
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að höfð voru afskipti af ökumanni sem ók yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Ökumaður var einnig grunaður um að hafa verið að aka undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn var laus að blóðsýnatöku lokinni.
Ökumaður bifreiðar var sektaður fyrir að aka yfir graseyju
Lögregla hafði afskipti af aðila sem skemmdi lögreglubifreið með því að slá tösku sinni í vélarhlíf hennar. Málið í rannsókn að sögn lögreglu.
Tilkynnt var um mann með ofbeldistilburði á skemmtistað í miðbænum. Aðilinn fannst skammt frá vettvangi og var vistaður í fangaklefa að sökum ástands. Tilkynnt var um aðila vera að stela úr verslun í miðbænum. Aðilinn var sagður æstur og árásargjarn gagnvart starfsmönnum. Aðilinn reyndist ekki vera með skilríki meðferðis. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Tilkynnt var um umferðaróhapp í Hafnarfirði og voru minni háttar slys á fólki.
Tilkynnt var um eld í ökutæki í Árbæ. Ökutækið var í akstri þegar eldur kom undan bifreiðinni og nam ökumaður staðar og yfirgaf bifreiðina óslasaður.
Komment