrst og fremst af því að ekki voru stundaðar loðnuveiðar í fyrravetur og makrílveiðar síðasta sumar gengu ekki vel, samkvæmt skýringum félagsins.

Varar við slátrun

Þrátt fyrir mikla eignasöfnun síðustu ár boðar forstjóri félagsins að blikur séu á lofti vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Í skýrslu Stefáns Friðrikssonar forstjóra er lýst áhyggjum af álagningu á útgerðina.

„Stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um gríðarlega hækkun á veiðigjöldum þrátt fyrir að ljóst sé að afkoma greinarinnar megi ekki við frekari kostnaðarhækkunum þegar tekið er tillit til nauðsynlegra fjárfestinga og eðlilegrar afkomu greinarinnar. Engar tilraunir hafa verið gerðar til að skoða áhrif þessara skattahækkana á atvinnugreinina og samkeppnishæfni hennar,“ segir Stefán í skýrslu sinni. Frumvarpið sem hann vísar til er í samráðsgátt stjórnvalda og er verið að leita umsagna. Tilgangur frumvarpsins er að breyta útreikningi veiðigjalda með þeim hætti að þau taki mið af raunverulegu aflaverðmæti, fremur en að stýrast af verðlagningu útgerðarfélaga í viðskiptum við eigin fiskvinnslu. Með því hefðu veiðigjöld orðið 10 milljarðar króna í heildina í fyrra, eða tvöfalt hærri en þau voru.

„Hærri skattar á fyrirtæki minnka möguleika þeirra á að fjárfesta í betri rekstri og draga úr getu fyrirtækja til að gera betur. Þarna eru því áform að slátra mjólkurkúnni,“ segir þar.

Þá varar hann við áhrifum þess að fjölga strandveiðidögum fyrir smábáta í 48. „Gangi þessi áform eftir mun þorskaflinn innan fárra ára aukast langt fram úr veiðiráðgjöfinni og það er ekki farsælt ef markmiðum um sjálfbærar veiðar er varpað fyrir róða.“

Ísfélagið er að helmingshluta í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu hennar. Félagið var skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar í desember 2023.

Ísfélagið á 16,4% hlut í útgáfufélagið Morgunblaðsins, en sömuleiðis á ísfélagsfjölskyldan 18,5% hlut í gegnum annað félag.


Komment


Áslaug Arna2
Fólk

Áslaug Arna sumarleg á nýrri ljósmynd

Gaza
Heimur

Lík 14 heilbrigðisstarfsmanna fundin á Gaza

Trumo-og-Putin.width-800
Heimur

Donald Trump segist vera bálreiður út í Pútín

|
Innlent

Einar Þór minnist Björgvins Gíslasonar sem lést á dögunum

Lögreglan
Innlent

Maður vopnaður hnífi handtekinn

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra
Fólk

Össur hæðist að Morgunblaði Davíðs Oddssonar

Egill Helgason
Pólitík

Egill segir Íslendinga ekki geta sætt sig við hótanir gegn Grænlandi

rumeysa-ozturk
Heimur

Alríkisdómari stöðvaði brottflutning tyrkneska doktorsnemans tímabundið