
Þrír gistu fangaklefa í nótt47 mál skráð í kerfum lögreglu.
Mynd: Shutterstock
Í dagbók lögreglu frá því í nótt og í gærkvöldi er greint frá því að ökumaður var stöðvaður á ljóslausri bifreið í skammdeginu sem reyndist einnig vera ótryggð. Ökumaðurinn á von á sekt ásamt því að skráningarmerki voru fjarlægð.
Aðili var handtekinn í matvöruverslun. Var í annarlegu ástandi og búinn að stela vörum fyrir tugi þúsunda. Viðkomandi var vistaður vegna málsins og málið til rannsóknar.
Ökumaður var stöðvaður þar sem hann komst hvorki lönd né strönd í vetrarfærðinni. Við nánari skoðun kom í ljós að ökumaðurinn ók um á rennisléttum sumardekkjum. Einnig reyndist ökumaðurinn ekki vera með gild íslensk ökuréttindi.
Tilkynnt var um aðila sem lét ófriðlega í verslun í miðborginni. Honum var vísað út úr versluninni.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment